Markasúpa Ronaldo og félaga | Myndband Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. nóvember 2014 12:30 Óhætt er að segja að spænska stórliðið Real Madrid hafi farið á kostum í undanförnum leikjum. Í gær unnu Evrópumeistararnir Rayo Vallecano 5-1 á heimavelli, en liðið hefur nú unnið 13 leiki í röð í öllum keppnum, skorað 52 mörk og aðeins fengið á sig átta. Mörkin úr leiknum í gær má sjá í spilaranum hér að ofan. Alls hefur Real Madrid skorað 42 mörk í 11 leikjum í spænsku úrvalsdeildinni í vetur, en rúm 60 ár eru síðan lið var komið með svo mörg mörk eftir 11 deildarleiki. Það gerðist síðast tímabilið 1950-51. Þá skoraði Real Madrid einnig 42 mörk í fyrstu 11 leikjunum, en heldur hægðist á markaskorinu eftir það. Real skoraði alls 80 mörk í 30 leikjum tímabilið 1950-51, en endaði samt í 9. sæti af 16 liðum. Athletic Bilbao á metið yfir flest mörk eftir 11 leiki í efstu deild á Spáni, en tímabilið 1930-31 skoruðu Baskarnir 49 mörk í fyrstu 11 umferðunum. Athletic skoraði alls 73 mörk það tímabil, í 18 leikjum, sem gera 4,1 mark að meðaltali í leik.Flest mörk eftir 11 umferðir í La Liga: Athletic Bilbao (1930-31) - 49 Sevilla (1940-41) - 46 Real Madrid (1950-51) - 42 Real Madrid (2014-15) - 42 Barcelona (1950-51) - 41Ronaldo og Benzema fagna marki í gær.Vísir/GettyCristiano Ronaldo er markahæsti leikmaður Real Madrid í deildinni til þessa, en Portúgalinn ótrúlegi er búinn að skora 18 mörk í aðeins tíu leikjum, sem gera tæplega tvö mörk að meðaltali í leik. Ronaldo skoraði fimmta og síðasta mark Real gegn Rayo Vallecano í gær og varð þar með fyrsti leikmaðurinn í sögu félagsins sem skorar í 10 deildarleikjum í röð. Karim Benzema kemur næstur með sex mörk, en hann skoraði eitt gegn Rayo Vallecano í gær og komst þar með upp í 14. sæti yfir markahæstu leikmenn Real Madrid frá upphafi. Frakkinn hefur nú skorað 122 mörk, en í gær fór hann fram úr Gonzalo Higuaín og Juanito á markalistanum. Benzema þarf þrjú mörk til að komast yfir næsta mann á listanum, Pahiño, sem skoraði 124 mörk fyrir Real á árunum 1948-1953.Þessir hafa skorað mörkin 42 fyrir Real Madrid í La Liga á tímabilinu: Cristiano Ronaldo - 18 Karim Benzema - 6 Gareth Bale - 5 James Rodríguez - 4 Javier Hernández - 3 Sergio Ramos - 2 Isco - 1 Pepe - 1 Luka Modric - 1 Toni Kroos - 1 Spænski boltinn Tengdar fréttir Þrettándi sigur Real í röð Ótrúleg sigurganga Real Madrid heldur áfram. 8. nóvember 2014 00:01 Ronaldo með sjö mörkum meira en allt Liverpool-liðið Cristiano Ronaldo og félagar í Real Madrid taka í kvöld á móti Liverpool í fjórðu umferð Meistaradeildarinnar og enska liðið mun örugglega eiga í fullu fangi með að hægja á portúgalska snillingnum í þessum leik. 4. nóvember 2014 15:30 Öll mörk gærkvöldsins í Meistaradeildinni Sjáðu umfjöllun um alla leiki gærkvöldsins í Meistaradeild Evrópu. 5. nóvember 2014 08:07 Varalið Liverpool tapaði aðeins með einu marki í Madrid Flestir bjuggust við því að Real Madrid myndi skora fjölda marka í kvöld er þeir sáu liðsuppstillinguna hjá Liverpool. Ekkert varð af markaveislunni en Liverpool tapaði samt. 4. nóvember 2014 11:23 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Sjá meira
Óhætt er að segja að spænska stórliðið Real Madrid hafi farið á kostum í undanförnum leikjum. Í gær unnu Evrópumeistararnir Rayo Vallecano 5-1 á heimavelli, en liðið hefur nú unnið 13 leiki í röð í öllum keppnum, skorað 52 mörk og aðeins fengið á sig átta. Mörkin úr leiknum í gær má sjá í spilaranum hér að ofan. Alls hefur Real Madrid skorað 42 mörk í 11 leikjum í spænsku úrvalsdeildinni í vetur, en rúm 60 ár eru síðan lið var komið með svo mörg mörk eftir 11 deildarleiki. Það gerðist síðast tímabilið 1950-51. Þá skoraði Real Madrid einnig 42 mörk í fyrstu 11 leikjunum, en heldur hægðist á markaskorinu eftir það. Real skoraði alls 80 mörk í 30 leikjum tímabilið 1950-51, en endaði samt í 9. sæti af 16 liðum. Athletic Bilbao á metið yfir flest mörk eftir 11 leiki í efstu deild á Spáni, en tímabilið 1930-31 skoruðu Baskarnir 49 mörk í fyrstu 11 umferðunum. Athletic skoraði alls 73 mörk það tímabil, í 18 leikjum, sem gera 4,1 mark að meðaltali í leik.Flest mörk eftir 11 umferðir í La Liga: Athletic Bilbao (1930-31) - 49 Sevilla (1940-41) - 46 Real Madrid (1950-51) - 42 Real Madrid (2014-15) - 42 Barcelona (1950-51) - 41Ronaldo og Benzema fagna marki í gær.Vísir/GettyCristiano Ronaldo er markahæsti leikmaður Real Madrid í deildinni til þessa, en Portúgalinn ótrúlegi er búinn að skora 18 mörk í aðeins tíu leikjum, sem gera tæplega tvö mörk að meðaltali í leik. Ronaldo skoraði fimmta og síðasta mark Real gegn Rayo Vallecano í gær og varð þar með fyrsti leikmaðurinn í sögu félagsins sem skorar í 10 deildarleikjum í röð. Karim Benzema kemur næstur með sex mörk, en hann skoraði eitt gegn Rayo Vallecano í gær og komst þar með upp í 14. sæti yfir markahæstu leikmenn Real Madrid frá upphafi. Frakkinn hefur nú skorað 122 mörk, en í gær fór hann fram úr Gonzalo Higuaín og Juanito á markalistanum. Benzema þarf þrjú mörk til að komast yfir næsta mann á listanum, Pahiño, sem skoraði 124 mörk fyrir Real á árunum 1948-1953.Þessir hafa skorað mörkin 42 fyrir Real Madrid í La Liga á tímabilinu: Cristiano Ronaldo - 18 Karim Benzema - 6 Gareth Bale - 5 James Rodríguez - 4 Javier Hernández - 3 Sergio Ramos - 2 Isco - 1 Pepe - 1 Luka Modric - 1 Toni Kroos - 1
Spænski boltinn Tengdar fréttir Þrettándi sigur Real í röð Ótrúleg sigurganga Real Madrid heldur áfram. 8. nóvember 2014 00:01 Ronaldo með sjö mörkum meira en allt Liverpool-liðið Cristiano Ronaldo og félagar í Real Madrid taka í kvöld á móti Liverpool í fjórðu umferð Meistaradeildarinnar og enska liðið mun örugglega eiga í fullu fangi með að hægja á portúgalska snillingnum í þessum leik. 4. nóvember 2014 15:30 Öll mörk gærkvöldsins í Meistaradeildinni Sjáðu umfjöllun um alla leiki gærkvöldsins í Meistaradeild Evrópu. 5. nóvember 2014 08:07 Varalið Liverpool tapaði aðeins með einu marki í Madrid Flestir bjuggust við því að Real Madrid myndi skora fjölda marka í kvöld er þeir sáu liðsuppstillinguna hjá Liverpool. Ekkert varð af markaveislunni en Liverpool tapaði samt. 4. nóvember 2014 11:23 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Sjá meira
Ronaldo með sjö mörkum meira en allt Liverpool-liðið Cristiano Ronaldo og félagar í Real Madrid taka í kvöld á móti Liverpool í fjórðu umferð Meistaradeildarinnar og enska liðið mun örugglega eiga í fullu fangi með að hægja á portúgalska snillingnum í þessum leik. 4. nóvember 2014 15:30
Öll mörk gærkvöldsins í Meistaradeildinni Sjáðu umfjöllun um alla leiki gærkvöldsins í Meistaradeild Evrópu. 5. nóvember 2014 08:07
Varalið Liverpool tapaði aðeins með einu marki í Madrid Flestir bjuggust við því að Real Madrid myndi skora fjölda marka í kvöld er þeir sáu liðsuppstillinguna hjá Liverpool. Ekkert varð af markaveislunni en Liverpool tapaði samt. 4. nóvember 2014 11:23