Lífið

Skrillex á Sónar Reykjavík

Stefán Árni Pálsson skrifar
Skrillex kemur fram á Sónar Reykjavík.
Skrillex kemur fram á Sónar Reykjavík. visir/getty/aðsend
Skrillex mun koma fram á Sónar Reykjavík 2015 en þetta kemur fram í tilkynningu frá Sónar Reykjavik. Fram kemur í tilkynningunni að Skrillex hafi umbreytt danstónlistarheiminum og orðið einn af allra vinsælustu tónlistarmönnum veraldar.

Skrillex hefur unnið til fjölda verðlauna, þ.m.t. sex Grammy verðlaun ásamt því að semja og útsetja lög fyrir skærustu stjörnur dagsins í dag.

Þýski danstónlistarmaðurinn, Paul Kalkbrenner kemur einnig fram á Sónar Reykjavík. Todd Terje hefur einnig staðfest komu sína og ennfremur Nina Kraviz, einn þekktast kvenplötusnúður heims.

Sænski rapparinn Yung Lean ásamt fylgisveinunum í Sad Boys koma til með að koma fram á hátíðinni sem og kvennatríóið Nisennenmondai, frá Japan.

Sónar Reykjavík hefur einnig kynnt fjöldann allan af íslenskum hljómsveitum sem eiga eftir að taka þátt á hátíðinni á næsta ári.

Þar má meðal annars nefna hljómsveitina Samaris, Mugison, Prins Póló, Uni Stefson og bróðir hans Logi Pedro ásamt hljómsveitt sinni Young Karin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×