Okkar stúlkur fengu í heildina 53,050 í einkunn (21,350 fyrir gólfæfingar, 15,40 fyrir æfingar á dýnu og 16,250 fyrir stökk).
Mikil spenna var undir lokin þegar aðeins áttu eftir að kynna einkunn Dana fyrir gólfæfingar og einkunn Íslands fyrir æfingar á dýnu.
Svo fór að Danirnir unnu nokkuð sannfærandi sigur og fögnuðu þær dönsku vel og innilega, enda horfðu þær upp á íslensku stúlkurnar hirða gullið á þeirra heimavelli fyrir tveimur árum.
Svíar höfnuðu í öðru sæti og fengu silfur, en Noregur, Finnland og Bretland komu í næstu sætum á eftir Íslandi.
Á morgun fer fram úrslitakeppni í fullorðnisflokki þar sem stelpurnar hafa einnig Evrópumeistaratitil að verja.
