Emil horfði til föður síns á himnum er hann fagnaði 26. október 2014 21:46 Emil öskrar til himins. Markið hans var einstaklega glæsilegt. vísir/getty Emil Hallfreðsson trylltist af gleði og virtist hreinlega tárast er hann skoraði eftir aðeins 25 sekúndur í leik í dag. Hann kom þá liði sínu, Hellas Verona, yfir gegn Napoli í ítalska boltanum. Því miður fyrir Emil og félaga hans þá reyndist glæsimark Emils vera skammgóður vermir því Verona tapaði leiknum, 6-2. Emil missti föður sinn á dögunum og tileinkaði honum augljóslega markið. Emil öskraði, horfði og benti til himins. „Kannski hefur pabbi verið með mér hérna í síðustu leikjum. Mig langaði að spila fyrir hann. Eftir hvern einasta leik finn ég fyrir nærveru hans í hjarta mínu,“ sagði hálfklökkur Emil Hallfreðsson við blaðamann Vísis að loknum fræknum sigri á Hollandi. Þá átti hann frábæran leik rétt eins og gegn Lettlandi. Hann skilaði sínu og rúmlega það fyrir landsliðið er hann gekk í gegnum erfiða tíma.Gleðin leyndi sér ekki.vísir/gettyEmil hefur verið mjög opinskár og einlægur við fjölmiðla eftir að faðir hans féll frá. Þetta sagði hann fyrir leikinn gegn Lettum. „Það var erfitt að þurfa að kveðja hann sem föður og minn besta vin í lífinu. Ég mun halda minningu hans á lofti en um leið halda áfram að lifa lífinu. Það hefði hann viljað. „Ég vissi ekki við hverju ég átti að búast en viðbrögð félagsins fannst mér ótrúleg. Félagið sendi frá sér afar fallega kveðju og leikmenn spiluðu með sorgarbönd fyrir pabba,“ segir Emil en stuðningsmannasveit landsliðsins, Tólfan, heiðraði einnig minningu Hallfreðs með gjöf. „Það þótti mér einstakt líka. Allt þetta var fallegt og styrkjandi og veitti mér bæði huggun og gleði.“ Emil sneri aftur til Ítalíu fyrir leik Hellas Verona gegn Cagliari á laugardaginn. Hann kom inn á sem varamaður og lagði upp sigurmarkið í 1-0 sigri. „Þegar ég labbaði út af eftir leikinn kölluðu allir stuðningsmennirnir nafnið mitt. Þá báru tilfinningarnar mig ofurliði og ég brast í grát,“ segir Emil. „Mér kom margt til hugar eftir leikinn enda hafði ég það að vana að hringja alltaf í kallinn eftir leik til að gera hann upp. Það var því ekkert símtal að þessu sinni.“vísir/getty Ítalski boltinn Tengdar fréttir Emil skoraði fyrsta markið í átta marka leik Emil Hallfreðsson skoraði fyrsta markið þegar Hellas Verona tapaði 6-2 fyrir Napoli á útivelli í ítölsku A-deildinni í fótbolta í kvöld. 26. október 2014 18:59 Emil: Fyrir mér er Guð enn raunverulegri en áður Vðbrögð knattspyrnuheimsins við fráfalli föður hans komu Emil Hallfreðssyni á óvart. Hann brast í grát þegar áhorfendur á Ítalíu kölluðu nafn hans. 9. október 2014 07:00 Mun spila af öllu hjarta fyrir pabba Tólfan færði landsliðsmanninum Emil Hallfreðssyni treyju til minningar um föður hans. 7. október 2014 22:45 Hjartnæm skilaboð Emils Emil Hallfreðsson segir að samúðarkveðjurnar hafi hjálpað til. 6. október 2014 11:09 Emil: Finn fyrir nærveru pabba í hjarta mínu eftir hvern leik "Kannski hefur pabbi verið með mér hérna í síðustu leikjum. Mig langaði að spila fyrir hann,“ sagði hálfklökkur Emil Hallfreðsson við blaðamann Vísis. 13. október 2014 21:34 Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Sjá meira
Emil Hallfreðsson trylltist af gleði og virtist hreinlega tárast er hann skoraði eftir aðeins 25 sekúndur í leik í dag. Hann kom þá liði sínu, Hellas Verona, yfir gegn Napoli í ítalska boltanum. Því miður fyrir Emil og félaga hans þá reyndist glæsimark Emils vera skammgóður vermir því Verona tapaði leiknum, 6-2. Emil missti föður sinn á dögunum og tileinkaði honum augljóslega markið. Emil öskraði, horfði og benti til himins. „Kannski hefur pabbi verið með mér hérna í síðustu leikjum. Mig langaði að spila fyrir hann. Eftir hvern einasta leik finn ég fyrir nærveru hans í hjarta mínu,“ sagði hálfklökkur Emil Hallfreðsson við blaðamann Vísis að loknum fræknum sigri á Hollandi. Þá átti hann frábæran leik rétt eins og gegn Lettlandi. Hann skilaði sínu og rúmlega það fyrir landsliðið er hann gekk í gegnum erfiða tíma.Gleðin leyndi sér ekki.vísir/gettyEmil hefur verið mjög opinskár og einlægur við fjölmiðla eftir að faðir hans féll frá. Þetta sagði hann fyrir leikinn gegn Lettum. „Það var erfitt að þurfa að kveðja hann sem föður og minn besta vin í lífinu. Ég mun halda minningu hans á lofti en um leið halda áfram að lifa lífinu. Það hefði hann viljað. „Ég vissi ekki við hverju ég átti að búast en viðbrögð félagsins fannst mér ótrúleg. Félagið sendi frá sér afar fallega kveðju og leikmenn spiluðu með sorgarbönd fyrir pabba,“ segir Emil en stuðningsmannasveit landsliðsins, Tólfan, heiðraði einnig minningu Hallfreðs með gjöf. „Það þótti mér einstakt líka. Allt þetta var fallegt og styrkjandi og veitti mér bæði huggun og gleði.“ Emil sneri aftur til Ítalíu fyrir leik Hellas Verona gegn Cagliari á laugardaginn. Hann kom inn á sem varamaður og lagði upp sigurmarkið í 1-0 sigri. „Þegar ég labbaði út af eftir leikinn kölluðu allir stuðningsmennirnir nafnið mitt. Þá báru tilfinningarnar mig ofurliði og ég brast í grát,“ segir Emil. „Mér kom margt til hugar eftir leikinn enda hafði ég það að vana að hringja alltaf í kallinn eftir leik til að gera hann upp. Það var því ekkert símtal að þessu sinni.“vísir/getty
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Emil skoraði fyrsta markið í átta marka leik Emil Hallfreðsson skoraði fyrsta markið þegar Hellas Verona tapaði 6-2 fyrir Napoli á útivelli í ítölsku A-deildinni í fótbolta í kvöld. 26. október 2014 18:59 Emil: Fyrir mér er Guð enn raunverulegri en áður Vðbrögð knattspyrnuheimsins við fráfalli föður hans komu Emil Hallfreðssyni á óvart. Hann brast í grát þegar áhorfendur á Ítalíu kölluðu nafn hans. 9. október 2014 07:00 Mun spila af öllu hjarta fyrir pabba Tólfan færði landsliðsmanninum Emil Hallfreðssyni treyju til minningar um föður hans. 7. október 2014 22:45 Hjartnæm skilaboð Emils Emil Hallfreðsson segir að samúðarkveðjurnar hafi hjálpað til. 6. október 2014 11:09 Emil: Finn fyrir nærveru pabba í hjarta mínu eftir hvern leik "Kannski hefur pabbi verið með mér hérna í síðustu leikjum. Mig langaði að spila fyrir hann,“ sagði hálfklökkur Emil Hallfreðsson við blaðamann Vísis. 13. október 2014 21:34 Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Sjá meira
Emil skoraði fyrsta markið í átta marka leik Emil Hallfreðsson skoraði fyrsta markið þegar Hellas Verona tapaði 6-2 fyrir Napoli á útivelli í ítölsku A-deildinni í fótbolta í kvöld. 26. október 2014 18:59
Emil: Fyrir mér er Guð enn raunverulegri en áður Vðbrögð knattspyrnuheimsins við fráfalli föður hans komu Emil Hallfreðssyni á óvart. Hann brast í grát þegar áhorfendur á Ítalíu kölluðu nafn hans. 9. október 2014 07:00
Mun spila af öllu hjarta fyrir pabba Tólfan færði landsliðsmanninum Emil Hallfreðssyni treyju til minningar um föður hans. 7. október 2014 22:45
Hjartnæm skilaboð Emils Emil Hallfreðsson segir að samúðarkveðjurnar hafi hjálpað til. 6. október 2014 11:09
Emil: Finn fyrir nærveru pabba í hjarta mínu eftir hvern leik "Kannski hefur pabbi verið með mér hérna í síðustu leikjum. Mig langaði að spila fyrir hann,“ sagði hálfklökkur Emil Hallfreðsson við blaðamann Vísis. 13. október 2014 21:34