Henrik Hoff: Aron Elís verður mikilvægur leikmaður fyrir okkur Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. september 2014 06:15 Aron Elís er búinn að skora fimm mörk fyrir Víking í sumar. Vísir/GVA „Við höfum vitað af Aroni í 4-6 mánuði,“ segir Henrik Hoff, yfirmaður knattspyrnumála hjá norska úrvalsdeildarliðinu Álasundi, við Fréttablaðið, en það er búið að ganga frá kaupum á Víkingnum Aroni Elísi Þrándarsyni. Hoff kom sjálfur til landsins til að ganga frá samningum við Víkinga, en hann var kominn aftur til Noregs þegar Fréttablaðið heyrði í honum hljóðið í gær. Hann segir sína menn hafa fylgst vel með Aroni Elísi í sumar. „Útsendari frá mér og einn þjálfaranna hafa farið til Íslands og horft á hann. Ég veit ekki alveg hversu oft, en svo höfum við líka séð alla leikina á myndbandi. Okkur líst rosalega vel á hann,“ segir Hoff.Henrik Hoff.mynd/ÁlasundÍslendingar eru gott fólk Aron Elís hefur borið sóknarleik Víkings uppi í sumar og er ein helsta ástæða þess að nýliðarnir eru í bílstjórasætinu um síðasta Evrópusætið í deildinni þegar tvær umferðir eru eftir. Þegar hann var heitur var liðið nær óstöðvandi, en þegar Aron fór að hiksta og meiðast svo undir lok leiktíðar gekk Fossvogsliðinu verr að safna stigum. Aðspurður hvað Álasund sér gott í Aroni er svarið einfalt: „Allt,“ segir Hoff og heldur áfram: „Við vitum að hann er góður leikmaður og sá maður sem við viljum fá í okkar raðir fyrir næsta tímabil.“ Hoff hitti Aron Elís og segir hann góðan pilt eins og Íslendinga almennt. „Þetta er góður strákur, en flestir Íslendingar eru gott fólk. Þeir eru svipaðir og Norðmenn. Við vorum náttúrulega með Harald Frey Guðmundsson hjá okkur og þekkjum því Íslendinga vel.“Aron Elís á spretti í leik gegn Þór.Vísir/PjeturStefna á topp fjóra Aron Elís hefur ítrekað margoft í sumar aðspurður um atvinnumannadraumana og næsta skref, að hann vilji komast til liðs þar sem hann fær að spila. Það virðist að svo verði hjá Álasundi. „Það er alltaf þjálfarinn sem velur liðið, en við vitum hversu góður hann er þannig að hann verður mikilvægur leikmaður fyrir okkur. Við erum vissir um að hann muni spila og vera lykilmaður,“ segir Hoff. Þjálfari liðsins er Jan Jönsson sem gerði Veigar Pál Gunnarsson að stórstjörnu í Noregi á seinni hluta síðasta áratugar. „Jan Jönsson þekkir íslenska leikmenn mjög vel,“ segir hann. Hoff vonast til að ná samningum við Aron Elís sjálfan á næstu dögum, en kaupin á honum eru hluti af því að koma liðinu aftur upp á meðal þeirra fjögurra efstu. Þar endaði liðið í fyrra, en það hefur verið í botnbaráttu í ár. „Við viljum berjast í efri hlutanum. Við viljum meina að við séum með gott lið og ætlum að bæta í. Markmiðið er að enda á meðal efstu fjögurra liðanna á næsta tímabili,“ segir Henrik Hoff. Rólegur yfir öllu Sjálfur er Aron Elís ekkert að stressa sig á hlutunum, en í samtali við Fréttablaðið sagði hann enn langt í land. „Næst á dagskrá eru samningaviðræður. Ef það gengur vel mun ég fara út og skoða aðstæður hjá félaginu. Það er því enn nokkuð eftir,“ segir Aron. Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Sjá meira
„Við höfum vitað af Aroni í 4-6 mánuði,“ segir Henrik Hoff, yfirmaður knattspyrnumála hjá norska úrvalsdeildarliðinu Álasundi, við Fréttablaðið, en það er búið að ganga frá kaupum á Víkingnum Aroni Elísi Þrándarsyni. Hoff kom sjálfur til landsins til að ganga frá samningum við Víkinga, en hann var kominn aftur til Noregs þegar Fréttablaðið heyrði í honum hljóðið í gær. Hann segir sína menn hafa fylgst vel með Aroni Elísi í sumar. „Útsendari frá mér og einn þjálfaranna hafa farið til Íslands og horft á hann. Ég veit ekki alveg hversu oft, en svo höfum við líka séð alla leikina á myndbandi. Okkur líst rosalega vel á hann,“ segir Hoff.Henrik Hoff.mynd/ÁlasundÍslendingar eru gott fólk Aron Elís hefur borið sóknarleik Víkings uppi í sumar og er ein helsta ástæða þess að nýliðarnir eru í bílstjórasætinu um síðasta Evrópusætið í deildinni þegar tvær umferðir eru eftir. Þegar hann var heitur var liðið nær óstöðvandi, en þegar Aron fór að hiksta og meiðast svo undir lok leiktíðar gekk Fossvogsliðinu verr að safna stigum. Aðspurður hvað Álasund sér gott í Aroni er svarið einfalt: „Allt,“ segir Hoff og heldur áfram: „Við vitum að hann er góður leikmaður og sá maður sem við viljum fá í okkar raðir fyrir næsta tímabil.“ Hoff hitti Aron Elís og segir hann góðan pilt eins og Íslendinga almennt. „Þetta er góður strákur, en flestir Íslendingar eru gott fólk. Þeir eru svipaðir og Norðmenn. Við vorum náttúrulega með Harald Frey Guðmundsson hjá okkur og þekkjum því Íslendinga vel.“Aron Elís á spretti í leik gegn Þór.Vísir/PjeturStefna á topp fjóra Aron Elís hefur ítrekað margoft í sumar aðspurður um atvinnumannadraumana og næsta skref, að hann vilji komast til liðs þar sem hann fær að spila. Það virðist að svo verði hjá Álasundi. „Það er alltaf þjálfarinn sem velur liðið, en við vitum hversu góður hann er þannig að hann verður mikilvægur leikmaður fyrir okkur. Við erum vissir um að hann muni spila og vera lykilmaður,“ segir Hoff. Þjálfari liðsins er Jan Jönsson sem gerði Veigar Pál Gunnarsson að stórstjörnu í Noregi á seinni hluta síðasta áratugar. „Jan Jönsson þekkir íslenska leikmenn mjög vel,“ segir hann. Hoff vonast til að ná samningum við Aron Elís sjálfan á næstu dögum, en kaupin á honum eru hluti af því að koma liðinu aftur upp á meðal þeirra fjögurra efstu. Þar endaði liðið í fyrra, en það hefur verið í botnbaráttu í ár. „Við viljum berjast í efri hlutanum. Við viljum meina að við séum með gott lið og ætlum að bæta í. Markmiðið er að enda á meðal efstu fjögurra liðanna á næsta tímabili,“ segir Henrik Hoff. Rólegur yfir öllu Sjálfur er Aron Elís ekkert að stressa sig á hlutunum, en í samtali við Fréttablaðið sagði hann enn langt í land. „Næst á dagskrá eru samningaviðræður. Ef það gengur vel mun ég fara út og skoða aðstæður hjá félaginu. Það er því enn nokkuð eftir,“ segir Aron.
Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Sjá meira