Fótbolti

Balotelli ekki valinn í ítalska landsliðið | Pellé valinn

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Balotelli í leik með Liverpool
Balotelli í leik með Liverpool vísir/getty
Mario Balotelli framherji Liverpool var ekki valinn í ítalska landsliðið fyrir landsleikjavikuna í næstu viku. Graziano Pellé framherji Southampton var aftur á móti valinn í hópinn í fyrsta sinn.

Balotelli var í banni þegar Ítalía mætti Noregi í fyrstu umferð undankeppni Evrópumeistaramótsins í Frakklandi 2016 og því ekki í fyrsta landsliðshópi Antonio Conte og Balotelli hefur ekki sýnt nóg til að vera valinn nú.

Balotelli hefur ekki náð sér á strik hjá Liverpool en á sama tíma hefur Pellé farið mikinn og skorað fimm mörk í átta leikjum hjá Southampton og er hinn 29 ára gamli fyrrum framherji Feyenoord valinn í landsliðið í fyrsta sinn.

Svona er landsliðshópu Ítalíu gegn Aserbaídsjan og Möltu 10. og 13. október.

Goalkeepers: Buffon (Juventus), Perin (Genoa), Sirigu (Paris Saint Germain)

Defenders: Bonucci (Juventus), Chiellini (Juventus), Darmian (Torino), De Sciglio (Milan), Ogbonna (Juventus), Pasqual (Fiorentina), Ranocchia (Inter), Rugani (Empoli),

Midfielders: Aquilani (Fiorentina), Bonaventura (Milan), Candreva (Lazio), Florenzi (Roma), Marchisio (Juventus), Parolo (Lazio), Poli (Milan), Thiago Motta (Paris Saint Germain), Verratti (Paris Saint Germain)

Strikers: Destro (Roma), Giovinco (Juventus), Immobile (Borussia Dortmund), Osvaldo (Inter), Pellè (Southampton), Zaza (Sassuolo)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×