Á Suðurlandi eru vegir að mestu greiðfærir þó er hálka eða hálkublettir á nokkrum leiðum.
Það er hálka, hálkublettir eða snjóþekja nokkuð víða á Vesturlandi og Vestfjörðum einkum á fjallvegum. Einnig er skafrenningur á Gemlufallsheiði og Steingrímsfjarðarheiði. Þungfært er á Hrafnseyrarheiði og þæfingsfærð á Dynjandisheiði.
Á Norðurlandi vestra er víða hálka eða snjóþekja og einnig snjókoma á Öxnadalsheiði, Siglufjarðarvegi og í Ólafsfjarðarmúla. Snjóþekja og snjókoma er einnig austan Eyjafjarðar og að Mývatni en annars er hálka eða hálkublettir víðast hvar á vegum á Norðausturlandi.
Hálka eða snjóþekja eru á flestum vegum á Austurlandi og nokkur éljagangur en autt með ströndinni frá Reyðarfirði og suður um.
Hálka víða á landinu
Stefán Árni Pálsson skrifar
