Klara Mist er fimmti leikmaðurinn sem gengur raðir í Þróttar sem endaði í 5. sæti Bestu deildarinnar á síðustu leiktíð. Nú síðast samdi Mist Funadóttir við uppeldisfélagið en hún hafði fært sig yfir í Árbæinn eftir fá tækifæri í Laugardalnum.

Klara Mist verður 22 á árinu og er uppalin í Garðabæ. Hún gekk fyrst í raðir Fylkis á láni 2022 og skipti svo alfarið yfir. Eftir að Árbæingar féllu úr Bestu deildinni í haust sagði hún samningi sínum lausum og hefur nú samið í Laugardalnum til ársins 2027.
Ásamt þeim Klöru Mist og Mist hefur Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, sótt þær Þórdísi Elvu Ágústsdóttur frá Vaxjö í Svíþjóð, Unni Dóru Bergsdóttur frá Selfossi og Birnu Karen Kjartansdóttur frá Íslandsmeisturum Breiðabliks.
Þróttur fær Fram í heimsókn þegar Besta deild kvenna hefst þann 15. apríl næstkomandi.