Scholes um stöðu Liverpool: Gerrard er ekki ánægður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2014 16:00 Steven Gerrard kemur hér inn fyrir Lucas Leiva. Vísir/Getty Paul Scholes, fyrrum leikmaður Manchester United, var einn af þeim sem gagnrýndi liðsval Brendan Rodgers, knattspyrnustjóra Liverpool, í Meistaradeildarleiknum á móti Real Madrid í gær. Paul Scholes starfar í dag sem knattspyrnuspekingur á ITV-sjónvarpstöðinni og hann telur að fyrirliðin Steven Gerrard sé örugglega ekki ánægður með þá ákvörðun Brendan Rodgers að stilla upp hálfgerðu varaliði. Steven Gerrard, Jordan Henderson, Raheem Sterling, Mario Balotelli og Coutinho byrjuðu allir á bekknum í leiknum sem Liverpool slapp með 1-0 tap þrátt fyrir stórsókn Real Madrid allan tímann. „Hann hætti í enska landsliðinu til þess að geta spilað leiki eins og þennan. Ég er því viss um að hann er ekki ánægður í kvöld," sagði Paul Scholes. Steven Gerrard er orðinn 34 ára gamall en Liverpool mætir síðan toppliði Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn og Brendan Rodgers var örugglega með þann leik í huga. „Ég tel að Steven Gerrard hefði vel getað spilað þennan leik og svo aftur á laugardaginn. Það er bara þriðjudagskvöld. Hann fær tvo heila daga í hvíld og svo getur hann æft á föstudaginn og spilað á laugardaginn. Svo bíður hans tveggja vikna frí," sagði Paul Scholes en eftir leikinn á laugardaginn tekur við landsleikjahlé. Paul Scholes nefndi það einnig að Brendan Rodgers hafi einungis farið inn í þennan leik á Santiago Bernabeu í gær til þess að forðast stórtap. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira
Paul Scholes, fyrrum leikmaður Manchester United, var einn af þeim sem gagnrýndi liðsval Brendan Rodgers, knattspyrnustjóra Liverpool, í Meistaradeildarleiknum á móti Real Madrid í gær. Paul Scholes starfar í dag sem knattspyrnuspekingur á ITV-sjónvarpstöðinni og hann telur að fyrirliðin Steven Gerrard sé örugglega ekki ánægður með þá ákvörðun Brendan Rodgers að stilla upp hálfgerðu varaliði. Steven Gerrard, Jordan Henderson, Raheem Sterling, Mario Balotelli og Coutinho byrjuðu allir á bekknum í leiknum sem Liverpool slapp með 1-0 tap þrátt fyrir stórsókn Real Madrid allan tímann. „Hann hætti í enska landsliðinu til þess að geta spilað leiki eins og þennan. Ég er því viss um að hann er ekki ánægður í kvöld," sagði Paul Scholes. Steven Gerrard er orðinn 34 ára gamall en Liverpool mætir síðan toppliði Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn og Brendan Rodgers var örugglega með þann leik í huga. „Ég tel að Steven Gerrard hefði vel getað spilað þennan leik og svo aftur á laugardaginn. Það er bara þriðjudagskvöld. Hann fær tvo heila daga í hvíld og svo getur hann æft á föstudaginn og spilað á laugardaginn. Svo bíður hans tveggja vikna frí," sagði Paul Scholes en eftir leikinn á laugardaginn tekur við landsleikjahlé. Paul Scholes nefndi það einnig að Brendan Rodgers hafi einungis farið inn í þennan leik á Santiago Bernabeu í gær til þess að forðast stórtap.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira