Sport

Enginn fangelsisdómur fyrir að flengja með trjágrein

Peterson kemst kannski í búning á næstunni.
Peterson kemst kannski í búning á næstunni. vísir/getty
NFL-hlauparinn Adrian Peterson játaði sig sekan í barnaníðingsmáli en þó með þeim formerkjum að hann þyrfti ekki að fara í fangelsi.

Kæran var milduð og hann fær ekki á sakaskrána að hafa lamið barn. Peterson flengdi son sinn með trjágrein og var settur í bann af NFL-deildinni þar til málinu væri lokið.

Forráðamenn NFL-deildarinnar eru nú að fara yfir málið en fastlega er reiknað með því að hann fái leyfi til þess að spila með Minnesota Vikings á nýjan leik.

Ef hann fær það leyfi þá er spurning hvaða forráðamenn Vikings gera. Mál Peterson hefur þegar skaðað félagið mikið og nokkrir styrktaraðilar yfirgáfu félagið.

Félagar Peterson hjá Vikings eru aftur á móti meira en til í að fá hann aftur. Þeir segjast vita hver hann er.

„Við höfum staðið með honum allan tímann og það væri bilun að taka ekki vel á móti honum ef hann kemur aftur. Það myndi kveikja vel í öllum að fá hann inn á ný," sagði innherjinn Kyle Rudolph.

Peterson er einn besti hlaupari deildarinnar og þar af leiðandi ein af stærstu stjörnunum í deildinni.

NFL

Tengdar fréttir

Peterson spilar ekki með Vikings á næstunni

Mál hlauparans Adrian Peterson tóku óvæntan snúning í gærkvöld þegar félag hans, Minnesota Vikings, ákvað að halda honum áfram fyrir utan liðið.

Peterson segist ekki vera barnaníðingur

Það er fast sótt að einni stærstu stjörnu NFL-deildarinnar, Adrian Peterson, þessa dagana eftir að hann lamdi son sinn með trjágrein.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×