Vilja færa og stækka Jökulsárbrú svo hún standist Bárðarbungu Kristján Már Unnarsson skrifar 21. október 2014 20:15 Gamla brúin er einbreið og frá árinu 1947. Ljósmynd/Pjetur. Vegagerðin hefur vegna ógnar frá Bárðarbungu ákveðið að endurhanna nýja brú á Jökulsá á Fjöllum við Grímsstaði. Velja á nýtt brúarstæði og smíða stærri brú sem líklegri er til að standast hamfarir.Svona átti nýja brúin að líta út. Nú er stefnt að því að hún verði lengri og hærri.Mynd/Vegagerðin.Það má kannski segja að gamla brúin sé orðin löggilt gamalmenni, 67 ára gömul, hún er einbreið og ber ekki þyngstu trukka. Vegagerðin var því búin að hanna nýja brú, sem átti að verða 230 metra löng og um hálfum kílómetra ofar í ánni og stóð til að bjóða verkið út nú í haust.Áformað var að nýja brúin kæmi hálfum kílómetra ofar í Jökulsá. Nú er rætt um að hún færist enn ofar.Mynd/Vegagerðin.Óróinn í Bárðarbungu varð hins vegar til þess að Vegagerðin ákvað að bíða með útboðið, enda er þetta talinn líklegastur farvegur jökulhlaups vegna eldgoss undir jökli, og nú hefur verið ákveðið endurskoða áformin.Hreinn Haraldsson vegamálastjóri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir í samtali við Stöð 2 að sú vinna sé þegar hafin. Bæði sé verið að skoða aðra útfærslu á brúnni og annað brúarstæði með tilliti til þeirra atburða sem séu í gangi og hugsanlegra flóða. Markmiðið er að ný brú á þessari mikilvægu samgönguæð, sjálfum hringveginum, geti staðið af sér hlaup og því vilja menn finna stað þar sem meira pláss verður til að beina vatninu framhjá brúnni. „Það er aðeins ofar í farveginum og lengri og hærri brú, sem miklu meiri líkur væri á að myndi standast hlaup, bæði meira pláss undir brúnni og líka auðveldara fyrir vatnið að fara sitt hvoru megin við hana,“ segir vegamálastjóri.Hraunið hefur nú í sex vikur verið að mjakast út í meginkvíslar Jökulsár á Fjöllum á Dyngjusandi. Kverkfjöll í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Bárðarbunga Tengdar fréttir Ný brú áformuð á Jökulsá á Fjöllum Vegagerðin áformar að smíði nýrrar brúar yfir stærsta fljót Norðurlands, Jökulsá á Fjöllum, hefjist fyrir lok næsta árs. 9. desember 2013 19:24 Vegir verða rofnir komi til flóðs Vegir við brýrnar yfir Jökulsá á Fjöllum verða rofnir komi til flóðs. Tæki eru til staðar í Öxarfirði og tæki eru á leiðinni að brúnni við Grímsstaði. 23. ágúst 2014 16:16 Brýrnar gætu sópast burt og Dettifoss sorfist niður Hrinan í Bárðarbungu er mjög öflug og full ástæða til að gera ráð fyrir eldgosi, að mati sérfræðings Veðurstofu Íslands. Viðvörun gagnvart alþjóðaflugi var í dag sett á næstefsta stig. 18. ágúst 2014 19:30 Smíði nýrrar brúar á Jökulsá í óvissu Vegamálastjóri segir líklegt að beðið verði með smíði nýrrar brúar yfir Jökulsá á Fjöllum meðan óvissa er um eldsumbrot og jökulhlaup. 27. ágúst 2014 22:00 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Sjá meira
Vegagerðin hefur vegna ógnar frá Bárðarbungu ákveðið að endurhanna nýja brú á Jökulsá á Fjöllum við Grímsstaði. Velja á nýtt brúarstæði og smíða stærri brú sem líklegri er til að standast hamfarir.Svona átti nýja brúin að líta út. Nú er stefnt að því að hún verði lengri og hærri.Mynd/Vegagerðin.Það má kannski segja að gamla brúin sé orðin löggilt gamalmenni, 67 ára gömul, hún er einbreið og ber ekki þyngstu trukka. Vegagerðin var því búin að hanna nýja brú, sem átti að verða 230 metra löng og um hálfum kílómetra ofar í ánni og stóð til að bjóða verkið út nú í haust.Áformað var að nýja brúin kæmi hálfum kílómetra ofar í Jökulsá. Nú er rætt um að hún færist enn ofar.Mynd/Vegagerðin.Óróinn í Bárðarbungu varð hins vegar til þess að Vegagerðin ákvað að bíða með útboðið, enda er þetta talinn líklegastur farvegur jökulhlaups vegna eldgoss undir jökli, og nú hefur verið ákveðið endurskoða áformin.Hreinn Haraldsson vegamálastjóri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir í samtali við Stöð 2 að sú vinna sé þegar hafin. Bæði sé verið að skoða aðra útfærslu á brúnni og annað brúarstæði með tilliti til þeirra atburða sem séu í gangi og hugsanlegra flóða. Markmiðið er að ný brú á þessari mikilvægu samgönguæð, sjálfum hringveginum, geti staðið af sér hlaup og því vilja menn finna stað þar sem meira pláss verður til að beina vatninu framhjá brúnni. „Það er aðeins ofar í farveginum og lengri og hærri brú, sem miklu meiri líkur væri á að myndi standast hlaup, bæði meira pláss undir brúnni og líka auðveldara fyrir vatnið að fara sitt hvoru megin við hana,“ segir vegamálastjóri.Hraunið hefur nú í sex vikur verið að mjakast út í meginkvíslar Jökulsár á Fjöllum á Dyngjusandi. Kverkfjöll í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Ný brú áformuð á Jökulsá á Fjöllum Vegagerðin áformar að smíði nýrrar brúar yfir stærsta fljót Norðurlands, Jökulsá á Fjöllum, hefjist fyrir lok næsta árs. 9. desember 2013 19:24 Vegir verða rofnir komi til flóðs Vegir við brýrnar yfir Jökulsá á Fjöllum verða rofnir komi til flóðs. Tæki eru til staðar í Öxarfirði og tæki eru á leiðinni að brúnni við Grímsstaði. 23. ágúst 2014 16:16 Brýrnar gætu sópast burt og Dettifoss sorfist niður Hrinan í Bárðarbungu er mjög öflug og full ástæða til að gera ráð fyrir eldgosi, að mati sérfræðings Veðurstofu Íslands. Viðvörun gagnvart alþjóðaflugi var í dag sett á næstefsta stig. 18. ágúst 2014 19:30 Smíði nýrrar brúar á Jökulsá í óvissu Vegamálastjóri segir líklegt að beðið verði með smíði nýrrar brúar yfir Jökulsá á Fjöllum meðan óvissa er um eldsumbrot og jökulhlaup. 27. ágúst 2014 22:00 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Sjá meira
Ný brú áformuð á Jökulsá á Fjöllum Vegagerðin áformar að smíði nýrrar brúar yfir stærsta fljót Norðurlands, Jökulsá á Fjöllum, hefjist fyrir lok næsta árs. 9. desember 2013 19:24
Vegir verða rofnir komi til flóðs Vegir við brýrnar yfir Jökulsá á Fjöllum verða rofnir komi til flóðs. Tæki eru til staðar í Öxarfirði og tæki eru á leiðinni að brúnni við Grímsstaði. 23. ágúst 2014 16:16
Brýrnar gætu sópast burt og Dettifoss sorfist niður Hrinan í Bárðarbungu er mjög öflug og full ástæða til að gera ráð fyrir eldgosi, að mati sérfræðings Veðurstofu Íslands. Viðvörun gagnvart alþjóðaflugi var í dag sett á næstefsta stig. 18. ágúst 2014 19:30
Smíði nýrrar brúar á Jökulsá í óvissu Vegamálastjóri segir líklegt að beðið verði með smíði nýrrar brúar yfir Jökulsá á Fjöllum meðan óvissa er um eldsumbrot og jökulhlaup. 27. ágúst 2014 22:00