Íslenska stúlknalandsliðinu í hópfimleikum tókst ekki að verja Evrópumeistaratitil sinn á EM 2014 sem fram fer í sérútbúnu fimleikahöllinni í Laugardalnum, en úrslitakeppni unglinga fór fram í kvöld.
Okkar stúlkur stóðu sig með miklum sóma og fengu bronsverðlaun, en Danir hefndu fyrir síðasta mót og hirtu gullið. Íslensku stúlkurnar urðu einmitt Evrópumeistarar í Árósum fyrir tveimur árum síðan.
Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Laugardalnum í kvöld og náði þessum glæsilegu myndum af þessum flottu stúlkum sem sjá má í myndasyrpunni hér að neðan.
Brons-stúlkurnar á flugi í Höllinni | Myndir

Tengdar fréttir

Blandað lið unglinga fékk bronsið
Danir Evrópumeistarar í blönduðum flokki unglinga á EM 2014.

Íslensku stelpurnar eru spenntar fyrir morgundeginum
Úrslitin ráðast í kvennaflokki á EM í hópfimleikum á morgun, en keppt er í Frjálsíþróttahöllini í Laugardal, sem hefur verið breytt í fimleikahöll.

Sif: Við látum ekkert koma okkur úr jafnvægi
Íslenska kvennalandsliðið í hópfimleikum tryggði sér örugglega sæti í úrslitum EM í hópfimleikum í gær en liðið endaði í 2. sæti í undankeppninni.

Stúlkurnar fengu brons á EM
Unglingalandslið kvenna í hópfimleikum varði ekki Evrópumeistaratitilinn á heimavelli.

Sólveig: Höllin trylltist við hverja lendingu
Sólveig Bergsdóttir og félagar hennar í íslenska landsliðinu í hópfimleikum fengu góðan stuðning þegar undankeppni Evrópumótsins fór fram í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Íslenska liðið náði 2. sæti og tryggði sig örugglega inn í úrslitin.