Landsliðsmaður vill hjálpa efnaminni foreldrum Anton Ingi Leifsson skrifar 18. október 2014 11:30 Vísir/Andri Marinó Jón Daði Böðvarsson, landsliðsframherji Íslands, hefur sett af stað Styrktarsjóð sem ber nafnið: Knattspyrna fyrir alla. Þar vill Jón Daði hjálpa þeim sem eiga minna á milli handanna að spila þessa fallegu íþrótt. „Ég var vanur að fara á flesta landsleik iþegar ég var yngri. Síðan er maður allt í einu farinn að spila í bláu treyjunni og ef ég ætti að reyna að setja upplifunina, hvernig það er að vera inni á vellinum, í orð þá er þetta adrenalínsprauta allar 90 mínúturnar – sérstaklega núna gegn Hollendingum. Stuðningurinn og hvatningin úr stúkunni var svo geggjuð,“ sagði Jón Daði í viðtali við Morgunblaðið. Jón Daði lýsir félagi hans í Noregi dálítið eins og Liverpool; miklar væntingar, en rætist lítið úr þeim. „Viking er svolítið líkt Liverpool á Englandi. Það eru gerðar alveg rosalega miklar væntingar til félagsins en svo verður lítið úr þeim. Það eru oft mikil vonbrigði eftir tímabilin. Þetta er lið sem stefnir á toppinn en það hefur ekki gengið undanfarin ár. Þetta er stór klúbbur og mikil pressa á leikmönnum liðsins.“ „Við byrjuðum vel, eiginlega alveg fáránlega vel. Svo skyndilega hvarf meðbyrinn og við erum búnir að tapa fimm leikjum í röð – sem er mjög dapurt. Það þarf að setjast niður eftir tímabilið og fara yfir hvað við þurfum að gera." „Ég hef ekkert heyrt. Ég er með umboðsmann og það er yfirleitt sest niður eftir tímabilið. Ég nenni ekki að pæla í næstu skrefum fyrr en tímabilið er búið, en ég er bjartsýnn á að það sé einhver áhugi.“„Þegar ég var gutti voru fjármál fjölskyldunnar ekkert brjálæðislega góð.“ Jón Daði hefur sett á laggirnar styrktarsjóð sem ber nafnið Knattspyrna fyrir alla þar sem hann vill hjálpa þeim sem minna mega sín að geta stundað knattspyrnu, þrátt fyrir fjárhag. „Ég þekki það alveg að það getur verið erfitt fyrir fjölskyldur að kaupa takkaskó og borga keppnisferðir fyrir krakka. Þegar ég var gutti voru fjármál fjölskyldunnar ekkert brjálæðislega góð. Það var stundum vesen að borga fyrirkeppnisferðir, takkaskór eru dýrir og allt þetta aukalega er mjög dýrt." „Mig langaði að geta hjálpað krökkum sem eru í þannig aðstæðum .Þetta er ekkert til að skammast sín fyrir. Sjóðurinn er ekki alveg kominn á koppinn en uppleggið er þannig að fólk mætir og sækir um styrk, svo er það metið og fólkinu rétt hjálparhönd." „Kannski vantar þessa litlu hluti sem geta samt verið svo stórir fyrir fólk sem er ekki með mikið á milli handanna. Þetta er dýr íþrótt og mikið tilstand á bak við hvert mót. Æfingar, gallar, takkaskór,nesti, þjálfarar, gisting og fleira. Þetta safnast saman og er ekkert endilega á allrafæri," sagði Jón Daði að lokum í samtali við Benedikt Bóas á Morgunblaðinu. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Nott. Forest - Arsenal | Tekst Forest að stela frá þeim ríku? Enski boltinn Fleiri fréttir Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Nott. Forest - Arsenal | Tekst Forest að stela frá þeim ríku? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Sjá meira
Jón Daði Böðvarsson, landsliðsframherji Íslands, hefur sett af stað Styrktarsjóð sem ber nafnið: Knattspyrna fyrir alla. Þar vill Jón Daði hjálpa þeim sem eiga minna á milli handanna að spila þessa fallegu íþrótt. „Ég var vanur að fara á flesta landsleik iþegar ég var yngri. Síðan er maður allt í einu farinn að spila í bláu treyjunni og ef ég ætti að reyna að setja upplifunina, hvernig það er að vera inni á vellinum, í orð þá er þetta adrenalínsprauta allar 90 mínúturnar – sérstaklega núna gegn Hollendingum. Stuðningurinn og hvatningin úr stúkunni var svo geggjuð,“ sagði Jón Daði í viðtali við Morgunblaðið. Jón Daði lýsir félagi hans í Noregi dálítið eins og Liverpool; miklar væntingar, en rætist lítið úr þeim. „Viking er svolítið líkt Liverpool á Englandi. Það eru gerðar alveg rosalega miklar væntingar til félagsins en svo verður lítið úr þeim. Það eru oft mikil vonbrigði eftir tímabilin. Þetta er lið sem stefnir á toppinn en það hefur ekki gengið undanfarin ár. Þetta er stór klúbbur og mikil pressa á leikmönnum liðsins.“ „Við byrjuðum vel, eiginlega alveg fáránlega vel. Svo skyndilega hvarf meðbyrinn og við erum búnir að tapa fimm leikjum í röð – sem er mjög dapurt. Það þarf að setjast niður eftir tímabilið og fara yfir hvað við þurfum að gera." „Ég hef ekkert heyrt. Ég er með umboðsmann og það er yfirleitt sest niður eftir tímabilið. Ég nenni ekki að pæla í næstu skrefum fyrr en tímabilið er búið, en ég er bjartsýnn á að það sé einhver áhugi.“„Þegar ég var gutti voru fjármál fjölskyldunnar ekkert brjálæðislega góð.“ Jón Daði hefur sett á laggirnar styrktarsjóð sem ber nafnið Knattspyrna fyrir alla þar sem hann vill hjálpa þeim sem minna mega sín að geta stundað knattspyrnu, þrátt fyrir fjárhag. „Ég þekki það alveg að það getur verið erfitt fyrir fjölskyldur að kaupa takkaskó og borga keppnisferðir fyrir krakka. Þegar ég var gutti voru fjármál fjölskyldunnar ekkert brjálæðislega góð. Það var stundum vesen að borga fyrirkeppnisferðir, takkaskór eru dýrir og allt þetta aukalega er mjög dýrt." „Mig langaði að geta hjálpað krökkum sem eru í þannig aðstæðum .Þetta er ekkert til að skammast sín fyrir. Sjóðurinn er ekki alveg kominn á koppinn en uppleggið er þannig að fólk mætir og sækir um styrk, svo er það metið og fólkinu rétt hjálparhönd." „Kannski vantar þessa litlu hluti sem geta samt verið svo stórir fyrir fólk sem er ekki með mikið á milli handanna. Þetta er dýr íþrótt og mikið tilstand á bak við hvert mót. Æfingar, gallar, takkaskór,nesti, þjálfarar, gisting og fleira. Þetta safnast saman og er ekkert endilega á allrafæri," sagði Jón Daði að lokum í samtali við Benedikt Bóas á Morgunblaðinu.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Nott. Forest - Arsenal | Tekst Forest að stela frá þeim ríku? Enski boltinn Fleiri fréttir Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Nott. Forest - Arsenal | Tekst Forest að stela frá þeim ríku? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Sjá meira