FH og Breiðablik hlunnfarin um milljónir í sölunni á Gylfa Þór Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. október 2014 15:00 Gylfi Þór Sigurðsson byrjar vel hjá Swansea. vísir/getty Breiðablik og FH fengu bæði væna greiðslu þegar Tottenham seldi Gylfa Þór Sigurðsson til Swansea í sumar, en Hafnfirðingurinn hefur farið frábærlega af stað með velska félaginu í úrvalsdeildinni ensku. Þó liðin spili í sömu deild eru félögin hvort frá sínu landinu og hvort með sitt knattspyrnusambandið á bakvið sig. Og eins og alltaf þegar leikmenn færa sig á milli knattspyrnusambanda er fimm prósent af greiðslunni haldið eftir og deilt niður á uppeldisfélög viðkomandi leikmanns. Engir peningar fóru á milli handa Tottenham og Swansea þar sem velska félagið borgaði fyrir Gylfa með tveimur leikmönnum; bakverðinum Ben Davies og markverðinum MichelVorm. Þrátt fyrir það þurftu félögin að verðmeta söluna innan kerfisins FIFA svo hægt sé t.a.m. að greiða uppeldisfélögum Gylfa Þórs þá peninga sem þau eiga rétt á.Michel Vorm.vísir/gettyFram kom í fréttum að salan væri verðmetin á tíu milljónir punda, og samkvæmt heimildum Vísis er það nákvæmlega sú tala sem uppeldisfélög (félög sem viðkomandi leikmaður spilaði með frá 12-23 ára aldurs) allra leikmannanna sem um ræðir; Gylfa Þórs, Davies og Vorms, telja rétta. Tíu milljónir punda eru jafnvirði rétt tæpra tveggja milljarða króna, en FH á að fá hálft prósent af þeirri upphæð, Breiðablik eitt prósent, Reading tvö prósent og Hoffenheim 1,5 prósent. Samtals fimm prósent af söluverðinu. Sú upphæð átti að tryggja Blikum tæpar 20 milljónir króna og FH-ingum tæpar tíu milljónir króna, en kaupverðið sem upp er gefið er ekki tveir milljarðar króna. Ben Davies var verðlagður á sex milljónir punda en Vorm fór í rauninni án greiðslu. Heildarupphæðin sem uppeldisfélögin sem þurftu að miða við voru tæpir 1,2 milljarðar króna. FH-ingar fengu því 5,8 milljónir króna í sinn hlut og Blikar 11,6 milljónir króna. Reading fékk 23,2 milljónir og þýska félagið Hoffenheim 17,4 milljónir. Þetta kemur verst við hollenska félagið Utrecht sem fær ekki krónu í sinn hlut, en Michel Vorm spilaði með liðinu þegar hann var 22 og 23 ára, en þau ár gefa mest í prósentuhlutfalli. Samkvæmt heimildum Vísis leitar Utrecht nú réttar síns hjá FIFA, en hollenska félagið tekur ekki í mál að Vorm hafi verið seldur til Tottenham án greiðslu. Það vill fá hann verðlagðan á fjórar milljónir punda. Fari svo að Utrecht vinni málið fá Blikar og FH-ingar auka greiðslu; FH 3,8 milljónir króna og Breiðablik 7,7 milljónir. Í heildina voru íslensku félögin hlunnfarin um 11,5 milljónir króna vegna tombólusölu Swansea á Vorm, sem Utrecht ætlar sem fyrr segir ekki að láta kjurrt liggja. Enski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Breiðablik og FH fengu bæði væna greiðslu þegar Tottenham seldi Gylfa Þór Sigurðsson til Swansea í sumar, en Hafnfirðingurinn hefur farið frábærlega af stað með velska félaginu í úrvalsdeildinni ensku. Þó liðin spili í sömu deild eru félögin hvort frá sínu landinu og hvort með sitt knattspyrnusambandið á bakvið sig. Og eins og alltaf þegar leikmenn færa sig á milli knattspyrnusambanda er fimm prósent af greiðslunni haldið eftir og deilt niður á uppeldisfélög viðkomandi leikmanns. Engir peningar fóru á milli handa Tottenham og Swansea þar sem velska félagið borgaði fyrir Gylfa með tveimur leikmönnum; bakverðinum Ben Davies og markverðinum MichelVorm. Þrátt fyrir það þurftu félögin að verðmeta söluna innan kerfisins FIFA svo hægt sé t.a.m. að greiða uppeldisfélögum Gylfa Þórs þá peninga sem þau eiga rétt á.Michel Vorm.vísir/gettyFram kom í fréttum að salan væri verðmetin á tíu milljónir punda, og samkvæmt heimildum Vísis er það nákvæmlega sú tala sem uppeldisfélög (félög sem viðkomandi leikmaður spilaði með frá 12-23 ára aldurs) allra leikmannanna sem um ræðir; Gylfa Þórs, Davies og Vorms, telja rétta. Tíu milljónir punda eru jafnvirði rétt tæpra tveggja milljarða króna, en FH á að fá hálft prósent af þeirri upphæð, Breiðablik eitt prósent, Reading tvö prósent og Hoffenheim 1,5 prósent. Samtals fimm prósent af söluverðinu. Sú upphæð átti að tryggja Blikum tæpar 20 milljónir króna og FH-ingum tæpar tíu milljónir króna, en kaupverðið sem upp er gefið er ekki tveir milljarðar króna. Ben Davies var verðlagður á sex milljónir punda en Vorm fór í rauninni án greiðslu. Heildarupphæðin sem uppeldisfélögin sem þurftu að miða við voru tæpir 1,2 milljarðar króna. FH-ingar fengu því 5,8 milljónir króna í sinn hlut og Blikar 11,6 milljónir króna. Reading fékk 23,2 milljónir og þýska félagið Hoffenheim 17,4 milljónir. Þetta kemur verst við hollenska félagið Utrecht sem fær ekki krónu í sinn hlut, en Michel Vorm spilaði með liðinu þegar hann var 22 og 23 ára, en þau ár gefa mest í prósentuhlutfalli. Samkvæmt heimildum Vísis leitar Utrecht nú réttar síns hjá FIFA, en hollenska félagið tekur ekki í mál að Vorm hafi verið seldur til Tottenham án greiðslu. Það vill fá hann verðlagðan á fjórar milljónir punda. Fari svo að Utrecht vinni málið fá Blikar og FH-ingar auka greiðslu; FH 3,8 milljónir króna og Breiðablik 7,7 milljónir. Í heildina voru íslensku félögin hlunnfarin um 11,5 milljónir króna vegna tombólusölu Swansea á Vorm, sem Utrecht ætlar sem fyrr segir ekki að láta kjurrt liggja.
Enski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira