Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Sindri Sverrisson skrifar 26. janúar 2025 10:29 Elliði Snær Viðarsson ræðir við Blaz Janc, fyrirliða Slóveníu. VÍSIR/VILHELM Íslendingar þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að Slóvenar mæti í sinn síðasta leik á HM í handbolta í kvöld án þess að leggja allt í sölurnar til þess að vinna nágranna sína í Króatíu. Þetta segir Blaz Janc, fyrirliði Slóvena og leikmaður Evrópumeistaraliðs Barcelona, og fleiri í slóvenska liðinu. Íslendingar og Slóvenar í Zagreb munu eflaust leggjast á eitt um að styðja Slóveníu til sigurs gegn Króatíu. Veðbankar telja Króata mun sigurstranglegri, eftir að þeir fóru illa með Ísland á föstudagskvöld og unnu 32-26 sigur, en Slóvenar, sem urðu í 6. sæti á EM fyrir ári síðan og komust í undanúrslit ÓL í París í fyrra, eru ekki hættir. Slóvenía á ekki lengur von um sæti í 8-liða úrslitum en ef liðið nær í stig gegn Króatíu í kvöld þá dugar Íslandi sigur gegn Argentínu í fyrsta leik dagsins, til að fylgja Egyptum í 8-liða úrslitin. Von Slóveníu um að komast í 8-liða úrslit hvarf með eins marks tapinu gegn Egyptalandi á föstudag, þar sem lokamark Slóvena fékk ekki að standa. „Það verður svo sannarlega erfitt að jafna sig á þessu tapi en við eigum El Clásico Balkanskagans fyrir höndum. Þó að þessi leikur geti ekki lengur tryggt okkur áfram í 8-liða úrslitin þá held ég að við þráum það allir að geta kvatt þetta mót með góðri frammistöðu,“ sagði Janc við Siol.net. „Við munum algjörlega leggja allt í sölurnar og ég get alveg lofað því að við munum berjast allt til enda. Það er ekkert sem toppar það að spila fyrir framan 15.000 áhorfendur við nágranna okkar í Króatíu, og við lofum að gefa okkur alla í þetta og halda fullkominni einbeitingu,“ sagði Janc. Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari Íslands er þó ekki bjartsýnn á að fá hjálp. Ef að Ísland vinnur Argentínu, klukkan 14:30 í dag, kemst liðið í 8-liða úrslit ef annað hvort Grænhöfðaeyjar ná í stig gegn Egyptalandi eða Slóvenía í stig gegn Króatíu í seinni leikjum dagsins. Von Íslands ætti því að geta lifað fram á kvöld. „Gerum allt til að eyðileggja partýið“ Uros Zorman, þjálfari Slóvena, segir alla pressuna vera á Króötum. „Við búumst við fullri höll. Króatarnir verða undir pressu því þeir verða að vinna til að komast í 8-liða úrslitin. Við spilum upp á heiðurinn í þessum síðasta leik okkar á mótinu. Besta leiðin til að kveðja mót er að vinna, og ég er viss um að mínir menn gefa allt í þennan grannaslag sem er aldrei einhver venjulegur leikur,“ sagði Zorman. Miha Zarabec tók í sama streng: „Það vilja allir svona leiki og við gerum allt til að eyðileggja partýið hjá Króötum. Það er best að spila án pressu. Við verðum að njóta leiksins og hafa í huga að ef við eigum ekki skilið að spila í 8-liða úrslitum þá eigi þeir það ekki skilið heldur. Við hugsum bara um eitt, að skemma fyrir þeim eins og við getum,“ sagði Zarabec. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Gengst við því að hafa gert mistök „Mér líður bara eins og eftir þungt högg. Þetta er erfitt. Þetta voru gríðarleg vonbrigði. Eftir góða leiki að ná ekki að fylgja því eftir. Að einn svona slakur hálfleikur geti verið svona dýr er leiðinlegt,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, í samtali við Vísi degi eftir slæmt tap fyrir Króatíu. 25. janúar 2025 13:13 HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli Það voru þyngsli í HM í dag eftir slaka frammistöðu strákanna okkar gegn Króatíu sem fer að líkindum langt með að senda þá heim. 25. janúar 2025 11:03 Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Ásgeir Örn Hallgrímsson fór yfir varnarleik íslenska karlalandsliðsins í handbolta í tapinu fyrir Króatíu, 32-26, í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar. 25. janúar 2025 09:06 Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Það er einn Íslendingur sem á hrós skilið eftir þungt kvöld í Zagreb. Því miður er það Dagur Sigurðsson. 24. janúar 2025 23:16 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira
Þetta segir Blaz Janc, fyrirliði Slóvena og leikmaður Evrópumeistaraliðs Barcelona, og fleiri í slóvenska liðinu. Íslendingar og Slóvenar í Zagreb munu eflaust leggjast á eitt um að styðja Slóveníu til sigurs gegn Króatíu. Veðbankar telja Króata mun sigurstranglegri, eftir að þeir fóru illa með Ísland á föstudagskvöld og unnu 32-26 sigur, en Slóvenar, sem urðu í 6. sæti á EM fyrir ári síðan og komust í undanúrslit ÓL í París í fyrra, eru ekki hættir. Slóvenía á ekki lengur von um sæti í 8-liða úrslitum en ef liðið nær í stig gegn Króatíu í kvöld þá dugar Íslandi sigur gegn Argentínu í fyrsta leik dagsins, til að fylgja Egyptum í 8-liða úrslitin. Von Slóveníu um að komast í 8-liða úrslit hvarf með eins marks tapinu gegn Egyptalandi á föstudag, þar sem lokamark Slóvena fékk ekki að standa. „Það verður svo sannarlega erfitt að jafna sig á þessu tapi en við eigum El Clásico Balkanskagans fyrir höndum. Þó að þessi leikur geti ekki lengur tryggt okkur áfram í 8-liða úrslitin þá held ég að við þráum það allir að geta kvatt þetta mót með góðri frammistöðu,“ sagði Janc við Siol.net. „Við munum algjörlega leggja allt í sölurnar og ég get alveg lofað því að við munum berjast allt til enda. Það er ekkert sem toppar það að spila fyrir framan 15.000 áhorfendur við nágranna okkar í Króatíu, og við lofum að gefa okkur alla í þetta og halda fullkominni einbeitingu,“ sagði Janc. Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari Íslands er þó ekki bjartsýnn á að fá hjálp. Ef að Ísland vinnur Argentínu, klukkan 14:30 í dag, kemst liðið í 8-liða úrslit ef annað hvort Grænhöfðaeyjar ná í stig gegn Egyptalandi eða Slóvenía í stig gegn Króatíu í seinni leikjum dagsins. Von Íslands ætti því að geta lifað fram á kvöld. „Gerum allt til að eyðileggja partýið“ Uros Zorman, þjálfari Slóvena, segir alla pressuna vera á Króötum. „Við búumst við fullri höll. Króatarnir verða undir pressu því þeir verða að vinna til að komast í 8-liða úrslitin. Við spilum upp á heiðurinn í þessum síðasta leik okkar á mótinu. Besta leiðin til að kveðja mót er að vinna, og ég er viss um að mínir menn gefa allt í þennan grannaslag sem er aldrei einhver venjulegur leikur,“ sagði Zorman. Miha Zarabec tók í sama streng: „Það vilja allir svona leiki og við gerum allt til að eyðileggja partýið hjá Króötum. Það er best að spila án pressu. Við verðum að njóta leiksins og hafa í huga að ef við eigum ekki skilið að spila í 8-liða úrslitum þá eigi þeir það ekki skilið heldur. Við hugsum bara um eitt, að skemma fyrir þeim eins og við getum,“ sagði Zarabec.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Gengst við því að hafa gert mistök „Mér líður bara eins og eftir þungt högg. Þetta er erfitt. Þetta voru gríðarleg vonbrigði. Eftir góða leiki að ná ekki að fylgja því eftir. Að einn svona slakur hálfleikur geti verið svona dýr er leiðinlegt,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, í samtali við Vísi degi eftir slæmt tap fyrir Króatíu. 25. janúar 2025 13:13 HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli Það voru þyngsli í HM í dag eftir slaka frammistöðu strákanna okkar gegn Króatíu sem fer að líkindum langt með að senda þá heim. 25. janúar 2025 11:03 Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Ásgeir Örn Hallgrímsson fór yfir varnarleik íslenska karlalandsliðsins í handbolta í tapinu fyrir Króatíu, 32-26, í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar. 25. janúar 2025 09:06 Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Það er einn Íslendingur sem á hrós skilið eftir þungt kvöld í Zagreb. Því miður er það Dagur Sigurðsson. 24. janúar 2025 23:16 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira
Gengst við því að hafa gert mistök „Mér líður bara eins og eftir þungt högg. Þetta er erfitt. Þetta voru gríðarleg vonbrigði. Eftir góða leiki að ná ekki að fylgja því eftir. Að einn svona slakur hálfleikur geti verið svona dýr er leiðinlegt,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, í samtali við Vísi degi eftir slæmt tap fyrir Króatíu. 25. janúar 2025 13:13
HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli Það voru þyngsli í HM í dag eftir slaka frammistöðu strákanna okkar gegn Króatíu sem fer að líkindum langt með að senda þá heim. 25. janúar 2025 11:03
Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Ásgeir Örn Hallgrímsson fór yfir varnarleik íslenska karlalandsliðsins í handbolta í tapinu fyrir Króatíu, 32-26, í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar. 25. janúar 2025 09:06
Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Það er einn Íslendingur sem á hrós skilið eftir þungt kvöld í Zagreb. Því miður er það Dagur Sigurðsson. 24. janúar 2025 23:16