Formaður BÍ: Sorglegt að grípa til þessara ráða Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. október 2014 14:28 "Við erum öll mannleg og það er mannlegt að gera mistök.“ Formaður Blaðamannafélags Íslands furðar sig á stefnu aðstoðarmanns innanríkisráðherra á hendur tveimur blaðamönnum DV. Telur hann að málinu hafi formlega lokið með leiðréttingu blaðamannana og óskar eftir skilningi á mikilvægi tjáningarfrelsis og fjölmiðla í lýðræðissamfélagi. Þá gagnrýnir hann íslenska dómstóla og segir þá verða að hafa mikilvægi fjölmiðla í huga. „Mér finnst fráleitt yfir höfuð að stefna þessum blaðamönnum. Þeir gerðu mistök og báðust afsökunar á því. Þar með á málinu að vera lokið. Það er sorglegt að viðkomandi telji nauðsynlegt að grípa til þessara ráða,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, krefst þess að tveir blaðamenn DV verði dæmdir til eins árs fangelsisvistar vegna fréttaskrifa um hana í júní og að þeir greiði henni þrjár milljónir króna í miskabætur. Hjálmar segir íslenska dómstóla ekki standa sig nægilega vel í að standa vörð um tjáningarfrelsi og hlutverk fjölmiðla, líkt og kveðið er á í mannréttindasáttmálum. „Að fjalla um erfið og mikilvæg mál er auðvitað hluti af starfinu. En mér finnst vanta upp á skilning og mikilvægi tjáningarfrelsisins og mikilvægi fjölmiðla í lýðræðissamfélagi. Íslenskir dómstólar mættu standa sig miklu betur og hafa það hugfastara að það er mikilvægur hlutur sem fjölmiðlar gegna í lýðræðissamfélagi. Það skiptir máli fyrir okkur öll að búa í gangsæu samfélagi,“ segir Hjálmar. Fréttin tengist lekamálinu svokallaða þar sem haldið var fram að Þórey væri hinn svokallaði „starfsmaður B“, sem vísað er til í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, en í úrskurðinum kemur fram að lögregla hafi rökstuddan grun um að „starfsmaður B“ væri sá sem lak minnisskjali um Tony Omos, hælisleitanda. DV dró fréttina til baka samdægurs og báðust afsökunar á mistökunum. „Við erum öll mannleg og það er mannlegt að gera mistök og maður auðvitað biðst afsökunar og leiðréttir þau. Mistökin leiðrétta sig ekkert frekar með því að höfða dómsmál. Ég sé ekki að það náist nokkuð fram með því, nema þetta sé hefnigirni eða eitthvað slíkt,“ segir Hjálmar að lokum. Lekamálið Tengdar fréttir Krefst þess að blaðamenn DV verði fangelsaðir Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, fer fram á að tveir blaðamenn DV verði dæmdir til fangelsisvistar vegna fréttarskrifa um hana í júní, í tengslum við lekamálið svokallaða. 9. október 2014 12:25 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Formaður Blaðamannafélags Íslands furðar sig á stefnu aðstoðarmanns innanríkisráðherra á hendur tveimur blaðamönnum DV. Telur hann að málinu hafi formlega lokið með leiðréttingu blaðamannana og óskar eftir skilningi á mikilvægi tjáningarfrelsis og fjölmiðla í lýðræðissamfélagi. Þá gagnrýnir hann íslenska dómstóla og segir þá verða að hafa mikilvægi fjölmiðla í huga. „Mér finnst fráleitt yfir höfuð að stefna þessum blaðamönnum. Þeir gerðu mistök og báðust afsökunar á því. Þar með á málinu að vera lokið. Það er sorglegt að viðkomandi telji nauðsynlegt að grípa til þessara ráða,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, krefst þess að tveir blaðamenn DV verði dæmdir til eins árs fangelsisvistar vegna fréttaskrifa um hana í júní og að þeir greiði henni þrjár milljónir króna í miskabætur. Hjálmar segir íslenska dómstóla ekki standa sig nægilega vel í að standa vörð um tjáningarfrelsi og hlutverk fjölmiðla, líkt og kveðið er á í mannréttindasáttmálum. „Að fjalla um erfið og mikilvæg mál er auðvitað hluti af starfinu. En mér finnst vanta upp á skilning og mikilvægi tjáningarfrelsisins og mikilvægi fjölmiðla í lýðræðissamfélagi. Íslenskir dómstólar mættu standa sig miklu betur og hafa það hugfastara að það er mikilvægur hlutur sem fjölmiðlar gegna í lýðræðissamfélagi. Það skiptir máli fyrir okkur öll að búa í gangsæu samfélagi,“ segir Hjálmar. Fréttin tengist lekamálinu svokallaða þar sem haldið var fram að Þórey væri hinn svokallaði „starfsmaður B“, sem vísað er til í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, en í úrskurðinum kemur fram að lögregla hafi rökstuddan grun um að „starfsmaður B“ væri sá sem lak minnisskjali um Tony Omos, hælisleitanda. DV dró fréttina til baka samdægurs og báðust afsökunar á mistökunum. „Við erum öll mannleg og það er mannlegt að gera mistök og maður auðvitað biðst afsökunar og leiðréttir þau. Mistökin leiðrétta sig ekkert frekar með því að höfða dómsmál. Ég sé ekki að það náist nokkuð fram með því, nema þetta sé hefnigirni eða eitthvað slíkt,“ segir Hjálmar að lokum.
Lekamálið Tengdar fréttir Krefst þess að blaðamenn DV verði fangelsaðir Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, fer fram á að tveir blaðamenn DV verði dæmdir til fangelsisvistar vegna fréttarskrifa um hana í júní, í tengslum við lekamálið svokallaða. 9. október 2014 12:25 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Krefst þess að blaðamenn DV verði fangelsaðir Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, fer fram á að tveir blaðamenn DV verði dæmdir til fangelsisvistar vegna fréttarskrifa um hana í júní, í tengslum við lekamálið svokallaða. 9. október 2014 12:25