Formaður Þórs um slasaða FH-inginn: Hann ætti að vera þakklátur Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. september 2014 11:00 „Ég er einn af fáum sem varð vitni að þessu atviki. Ég stóð þarna fimm metrum frá þessu og horfði á þetta frá A-Ö,“ segir Aðalsteinn Ingi Pálsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, um slysið sem varð á Þórsvellinum fyrir rúmri viku þegar stuðningsmaður FH féll fram yfir handrið í stúkunni og slasaðist illa á andliti. Rætt var við stuðningsmanninn, sem er Breti að nafni HarjitDelay, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, en þar fór hann ófögrum orðum um aðstöðuna á Þórsvellinum og sagði þetta slys sem hlaut að gerast. „Það er mín skoðun að það þurfi að yfirfara öryggismálin á þessum velli. Aðstaðan er býsna góð en öryggi fyrir áhorfendur er ekki fyrir hendi. Það er bara heppni að barn hafi ekki fallið þarna yfir. Þetta var slys sem hlaut að verða,“ sagði Delay og vildi meina að aðstaðan standist ekki gæðastaðla UEFA og FIFA. Aðalsteinn Ingi bendir á að þrír Evrópuleikir í karla- og kvennaflokki hafi verið spilaðir á Þórsvellinum á undanförnum árum og þar hafi menn frá UEFA komið og tekið völlinn út. „Ég er ekki sá sem á að svara fyrir þessa aðstöðu. Völlurinn er í eigu Akureyrarbæjar, en stúkan er nýlegt mannvirki og þarna hafa verið spilaðir Evrópuleikir. Ég veit ekki betur en að völlurinn standist alla öryggisstaðla UEFA. Ég veit ekki hvaða rök eru fyrir þessum ásökunum hans og hvort þau standist,“ segir formaðurinn. Í heildina er Aðalsteinn Ingi mjög ósáttur við ummæli Delay. „Mér fannst þau bara alls ekki við hæfi,“ segir hann og heldur áfram: „Ég hefði frekar búist við því að þessi maður hefði þakkað skjót og góð viðbrögð þeirra sem komu í veg fyrir að ekki fór verr. Það hefðu mér fundist eðlileg ummæli frá þessum einstaklingi sem hegðaði sér frekar ósæmilega fyrir þennan atburð. Hann mætti kenna sér sjálfum um og þakka öðrum fyrir að ekki fór verr.“ Aðspurður hvað hann meinar með Delay hafi hegðað sér ósæmilega svarar Aðalsteinn: „Ég meina ekkert meira en það. Þetta var bara í alla staði ósæmileg hegðun. Ég ætla ekki að tjá mig neitt meira um það. Hann veit sjálfur hvað hann var að gera - ef hann man þá eftir því hvað hann var að gera.“ Formaðurinn segist að lokum ekki hafa neinar áhyggjur af því að Delay leiti réttar síns eins og hann talaði um í fréttinni á Stöð 2 í gærkvöldi. „Nei, engar. Auðvitað eiga menn að leita réttar síns og ég hvet hann til þess. Það er eins með þetta eins og allt annað í samfélaginu,“ segir Aðalsteinn Ingi Pálsson. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Heppinn að vera á lífi | Íhugar að kæra Stuðningsmaður FH, Harjit Delay, segist vera heppinn að vera ekki í hjólastól eða hafa hreinlega hálsbrotnað er hann féll úr stúkunni á Þórsvelli fyrir leik Þórs og FH. 21. september 2014 15:32 Slysið á Þórsvelli: Aðkoman var óhugnanleg Komið var í veg fyrir að börn sæju manninn liggjandi í blóði sínu. 15. september 2014 16:45 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira
„Ég er einn af fáum sem varð vitni að þessu atviki. Ég stóð þarna fimm metrum frá þessu og horfði á þetta frá A-Ö,“ segir Aðalsteinn Ingi Pálsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, um slysið sem varð á Þórsvellinum fyrir rúmri viku þegar stuðningsmaður FH féll fram yfir handrið í stúkunni og slasaðist illa á andliti. Rætt var við stuðningsmanninn, sem er Breti að nafni HarjitDelay, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, en þar fór hann ófögrum orðum um aðstöðuna á Þórsvellinum og sagði þetta slys sem hlaut að gerast. „Það er mín skoðun að það þurfi að yfirfara öryggismálin á þessum velli. Aðstaðan er býsna góð en öryggi fyrir áhorfendur er ekki fyrir hendi. Það er bara heppni að barn hafi ekki fallið þarna yfir. Þetta var slys sem hlaut að verða,“ sagði Delay og vildi meina að aðstaðan standist ekki gæðastaðla UEFA og FIFA. Aðalsteinn Ingi bendir á að þrír Evrópuleikir í karla- og kvennaflokki hafi verið spilaðir á Þórsvellinum á undanförnum árum og þar hafi menn frá UEFA komið og tekið völlinn út. „Ég er ekki sá sem á að svara fyrir þessa aðstöðu. Völlurinn er í eigu Akureyrarbæjar, en stúkan er nýlegt mannvirki og þarna hafa verið spilaðir Evrópuleikir. Ég veit ekki betur en að völlurinn standist alla öryggisstaðla UEFA. Ég veit ekki hvaða rök eru fyrir þessum ásökunum hans og hvort þau standist,“ segir formaðurinn. Í heildina er Aðalsteinn Ingi mjög ósáttur við ummæli Delay. „Mér fannst þau bara alls ekki við hæfi,“ segir hann og heldur áfram: „Ég hefði frekar búist við því að þessi maður hefði þakkað skjót og góð viðbrögð þeirra sem komu í veg fyrir að ekki fór verr. Það hefðu mér fundist eðlileg ummæli frá þessum einstaklingi sem hegðaði sér frekar ósæmilega fyrir þennan atburð. Hann mætti kenna sér sjálfum um og þakka öðrum fyrir að ekki fór verr.“ Aðspurður hvað hann meinar með Delay hafi hegðað sér ósæmilega svarar Aðalsteinn: „Ég meina ekkert meira en það. Þetta var bara í alla staði ósæmileg hegðun. Ég ætla ekki að tjá mig neitt meira um það. Hann veit sjálfur hvað hann var að gera - ef hann man þá eftir því hvað hann var að gera.“ Formaðurinn segist að lokum ekki hafa neinar áhyggjur af því að Delay leiti réttar síns eins og hann talaði um í fréttinni á Stöð 2 í gærkvöldi. „Nei, engar. Auðvitað eiga menn að leita réttar síns og ég hvet hann til þess. Það er eins með þetta eins og allt annað í samfélaginu,“ segir Aðalsteinn Ingi Pálsson.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Heppinn að vera á lífi | Íhugar að kæra Stuðningsmaður FH, Harjit Delay, segist vera heppinn að vera ekki í hjólastól eða hafa hreinlega hálsbrotnað er hann féll úr stúkunni á Þórsvelli fyrir leik Þórs og FH. 21. september 2014 15:32 Slysið á Þórsvelli: Aðkoman var óhugnanleg Komið var í veg fyrir að börn sæju manninn liggjandi í blóði sínu. 15. september 2014 16:45 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira
Heppinn að vera á lífi | Íhugar að kæra Stuðningsmaður FH, Harjit Delay, segist vera heppinn að vera ekki í hjólastól eða hafa hreinlega hálsbrotnað er hann féll úr stúkunni á Þórsvelli fyrir leik Þórs og FH. 21. september 2014 15:32
Slysið á Þórsvelli: Aðkoman var óhugnanleg Komið var í veg fyrir að börn sæju manninn liggjandi í blóði sínu. 15. september 2014 16:45