Ari Freyr: Lendi örugglega einhvern tímann einn á einn á móti Robben Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2014 10:00 Ari Freyr Skúlason. Vísir/Vilhelm Ari Freyr Skúlason fær krefjandi verkefni í kvöld þegar íslenska karlalandsliðið tekur á móti bronsliði Hollendinga frá Heimsmeistaramótinu í Brasilíu síðasta sumar. Arjen Robben spilar vanalega út á hægri kantinum sem þýðir að það kemur væntanlega í hlut Ara að stoppa hann á Laugardalsvellinum í kvöld. „Það verður annaðhvort Robben eða einhver annar. Maður bara tekur því sem kemur," segir Ari en hann fylgdist eins og aðrir með því þegar Arjen Robben spilaði frábærlega með hollenska landsliðinu á HM í Brasilíu. „Þessi maður hjólaði sig fram og til baka í gegnum heimsmeistaramótið en okkar liðsheild mun glíma við þetta saman. Við munum hjálpa hverjum öðrum og það mun koma okkur áfram," segir Ari óhræddur. „Það kemur örugglega fyrir einhvern tímann að ég lendi einn á einn á móti Robben. Þetta verður krefjandi en mjög gaman," sagði Ari Freyr. Íslenska liðið hefur haldið hreinu í tveimur fyrstu leikjunum jafnframt því að skora sex mörk. „Þetta sýnir hvers konar liðsheild við erum með og leikmenn á borð við Gylfa og Kolla sem geta skorað hvenær sem er. Svo erum við þéttir til baka og duglegir að vinna fyrir hvern annan. Við erum búnir að vinna með það í tvö og hálft ár og nú erum við fara upp," sagði Ari. Ari fær mikið að taka þátt í sóknarleik íslenska liðsins. „Ég get ekki alltaf farið fram. Við þurfum að horfa á hvorn annan og sjá hver er framar því við megum ekki skilja Ragga og Kára eftir í súpunni," segir Ari Freyr og nefnir þar hinn bakvörðinn Theódór Elmar Bjarnason sem tekur líka virkan þátt í sóknarleiknum. En má hann eitthvað fara fram völlinn á móti Hollendingum í kvöld? „Því meira sem að maður sækir því meira þurfa þeir að verjast," svarar Ari kokhraustir og hann er ánægður í landsliðinu. „Þetta er gríðarlega gaman. Ég er búinn að vera með í þessu í þrjú ár og það er æðislegt að fá að kynnast þessum strákum og vera með þeim allan þennan tíma," sagði Ari. „Mér finnst taktíkin og leikirnir sjálfir hafa gengið upp hundrað prósent. Við tókum Tyrkina alveg útaf laginu með því hvernig við vorum sem liðsheild og svo tóku einstaklingsframtökin yfir í þessum þremur mörkum. Ef við höldum okkar striki áfram, trúum áfram á okkur og höldum áfram að berjast fyrir hvern annan þá mun þetta ganga vel," sagði Ari. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira
Ari Freyr Skúlason fær krefjandi verkefni í kvöld þegar íslenska karlalandsliðið tekur á móti bronsliði Hollendinga frá Heimsmeistaramótinu í Brasilíu síðasta sumar. Arjen Robben spilar vanalega út á hægri kantinum sem þýðir að það kemur væntanlega í hlut Ara að stoppa hann á Laugardalsvellinum í kvöld. „Það verður annaðhvort Robben eða einhver annar. Maður bara tekur því sem kemur," segir Ari en hann fylgdist eins og aðrir með því þegar Arjen Robben spilaði frábærlega með hollenska landsliðinu á HM í Brasilíu. „Þessi maður hjólaði sig fram og til baka í gegnum heimsmeistaramótið en okkar liðsheild mun glíma við þetta saman. Við munum hjálpa hverjum öðrum og það mun koma okkur áfram," segir Ari óhræddur. „Það kemur örugglega fyrir einhvern tímann að ég lendi einn á einn á móti Robben. Þetta verður krefjandi en mjög gaman," sagði Ari Freyr. Íslenska liðið hefur haldið hreinu í tveimur fyrstu leikjunum jafnframt því að skora sex mörk. „Þetta sýnir hvers konar liðsheild við erum með og leikmenn á borð við Gylfa og Kolla sem geta skorað hvenær sem er. Svo erum við þéttir til baka og duglegir að vinna fyrir hvern annan. Við erum búnir að vinna með það í tvö og hálft ár og nú erum við fara upp," sagði Ari. Ari fær mikið að taka þátt í sóknarleik íslenska liðsins. „Ég get ekki alltaf farið fram. Við þurfum að horfa á hvorn annan og sjá hver er framar því við megum ekki skilja Ragga og Kára eftir í súpunni," segir Ari Freyr og nefnir þar hinn bakvörðinn Theódór Elmar Bjarnason sem tekur líka virkan þátt í sóknarleiknum. En má hann eitthvað fara fram völlinn á móti Hollendingum í kvöld? „Því meira sem að maður sækir því meira þurfa þeir að verjast," svarar Ari kokhraustir og hann er ánægður í landsliðinu. „Þetta er gríðarlega gaman. Ég er búinn að vera með í þessu í þrjú ár og það er æðislegt að fá að kynnast þessum strákum og vera með þeim allan þennan tíma," sagði Ari. „Mér finnst taktíkin og leikirnir sjálfir hafa gengið upp hundrað prósent. Við tókum Tyrkina alveg útaf laginu með því hvernig við vorum sem liðsheild og svo tóku einstaklingsframtökin yfir í þessum þremur mörkum. Ef við höldum okkar striki áfram, trúum áfram á okkur og höldum áfram að berjast fyrir hvern annan þá mun þetta ganga vel," sagði Ari.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira