Mengun úr Holuhrauni dreifðist víða um land Jón Júlíus Karlsson skrifar 20. september 2014 18:55 Mengun frá gosstöðvunum í Holuhrauni barst víða um land í dag og hefur dreifing hennar aldrei verið meiri. Fjölmargir höfðu samband við Veðurstofu Íslands í dag og kvörtuðu undan einkennum megnunarinnar sem fannst vel á höfuðborgarsvæðinu. Gosmistur lá yfir höfuðborgarsvæðinu í morgun og fram eftir degi. Þetta er í fyrsta sinn frá því að eldumbrotin hófust í Holuhrauni sem mengun berst í verulegu mæli inn á höfuðborgarsvæðið. Eins og sjá má á þessu grafi þá jókst brennisteinsmengun á höfuðborgarsvæðinu verulega í morgun en var í rénum nú seinni hluta dags. Árni Sigurðsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að dreifing mengunarinnar hafi komið sérfræðingum á óvart því vestlæg vindátt hafi ríkt á landinu í dag. „Þetta er veruleg mengun að því leyti að hún getur verið óþægileg fyrir fólk. Við höfum fengið símhringinar alls staðar af á landinu þar sem fólk er að kvarta yfir þessu lofti sem það andar að sér,“ segir Árni. Gosmistur lagði einnig yfir Akureyri í dag sem getur verið hættuleg þeim sem glíma við sjúkdóma í öndunarfærum. Mengunin var mest upp á hálendi. Á Sprengisandi þurfti vinnuflokkur að leita sér skjóls vegna mengunar. Árni segir ljóst að fylgjast þurfi sérstaklega með aðstæðum þegar hægur vindur er á landinu líkt og í dag. „Þetta eru aðstæður sem við þurfum að hafa auga með - ekki bara að horfa á vindinn í spálíkönunum ef þessar sambærulegu aðstæður skapast,“ segir Árni.Rok og rigning á morgun Árni á ekki von á því að mengunin dreifi sér eins vel um landið á morgun þar sem von sé á vaxandi suðvestanátt á morgun með roki og rigningu. Vöktun á styrk brennisteinsdíoxíðs frá gosinu mun stóraukast á næstu dögum því keyptir hafa verið 40 mælar til að fylgjast með stöðu mála. Búist er við að jarðeldarnir í Holuhrauni verði áfram með svipuðum hætti og síðustu daga. Í nótt varð skjálfti af stærðinni 5,1 auk minni skjálfta. Jarðskorpuhreyfingar benda til þess að enn aukist magn kviku lítillega í kvikuganginum við norðanverðan Vatnajökul og áframhaldandi sig er í Bárðarbungu samkvæmt GPS-mælingum. Veður Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Sjá meira
Mengun frá gosstöðvunum í Holuhrauni barst víða um land í dag og hefur dreifing hennar aldrei verið meiri. Fjölmargir höfðu samband við Veðurstofu Íslands í dag og kvörtuðu undan einkennum megnunarinnar sem fannst vel á höfuðborgarsvæðinu. Gosmistur lá yfir höfuðborgarsvæðinu í morgun og fram eftir degi. Þetta er í fyrsta sinn frá því að eldumbrotin hófust í Holuhrauni sem mengun berst í verulegu mæli inn á höfuðborgarsvæðið. Eins og sjá má á þessu grafi þá jókst brennisteinsmengun á höfuðborgarsvæðinu verulega í morgun en var í rénum nú seinni hluta dags. Árni Sigurðsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að dreifing mengunarinnar hafi komið sérfræðingum á óvart því vestlæg vindátt hafi ríkt á landinu í dag. „Þetta er veruleg mengun að því leyti að hún getur verið óþægileg fyrir fólk. Við höfum fengið símhringinar alls staðar af á landinu þar sem fólk er að kvarta yfir þessu lofti sem það andar að sér,“ segir Árni. Gosmistur lagði einnig yfir Akureyri í dag sem getur verið hættuleg þeim sem glíma við sjúkdóma í öndunarfærum. Mengunin var mest upp á hálendi. Á Sprengisandi þurfti vinnuflokkur að leita sér skjóls vegna mengunar. Árni segir ljóst að fylgjast þurfi sérstaklega með aðstæðum þegar hægur vindur er á landinu líkt og í dag. „Þetta eru aðstæður sem við þurfum að hafa auga með - ekki bara að horfa á vindinn í spálíkönunum ef þessar sambærulegu aðstæður skapast,“ segir Árni.Rok og rigning á morgun Árni á ekki von á því að mengunin dreifi sér eins vel um landið á morgun þar sem von sé á vaxandi suðvestanátt á morgun með roki og rigningu. Vöktun á styrk brennisteinsdíoxíðs frá gosinu mun stóraukast á næstu dögum því keyptir hafa verið 40 mælar til að fylgjast með stöðu mála. Búist er við að jarðeldarnir í Holuhrauni verði áfram með svipuðum hætti og síðustu daga. Í nótt varð skjálfti af stærðinni 5,1 auk minni skjálfta. Jarðskorpuhreyfingar benda til þess að enn aukist magn kviku lítillega í kvikuganginum við norðanverðan Vatnajökul og áframhaldandi sig er í Bárðarbungu samkvæmt GPS-mælingum.
Veður Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Sjá meira