Á vefsíðunni Domestic Bliss Squared er að finna gott húsráð varðandi það hvernig laga má rispur í viðarhúsgögnum.
Það eina sem þarf er ¼ bolli af ediki og ¾ bolli af ólífuolíu. Þessu er einfaldlega blandað saman og svo borið á viðinn með tusku.
Eins og sjá má á myndinni virkar blandan vel og sér ekki lengur á borðinu að það hafi verið rispað.
Húsráð: Hvernig laga má rispur á viðarhúsgögnum
Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
