Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu höfðar til heimsins Birta Björnsdóttir skrifar 22. september 2014 17:36 Tugþúsundir manna víða um heim fylgjast með daglegum störfum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ástæðan er virkni laganna varða á samskiptamiðlum, en lögreglumenn telja mikilvægt að gera starfstéttina aðgengilegri almenningi með þessum hætti. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur undanfarin ár haft það að markmiði að vera sem aðgengilegust landsmönnum gegnum samskiptamiðla. Fyrir stuttu fór svo virkni lögreglunnar á myndaveitunni Instagram að vekja athygli út fyrir landsteinanna. „Það birtist rússneskt blogg um okkur í síðustu viku og þaðan byrjaði boltinn að rúlla. Svo virðist önnur stór vefsíða í Rússlandi taka þetta upp og þaðan rataði þetta bara út um allan heim," segir Þórir Ingvarsson, rannsóknarlögreglumaður. Og alheimsathyglin skilar sér í því að sífellt bætist í hóp þeirra sem fylgjast með löggunni á Instagram. „Jú á viku hafa um 30 þúsund bæst við, fóru úr 10 þúsund í 40 þúsund," segir Stefán Fróðason, lögreglumaður. Og það eru ekki bara Rússar sem hafa áhuga á lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, þeir hafa einnig vakið athygli á Ítalíu, Serbíu, Bretlandi og víðar. Þórir segir þetta hafa komið þeim á óvart. „En það sem er ánægjulegt við þetta er að fólk er að taka vel á móti því efni sem við erum að birta. Ég held að fólki finnist gaman að sjá hvað við erum að fást við." Þeir Stefán og Þórir segja þetta sannarlega auka starfsánægju hjá lögreglunni. „Já það gerir það," segir Stefán. " Það er gaman að brjóta vinnudaginn upp með því að reyna að hugsa upp eitthvað skemmtilegt til að deila með þjóðinni. Þeir Stefán og Þórir segja samskiptamiðlana breyta ímynd fólks af lögreglunni að einhverju leyti. „Markmiðið er að gera lögregluna aðgengilegri," segir Stefán. Samfélagsmiðlar Lögreglan Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Tugþúsundir manna víða um heim fylgjast með daglegum störfum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ástæðan er virkni laganna varða á samskiptamiðlum, en lögreglumenn telja mikilvægt að gera starfstéttina aðgengilegri almenningi með þessum hætti. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur undanfarin ár haft það að markmiði að vera sem aðgengilegust landsmönnum gegnum samskiptamiðla. Fyrir stuttu fór svo virkni lögreglunnar á myndaveitunni Instagram að vekja athygli út fyrir landsteinanna. „Það birtist rússneskt blogg um okkur í síðustu viku og þaðan byrjaði boltinn að rúlla. Svo virðist önnur stór vefsíða í Rússlandi taka þetta upp og þaðan rataði þetta bara út um allan heim," segir Þórir Ingvarsson, rannsóknarlögreglumaður. Og alheimsathyglin skilar sér í því að sífellt bætist í hóp þeirra sem fylgjast með löggunni á Instagram. „Jú á viku hafa um 30 þúsund bæst við, fóru úr 10 þúsund í 40 þúsund," segir Stefán Fróðason, lögreglumaður. Og það eru ekki bara Rússar sem hafa áhuga á lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, þeir hafa einnig vakið athygli á Ítalíu, Serbíu, Bretlandi og víðar. Þórir segir þetta hafa komið þeim á óvart. „En það sem er ánægjulegt við þetta er að fólk er að taka vel á móti því efni sem við erum að birta. Ég held að fólki finnist gaman að sjá hvað við erum að fást við." Þeir Stefán og Þórir segja þetta sannarlega auka starfsánægju hjá lögreglunni. „Já það gerir það," segir Stefán. " Það er gaman að brjóta vinnudaginn upp með því að reyna að hugsa upp eitthvað skemmtilegt til að deila með þjóðinni. Þeir Stefán og Þórir segja samskiptamiðlana breyta ímynd fólks af lögreglunni að einhverju leyti. „Markmiðið er að gera lögregluna aðgengilegri," segir Stefán.
Samfélagsmiðlar Lögreglan Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira