Aftakaveður austur í Öræfum Gissur Sigurðsson skrifar 7. október 2014 13:57 Myndin tengist fréttinni ekki. vísir/vilhelm Aftakaveður geisaði austur í Öræfum síðdegis í gær og fóru björgunarsveitarmenn um svæðið á tíu tonna bryndreka til bjarga fólki í vanda. Engan sakaði í hamförunum, sem voru einhverjar þær verstu í langan tíma, að sögn heimamanna. Þeir komu meðal annars erlendu pari til hjálpar þar sem það sat bjargarlaust í bíl sínum skammt frá Skaftafelli, eftir að grjótfok hafði brotið tvær rúður í bílnum þannig að óveðrið buldi á þeim. Þau voru að vonum skelkuð en ómeidd að sögn Ármanns Guðmundssonar í björgunarsveitinni Kára. Þau voru vistuð á hótelinu í Skaftafelli. Þá fauk dráttarvagn, sem var aftan í stórum flutningabíl, á hliðina í vindhviðu og þurfti að koma honum út af veginum. Lítill rútubíll með tveimur mönnum um borð fauk svo á hliðina á þjóðveginum skammt frá Skaftafelli en hvorugan sakaði. Og þegar björgunarsveitarmenn sáu smárútu, fulla af fólki koma á móti sér og stefna inn í mesta veðurofsann, stöðvuðu þeir rútuna og beindu fólkinu á hótelið í Skaftafelli. Bæði Vegagerðin og Veðurstofan höfðu varað við mjög snörpum vindhviðum á þessu svæði í gær. Á meðan á þessu stóð í Öræfunum fóru björgunarmenn frá Höfn til að aðstoða erlenda ferðamenn sem sátu í föstum bíl sínum úti í á í grennd við bæinn Hoffell. Þegar björgunarmenn komu á vettvang var bíllinn mannlaus, en brátt kom í ljós að ferðamennirnir höfðu leitað húsaskjóls á næsta bæ og amaði ekkert að þeim. Veður Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Sjá meira
Aftakaveður geisaði austur í Öræfum síðdegis í gær og fóru björgunarsveitarmenn um svæðið á tíu tonna bryndreka til bjarga fólki í vanda. Engan sakaði í hamförunum, sem voru einhverjar þær verstu í langan tíma, að sögn heimamanna. Þeir komu meðal annars erlendu pari til hjálpar þar sem það sat bjargarlaust í bíl sínum skammt frá Skaftafelli, eftir að grjótfok hafði brotið tvær rúður í bílnum þannig að óveðrið buldi á þeim. Þau voru að vonum skelkuð en ómeidd að sögn Ármanns Guðmundssonar í björgunarsveitinni Kára. Þau voru vistuð á hótelinu í Skaftafelli. Þá fauk dráttarvagn, sem var aftan í stórum flutningabíl, á hliðina í vindhviðu og þurfti að koma honum út af veginum. Lítill rútubíll með tveimur mönnum um borð fauk svo á hliðina á þjóðveginum skammt frá Skaftafelli en hvorugan sakaði. Og þegar björgunarsveitarmenn sáu smárútu, fulla af fólki koma á móti sér og stefna inn í mesta veðurofsann, stöðvuðu þeir rútuna og beindu fólkinu á hótelið í Skaftafelli. Bæði Vegagerðin og Veðurstofan höfðu varað við mjög snörpum vindhviðum á þessu svæði í gær. Á meðan á þessu stóð í Öræfunum fóru björgunarmenn frá Höfn til að aðstoða erlenda ferðamenn sem sátu í föstum bíl sínum úti í á í grennd við bæinn Hoffell. Þegar björgunarmenn komu á vettvang var bíllinn mannlaus, en brátt kom í ljós að ferðamennirnir höfðu leitað húsaskjóls á næsta bæ og amaði ekkert að þeim.
Veður Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Sjá meira