Argentínskir spekingar: Við höfum séð það besta frá Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. september 2014 11:30 Lionel Messi. Vísir/Getty Lionel Messi skoraði um síðustu helgi sitt 400. mark á atvinnumannaferlinum og þessi tala ætti að hækka verulega enda er argentínski knattspyrnusnillingurinn aðeins 27 ára gamall. Argentínskir knattspyrnuspekingar eru þó margir á því að Messi hafi þegar náð toppi ferilsins en enska blaðið FourFourTwo leitaði til manna sem hafa fylgst vel með Messi í gegnum tíðina. „Ég tel að við höfum séð það besta frá Messi. Árin taka toll af okkur öllum og við sjáum Messi ekki á ofurhraða aftur. Hann hefur þegar spilað hundruð leikja á stóra sviðinu. Ég sé fyrir mér að Messi verði fljótlega meira að skapa fyrir aðra en að skora sjálfur," sagði Hernan Claus sem skrifar um argentínska landsliðið fyrir argentínska blaðið Olè. „Oftast gleymum við því að Messi er manneskja. Við búumst alltaf við því að hann geri hið ómögulega. Það sættir sig enginn við það að hann eigi lélega leiki og þegar það gerist þá tala fjölmiðlarnir um krísuástand. Við njótum þess að sjá hann spila en Messi er nú bara leikmaður sem skorar „bara“ 25 mörk á tímabili," sagði Federico Bassahun, ritstjóri hjá Don Julio tímaritinu.„Við munum aldrei sjá aftur Messi frá 2012. Zidane var ekki alltaf bestur í heimi og það var eins með þá Cruyff og Maradona. Í langan tíma var Messi bestur á vellinum í hverjum leik. Hann hefur barist svo hart við Cristiano Ronaldo og það er farið að taka sinn toll á skrokknum hans. Þrátt fyrir að hann sé bara um 70 prósent af gamla Messi þá er hann engu að síður frábær leikmaður," sagði Fernando Polo, blaðamaður á El Mundo Deportivo. Lionel Messi er með 5 mörk og 7 stoðsendingar í 6 fyrstu leikjum sínum í spænsku úrvalsdeildinni og lagði upp sigurmark Barcelona-liðsins í fyrsta Meistaradeildarleiknum. Messi verður í sviðsljósinu í kvöld þegar Barcelona heimsækir Paris Saint Germain í Meistaradeildinni en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport HD frá klukkan 18.45 í kvöld en á undan verður farið yfir leiki kvöldsins í upphitunarþætti Meistaradeildarinnar. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Sjá meira
Lionel Messi skoraði um síðustu helgi sitt 400. mark á atvinnumannaferlinum og þessi tala ætti að hækka verulega enda er argentínski knattspyrnusnillingurinn aðeins 27 ára gamall. Argentínskir knattspyrnuspekingar eru þó margir á því að Messi hafi þegar náð toppi ferilsins en enska blaðið FourFourTwo leitaði til manna sem hafa fylgst vel með Messi í gegnum tíðina. „Ég tel að við höfum séð það besta frá Messi. Árin taka toll af okkur öllum og við sjáum Messi ekki á ofurhraða aftur. Hann hefur þegar spilað hundruð leikja á stóra sviðinu. Ég sé fyrir mér að Messi verði fljótlega meira að skapa fyrir aðra en að skora sjálfur," sagði Hernan Claus sem skrifar um argentínska landsliðið fyrir argentínska blaðið Olè. „Oftast gleymum við því að Messi er manneskja. Við búumst alltaf við því að hann geri hið ómögulega. Það sættir sig enginn við það að hann eigi lélega leiki og þegar það gerist þá tala fjölmiðlarnir um krísuástand. Við njótum þess að sjá hann spila en Messi er nú bara leikmaður sem skorar „bara“ 25 mörk á tímabili," sagði Federico Bassahun, ritstjóri hjá Don Julio tímaritinu.„Við munum aldrei sjá aftur Messi frá 2012. Zidane var ekki alltaf bestur í heimi og það var eins með þá Cruyff og Maradona. Í langan tíma var Messi bestur á vellinum í hverjum leik. Hann hefur barist svo hart við Cristiano Ronaldo og það er farið að taka sinn toll á skrokknum hans. Þrátt fyrir að hann sé bara um 70 prósent af gamla Messi þá er hann engu að síður frábær leikmaður," sagði Fernando Polo, blaðamaður á El Mundo Deportivo. Lionel Messi er með 5 mörk og 7 stoðsendingar í 6 fyrstu leikjum sínum í spænsku úrvalsdeildinni og lagði upp sigurmark Barcelona-liðsins í fyrsta Meistaradeildarleiknum. Messi verður í sviðsljósinu í kvöld þegar Barcelona heimsækir Paris Saint Germain í Meistaradeildinni en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport HD frá klukkan 18.45 í kvöld en á undan verður farið yfir leiki kvöldsins í upphitunarþætti Meistaradeildarinnar.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Sjá meira