Alfreð fékk ekki margar mínútur í tapi Sociedad Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2014 00:01 Alfreð Finnbogason. Vísir/Getty Alfreð Finnbogason þurfti að sætta sig að byrja á bekknum og það að koma ekki inná fyrr en á 84. mínútu þegar lið hans Real Sociedad tapaði 0-1 í kvöld á heimavelli á móti Málaga í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Staða Real Sociedad í botnbaráttunni batnaði ekki við þetta en liðið hefur nú ekki unnið í síðustu átta deildarleikjum sínum og aðeins náð í samtals sex stig í fyrstu tíu umferðunum. Stuðningsmenn liðsins púuðu líka á sína menn í San Sebastián í kvöld. Alfreð var búinn að byrja tvo síðustu leiki Real Sociedad en hann á enn eftir að skora fyrir liðið og það breytist að sjálfsögðu ekki á meðan hann þarf að dúsa svona mikið á bekknum. Jagoba Arrasate, þjálfari Real Sociedad, lét Carlos Vela byrja sem fremsta mann en framherjarnir Alfreð og Imanol Agirretxe byrjuðu báðir á bekknum. Fyrri hálfleikurinn var hrútleiðinlegur og bauð ekki upp á neitt spennandi en það var meira um að vera í seinni hálfleiknum. Juanmi skoraði mark Málága á 72. mínútu eftir skyndisókn og frábæran undirbúning Marokkómannsins Nordin Amrabat. Arrasate setti Imanol Agirretxe inn á völlinn á 67. mínútu og færði Carlos Vela út á kantinn en þjálfarinn var lengi að bæta við manni í sóknina. Alfreð hitaði heillengi upp á hliðarlínunni og fékk loksins að koma inná völlinn á 84. mínútu. Íslenski framherjinn fékk fimm mínútna uppbótartíma en tókst ekki að skora frekar en félögum hans. Alfreð lét strax finna fyrir sér og Real Sociedad skoraði fljótlega en markið var dæmt af vegna þess að Alfreð var dæmdur brotlegur. Málaga fékk besta færið eftir að Alfreð kom inná völlinn en Sergi Darder skaut þá í stöngina í uppbótartíma. Þjálfarastóll Jagoba Arrasate er nú orðinn sjóðheitur og það eru háværar sögusagnir í gangi um að hann verði rekinn og David Moyes, fyrrum stjóri Manchester United, taki við baskaliðinu í staðinn. Spænski boltinn Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjá meira
Alfreð Finnbogason þurfti að sætta sig að byrja á bekknum og það að koma ekki inná fyrr en á 84. mínútu þegar lið hans Real Sociedad tapaði 0-1 í kvöld á heimavelli á móti Málaga í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Staða Real Sociedad í botnbaráttunni batnaði ekki við þetta en liðið hefur nú ekki unnið í síðustu átta deildarleikjum sínum og aðeins náð í samtals sex stig í fyrstu tíu umferðunum. Stuðningsmenn liðsins púuðu líka á sína menn í San Sebastián í kvöld. Alfreð var búinn að byrja tvo síðustu leiki Real Sociedad en hann á enn eftir að skora fyrir liðið og það breytist að sjálfsögðu ekki á meðan hann þarf að dúsa svona mikið á bekknum. Jagoba Arrasate, þjálfari Real Sociedad, lét Carlos Vela byrja sem fremsta mann en framherjarnir Alfreð og Imanol Agirretxe byrjuðu báðir á bekknum. Fyrri hálfleikurinn var hrútleiðinlegur og bauð ekki upp á neitt spennandi en það var meira um að vera í seinni hálfleiknum. Juanmi skoraði mark Málága á 72. mínútu eftir skyndisókn og frábæran undirbúning Marokkómannsins Nordin Amrabat. Arrasate setti Imanol Agirretxe inn á völlinn á 67. mínútu og færði Carlos Vela út á kantinn en þjálfarinn var lengi að bæta við manni í sóknina. Alfreð hitaði heillengi upp á hliðarlínunni og fékk loksins að koma inná völlinn á 84. mínútu. Íslenski framherjinn fékk fimm mínútna uppbótartíma en tókst ekki að skora frekar en félögum hans. Alfreð lét strax finna fyrir sér og Real Sociedad skoraði fljótlega en markið var dæmt af vegna þess að Alfreð var dæmdur brotlegur. Málaga fékk besta færið eftir að Alfreð kom inná völlinn en Sergi Darder skaut þá í stöngina í uppbótartíma. Þjálfarastóll Jagoba Arrasate er nú orðinn sjóðheitur og það eru háværar sögusagnir í gangi um að hann verði rekinn og David Moyes, fyrrum stjóri Manchester United, taki við baskaliðinu í staðinn.
Spænski boltinn Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjá meira