Fótbolti

Hodgson óánægður með NFL-leikinn á Wembley

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, segir það galið að NFL-deildin fái Wembley-leikvanginn til afnotar aðeins sex dögum fyrir leik í undankeppni EM 2016.

England mætir Slóveníu á Wembley í næstu viku en á sunnudag fer fram viðureign Jacksonville Jaguars og Dallas Cowboys.

„Það var engin von til þess að ég yrði ánægður með þetta fyrirkomulag,“ sagði Hodgson. „Ef ég hefði verið spurður hvort með þetta gott eða slæmt þá hefði ég valið síðari kostinn.“

„Ásigkomulag vallarins er hvort eð er ekki upp á sitt besta og við erum allir óánægðir með það.“

Alls fara þrír NFL-leikir fram á Wembley-leikvanginum í ár en fyrsti leikurinn fór þar fram árið 2007. Aðrir þrír leikir munu svo fara fram á vellinum á næsta tímabili og einn þeirra aðeins fimm dögum fyrir viðureign Englands og Eistlands í undankeppni EM 2016.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×