Robben: Verð bara betri með aldrinum Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. október 2014 09:45 Arjen Robben verður í eldlínunni með Bayern gegn Roma í Meistaradeildinni í kvöld. vísir/getty Arjen Robben er einn af bestu knattspyrnumönnum heims í dag, en fyrir tveimur árum var allt niður á við hjá hollenska landsliðsmanninum. Bayern átti mögulega á að vinna þrennuna vorið 2012, en svo varð ekki og var Robben að stórum hluta kennt um það. Robben brenndi af víti í lykilleik gegn Dortmund sem á endanum færði lærisveinum Jürgens Klopps þýska Meistaratitilinn og þá brenndi hann einnig af úr víti í úrslitum Meistaradeildarinnar sem Chelsea vann. Bayern stóð uppi titlalaust. Hollendingurinn tók þátt í vináttuleik nokkrum dögum eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Allianz-vellinum og bauluðu stuðningsmenn Bayern á hann í hvert einasta skipti sem hann snerti boltann. Svo virtist sem hann væri á leið frá félaginu. En Robben sneri dæminu við og er nú búinn að vera frábær undanfarnar tvær leiktíðir. Á þeim tíma vann Bayern þýsku 1. deildinna tvisvar, bikarinn tvisvar, Meistaradeildina, heimsmeistarakeppni félagsliða og Stórbikar Evrópu. Þá skoraði hann úrslitamarkið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Dortmund. „Það sem kom fyrir mig er hluti af fóboltanum. Það mikilvæga er að trúa alltaf á sjálfan sig og vera jákvæður. Ég veit það er auðvelt að segja það eftir á, en svona er þetta bara,“ segir Robben í viðtali við Goal.com. „Maður verður að leggja mikið á sig og berjast fyrir sínu. Leiktíðin 2011/2012 var erfið, en lífið heldur áfram og við erum búnir að gera frábæra hluti síðan þá.“ „Þessi reynsla breytti mér ekkert sem persónu. Maður verður bara að nýta tækifærin í fótboltanum. Þegar maður er að spila vel og að vinna titla þá er lífið miklu betra,“ segir Robben sem er orðinn þrítugur og hefur líklega aldrei verið betri. „Kannski er þetta öðruvísi fyrir mig en aðra. Ég verð bara betri með aldrinum,“ segir Arjen Robben. Þýski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Sjá meira
Arjen Robben er einn af bestu knattspyrnumönnum heims í dag, en fyrir tveimur árum var allt niður á við hjá hollenska landsliðsmanninum. Bayern átti mögulega á að vinna þrennuna vorið 2012, en svo varð ekki og var Robben að stórum hluta kennt um það. Robben brenndi af víti í lykilleik gegn Dortmund sem á endanum færði lærisveinum Jürgens Klopps þýska Meistaratitilinn og þá brenndi hann einnig af úr víti í úrslitum Meistaradeildarinnar sem Chelsea vann. Bayern stóð uppi titlalaust. Hollendingurinn tók þátt í vináttuleik nokkrum dögum eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Allianz-vellinum og bauluðu stuðningsmenn Bayern á hann í hvert einasta skipti sem hann snerti boltann. Svo virtist sem hann væri á leið frá félaginu. En Robben sneri dæminu við og er nú búinn að vera frábær undanfarnar tvær leiktíðir. Á þeim tíma vann Bayern þýsku 1. deildinna tvisvar, bikarinn tvisvar, Meistaradeildina, heimsmeistarakeppni félagsliða og Stórbikar Evrópu. Þá skoraði hann úrslitamarkið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Dortmund. „Það sem kom fyrir mig er hluti af fóboltanum. Það mikilvæga er að trúa alltaf á sjálfan sig og vera jákvæður. Ég veit það er auðvelt að segja það eftir á, en svona er þetta bara,“ segir Robben í viðtali við Goal.com. „Maður verður að leggja mikið á sig og berjast fyrir sínu. Leiktíðin 2011/2012 var erfið, en lífið heldur áfram og við erum búnir að gera frábæra hluti síðan þá.“ „Þessi reynsla breytti mér ekkert sem persónu. Maður verður bara að nýta tækifærin í fótboltanum. Þegar maður er að spila vel og að vinna titla þá er lífið miklu betra,“ segir Robben sem er orðinn þrítugur og hefur líklega aldrei verið betri. „Kannski er þetta öðruvísi fyrir mig en aðra. Ég verð bara betri með aldrinum,“ segir Arjen Robben.
Þýski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Sjá meira