Myndband sem NFL-leikmaðurinn Andrew Hawkins setti á Instagram hefur vakið talsverða athygli.
Þar hendir hann tveggja ára gömlum syni sínum út úr húsinu fyrir að segja að AJ Green sé uppáhaldsleikmaðurinn sinn.
Hawkins spilaði með Green hjá Cincinnati Bengals í fyrra en spilar nú með Cleveland. Þeir eru miklir félagar.
Þetta er þó allt í léttu gríni hjá Hawkins og ekki fyrsta fyndna myndbandið sem hann gerir með syninum.
Myndbandið umrædda má sjá hér að neðan.
Sport