Innlent

Berjast gegn úrskurði ESA með öllum ráðum

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
ESA segir vísindaleg gögn íslenskra stjórnvalda ekki sína renni ekki stoðum undir gildandi reglur. Þorsteinn segir bannið heilbrigðismál.
ESA segir vísindaleg gögn íslenskra stjórnvalda ekki sína renni ekki stoðum undir gildandi reglur. Þorsteinn segir bannið heilbrigðismál. Vísir / Stefán
„Úrskurðurinn kristallar mjög vel þann grundvallarágreining sem Íslendingar eiga við ESA um innflutning á hráu kjöti sem að Íslendingar og ríkisstjórn Íslands telur heilbrigðismál en ekki verslun yfir landamæri,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, á Alþingi í dag.

„Það er því nokkuð víst að íslensk stjórnvöld muni grípa til varna út af þessum úrskurði og berjast gegn honum með öllum ráðum,“ sagði hann.

Þorsteinn sagði nokkrar ástæður vera fyrir því að stjórnvöld væru á móti innflutningi af hráu eða fersku kjöti. „Það er óttinn við sjúkdóma; það er nauðsyn þess að varðveita hreinleika þess búfjárstofns sem er hér á Íslandi; og það er ástæða líka fyrir því að vernda þann hreinleika sem birtist í því að Íslendingar nota nánast allra landa minnst af sýklalyfjum í landbúnaði og matvælaframleiðslu,“ sagði hann.

„Hvaða hagsmunamat er þetta? Jú það er það hagsmunamat að hagsmunir þjóðarinnar séu best varðveittir með því að varna því að hér gjósi upp sjúkdómar,“ sagði hann.

Í áliti ESA er hinsvegar komist að þeirri niðurstöðu að þau vísindalegu gögn sem íslensk stjórnvöld hafa framvísað renni ekki stoðum undir gildandi reglur heldur sýni þvert á móti að áhætta á sýkingu búfjár gegnum innflutning á fersku kjöti sé hverfandi. 


Tengdar fréttir

Álit ESA í samræmi við skoðanir Haga

"Þetta álit er í fullu samræmi við álit okkar lögmanna,“ segir Finnur Árnason, forstjóri Haga, um nýtt álit ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, þar sem fram kemur að íslensk löggjöf sem takmarkar innflutning á fersku kjöti er brot á EES-samningnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×