Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Haukar 99-73 | Stórsigur Stjörnunnar Ingvi Þór Sæmundsson í Ásgarði skrifar 3. nóvember 2014 15:37 Úr leik liðanna í kvöld. Vísir/andri Stjarnan komst í kvöld í 16-liða úrslit Powerade-bikarsins í körfubolta eftir öruggan 26 stiga sigur á Haukum í Ásgarði. Lokatölur 99-73, Stjörnunni í vil. Stjörnumenn voru einfaldlega miklu betra liðið í kvöld og unnu mjög svo sanngjarnan sigur. Sóknarleikur þeirra var beittur og vel útfærður og Haukarnir áttu fá svör við leik Garðbæinga í kvöld. Stjörnumenn tóku völdin strax í fyrsta leikhluta. Sóknarleikurinn gekk ljómandi vel, Garðbæingar fráköstuðu vel og í vörninni höfðu þeir góðar gætur á Alex Francis sem hefur spilað geysilega vel með Haukum í upphafi tímabils. Stjarnan náði mest 13 stiga forystu í fyrsta leikhluta, 24-11, en staðan að honum loknum var 26-17. Haukur Óskarsson var sá eini sem var með lífsmarki í sóknarleik gestanna, en hann skoraði níu stig í fyrsta leikhluta. Haukarnir bættu leik sinn töluvert eftir því sem leið á annan leikhluta eftir að heimamenn höfðu verið með undirtökin framan af honum. Vörn gestanna þéttist og skotnýting Stjörnumanna datt niður seinni part leikhlutans. Í sókninni voru Haukar duglegir að sækja villur og koma sér á vítalínuna. Vítanýtingin var hins vegar ekkert til að hrópa húrra yfir, eða aðeins 43,8. Þar munaði mest um slaka nýtingu Francis sem nýtti aðeins tvö af átta vítaskotum sínum í fyrri hálfleik. Hann var samt sem áður stigahæstur Haukamanna í leikhléi með 12 stig. Haukur kom næstur með tíu stig, en Emil Barja, leikstjórnandinn knái, lét óvenju lítið að sér kveða í fyrri hálfleik og sömu sögu var að segja af Kára Jónssyni. Dagur var stigahæstur heimamanna með 15 stig, Justin Shouse kom næstur með níu stig. Jarrid Frye skoraði átta stig, en skotnýting hans var ekki góð. Þá skoraði Ágúst Angantýsson fimm stig og reif niður átta fráköst, auk þess sem hann spilaði góða vörn á Francis. Átta stiga munur var á liðunum þegar þau gengu til búningsherbergja, 45-37, en heimamenn byrjuð seinni hálfleikinn frábærlega og enginn betur en Marvin Valdimarsson sem var í villuvandræðum í fyrri hálfleik. Hann skoraði sjö stig á skömmum tíma og félagar hans fylgdu fordæmi hans. Stjörnumenn settu niður fjóra þrista fyrri part þriðja leikhluta og náðu mest 22 stiga forystu. Vörnin hjá Haukum var ekki til staðar og Stjörnumenn skoruðu að vild. Þeir skoruðu alls 32 stig í þriðja leikhluta og leiddu að honum loknum með 20 stigum, 77-57. Heimamenn kláruðu svo leikinn með því að skora tólf fyrstu stig fjórða leikhluta og ná 31 stigs forystu. Eftir það var aðeins spurning hversu mikill munurinn yrði. Þegar uppi var staðið var hann 26 stig, 99-73. Dagur átti frábæran leik í liði Stjörnunnar, var mjög beittur í sókninni og skoraði alls 24 stig. Frye átti flottan seinni hálfleik og lauk leik með 22 stig, sjö fráköst og fimm stoðsendingar. Marvin lagði 14 stig í púkkið og Justin 11. Ágúst stóð einnig heldur betur fyrir sínu eins og fyrr sagði. Hann spilaði hörkuvörn, skoraði átta stig og tók tíu fráköst. Haukur stóð upp úr í liði Hauka, en hann var stigahæstur Hafnfirðinga með 19 stig. Þá skoraði Francis 18 stig, tók níu fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Hann átti hins vegar í stórkostlegum vandræðum á vítalínununni og nýtti aðeins tvö af tólf vítaskotum sínum í leiknum.Hrafn: Okkar besti leikur á tímabilinu Hrafn Kristjánsson var að vonum sáttur eftir öruggan sigur Stjörnunnar á Haukum í 32-liða úrslitum Powerade-bikarsins í kvöld. Hann sagði Stjörnumenn hafa leikið sinn besta leik á tímabilinu. „Við höfum alltaf vitað að við erum með hörkulið. Eftir byrjunarörðugleika höfum við þétt okkur með hverjum leikjum og við náðum heilsteyptum leik á báðum endum vallarins í kvöld. Þetta var okkar besti leikur það sem af er tímabili,“ sagði Hrafn, en hvað lagði grunninn að sigrinum í kvöld? „Mér fannst varnarleikurinn, sérstaklega í þriðja leikhluta, vera það sem gerði útslagið. Mér fannst varnarleikur Ágústs Angantýssonar á Bandaríkjamanninn þeirra vera alveg einstakur og hann þurfti svo sannarlega að hafa fyrir sínum stigum. Einbeitingarstigið hjá okkur var frábært.“ Stjarnan leiddi með átta stigum í leikhléi, en Garðbæingar gengu frá leiknum með frábærri byrjun á seinni hálfleik. „Þetta er hugarfar sem maður vill reyna að koma að hjá sínum liðum. Við vorum sáttir í hálfleik, með tempóið sem við settum upp og hvernig leikurinn var. Og við vissum hvaða atriði við þyrftum að laga til að sigla sigrinum í höfn. „En ég tek ekkert af Haukunum. Ég ber ótrúlega mikla virðingu fyrir þesus félagi. Þetta eru allt uppaldir strákar sem hafa spilað í báðum deildum og hafa alltaf staðið við sínar skuldbindingar gagnvart félaginu. „Þeir eru góðir og við þurftum toppleik til að vinna þá í kvöld. Þeir eiga eftir að fara yfir þennan leik og þetta verður allt annað á fimmtudaginn,“ sagði Hrafn að lokum, en Stjarnan og Hukar mætast að nýju í Domino's deildinni á fimmtudaginn kemur.Ívar: Það þurfa allir að hugsa sinn gang Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, var ómyrkur í máli eftir tap sinna manna gegn Stjörnunni í Ásgarði í kvöld. „Við vorum flengdir í kvöld og vorum einhvern veginn ekki tilbúnir í þennan leik. Það sést á atriðum eins og hvort liðið er tilbúið að henda sér á eftir boltum, á vítaskotum og fleiru. Þeir unnu allt þetta. „Í fyrri hálfleik misstum við manninn framhjá okkur ítrekað í einn á móti einum stöðu. Við töluðum um að laga það og þá skutu þeir bara þriggja stiga skotum á okkur og hittu úr öllu, á meðan við hittum ekki úr neinu. „En það er rétt, varnarleikurinn var skelfilegur hjá okkur í dag og við létum þá taka okkur út úr öllum stöðum, bæði sóknar- og varnarlega,“ sagði Ívar var ósáttur með hvernig hans menn byrjuðu seinni hálfleikinn, en Stjarnan leiddi í leikhléi með átta stigum, 45-37. „Þetta var leikur í hálfleik, en þeir kláruðu okkur í byrjun seinni hálfleiks. Við gáfum þeim frí skot og fórum í þeirra leik,“ sagði Ívar sem vonast eftir betri frammistöðu á fimmtudaginn þegar Stjarnan og Haukar mætast á nýjan leik. „Eins og lokatölurnar sýna þurfum við að bæta heilmikið. Við vorum skelfilegir í dag og það þurfa allir að hugsa sinn gang og við þurfum að laga fullt af hlutum.“Leik lokið | 99-73 | Öruggur Stjörnusigur í höfn. Garðbæingar eru því komnir áfram í 16-liða úrslit Poweade-bikarsins.38. mín | 96-71 | Haukur eru aðeins að laga stöðuna. Stjörnumenn hafa gefið aðeins eftir, sem skiljanlegt er.37. mín | 94-65 | Hjálmar Stefánsson skorar sín fyrstu stig. Hrafn er byrjaður að tæma bekkinn og yngri leikmenn eru komnir inn á.35. mín | 89-59 | Munurinn er kominn upp í 30 stig. Sæmundur stráir salti í sár Hauka með því að verja skot Kristjáns Leifs Sverrissonar undir körfunni.33. mín | 84-57 | Heimamenn eru að vinna fjórða leikhlutann 9-0. Þeir eru á leiðinni áfram.31. mín | 82-57 | 25 stiga munur. Brekkan er ansi brött fyrir gestina.Þriðja leikhluta lokið | 77-57 | Dagur stelur boltanum af Kára og skorar lokakörfu þriðja leikhluta. Hann er kominn með 22 stig, en Frye kemur næstur með 17 stig. 20 stiga munur á liðunum. Haukar verða að spila betri vörn ef þeir ætla sér áfram í 16-liða úrslitin.29. mín | 71-53 | Haukur minnkar muninn í 18 stig. Hann er stigahæstur Hafnfirðinga með 17 stig. Francis er einungis kominn með tvö stig í seinni hálfleik.26. mín | 69-49 | Vörnin hjá Haukum er handónýt hér í upphafi seinni hálfleiks. Tveir þristar hjá Emil og Hauki koma í veg fyrir að munurinn sé enn meiri.24. mín 60-43 | Frye kemur Stjörnunni 17 stigum yfir með sínum fyrsta þrist og Ágúst eykur muninn í 20 stig með því að leika sama leik.23. mín |57-41 | Stjörnumenn byrja seinni hálfleikinn miklu betur. Marvin er kominn með sjö stig í seinni hálfleik.Seinni hálfleikur hafinn | 48-37 | Dagur opnar seinni hálfleikinn með ljómandi fínni þriggja stiga körfu.Fyrri hálfleik lokið | 45-37 | Lokaskot Justins geigar. Átta stiga munur í leikhléi, en Haukarnir enduðu annan leikhluta ágætlega eftir að hafa lent mest 13 stigum undir. Dagur er stigahæstur Stjörnumanna með 15 stig, Justin kemur næstur með níu stig og Frye er kominn með átta. Francis er atkvæðamestur Hauka með 12 stig, átta fráköst og fjórar stoðsendingar. Haukur kemur næstur með tíu stig.20. mín |45-37 | Átta stiga munur þegar um 23 sekúndur eru eftir af hálfleiknum. Stjörnumenn eiga boltann.19. mín | 40-33 | Helgi minnkar muninn í sjö stig af vítalínunni. Haukar hafa verið duglegir að sækja villur og koma sér á línuna á síðustu mínútum. Skotin hjá Stjörnunni eru ekki að detta þessa stundina.17. mín | 38-28 | Frye skorar með fallegu stökkskoti en Helgi svarar með iðnaðarkörfu.16. mín | 36-26| Marvin brýtur á Emil í þriggja stiga skoti. Hann er kominn með þrjár villur og kemur væntanlega ekki meira við sögu í fyrri hálfleik. Emil setur tvö vítanna niður.14. mín | 31-21 | Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, tekur leikhlé. Hans menn eru með tólf stiga forskot, þrátt fyrir að Frye sé úti á túni það sem af er. Hann er aðeins með fjögur stig, og það úr átta skotum.13. mín | 31-21 | Kári skorar sín fyrstu stig. Haukar þurfa meira frá honum, líkt og fleiri leikmönnum.12. mín |28-19 | Frye skorar sína aðra körfu, en Francis svarar að bragði. Enn er níu stiga munur á liðunum.Fyrsta leikhluta lokið | 26-17 | Níu stiga munur. Haukarnir enduðu leikhlutann á 6-2 spretti. Dagur er stigahæstur Garðbæinga með níu stig, Justin er kominn með sjö og Marvin fimm. Haukur er atkvæðamestur gestanna með átta stig. Francis er með fjögur stig, fjögur fráköst og þrjár stoðsendingar.9. mín | 24-11 | Justin kemur Stjörnunni 13 stigum yfir. Hann er kominn með sjö stig.7. mín | 19-9 | Leikhlé. Tíu stiga munur sem gæti verið meiri, en Jarrid Frye er búinn að brenna af tveimur dauðafærum í hraðaupphlaupum. Stjarnan leiðir 11-6 í fráköstunum.6. mín | 17-7 | Justin kemur inn með látum. Kominn með fimm stig. Tíu stiga munur. Stjörnumenn frákasta betur hér í byrjun.5. mín | 12-6 | Marvin fær sína aðra villu og fer af velli. Justin kemur inn á.4. mín | 12-6 | Stjörnumenn byrja betur. Marvin setti niður þrist nú rétt í þessu.2. mín | 3-3 | Dagur Kár skorar eftir hraðaupphlaup en Haukur jafnar leikinn með þristi.Leikur hafinn | 1-0 | Jón Orri skorar fyrsta stig leiksins af vítalínunni.Fyrir leik: Þetta fer að hefjast. Marvin, Ágúst, Dagur, Frye og Jón Orri skipa byrjunarlið Stjörnunnar. Emil, Kári, Helgi, Haukur og Francis byrja inn á hjá Haukum.Fyrir leik: Fiskikóngurinn hefur ekki látið sjá sig, en hann er vanur að sjá um tónlistina hér í Ásgarði. Mikið að gera í fisksölunni væntanlega.Fyrir leik: Dagur Kár Jónsson er stigahæstur Stjörnumanna það sem af er tímabili með 20,8 stig að meðaltali í leik. Hann hefur einnig gefið flestar stoðsendingar að meðaltali, eða 4,8 talsins. Dagur þurfti að taka á sig aukna ábyrgð í byrjun móts vegna meiðsla Justins Shouse. Sá síðarnefndi er þó kominn á ferðina á ný og hefur leikið tvo síðustu leiki Stjörnunnar.Fyrir leik: Bandaríkjamaðurinn Alex Francis hefur komið mjög sterkur inn í lið Hauka, en hann er með 26,0 stig og 17,5 fráköst að meðaltali í fyrstu fjórum leikjunum í Domino's deildinni.Fyrir leik: Haukar hafa byrjað tímabilið gríðarlega vel og sitja á toppi Domino's deildarinnar ásamt KR með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir. Stjarnan er hins vegar með fjögur stig eftir tvo sigurleiki og tvö töp.Fyrir leik: Njarðvík, Skallagrímur, ÍR, Leiknir R., ÍA, Tindastóll, Hamar, Snæfell, KR, Grindavík, Valur og Haukar b eru þegar komin áfram. Það gætu því verið tvö Haukalið í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslitin.Fyrir leik: Tveir aðrir leikir fara fram í kvöld í Powerade-bikarnum. Þór Þorlákshöfn sækir KFÍ heim og FSu og Keflavík mætast í Iðu.Fyrir leik: Góða kvöldið! Vísir heilsar frá Ásgarði þar sem við munum fylgjast með leik Stjörnunnar og Hauka í 32-liða úrslitum Powerade-bikarsins í körfubolta. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
Stjarnan komst í kvöld í 16-liða úrslit Powerade-bikarsins í körfubolta eftir öruggan 26 stiga sigur á Haukum í Ásgarði. Lokatölur 99-73, Stjörnunni í vil. Stjörnumenn voru einfaldlega miklu betra liðið í kvöld og unnu mjög svo sanngjarnan sigur. Sóknarleikur þeirra var beittur og vel útfærður og Haukarnir áttu fá svör við leik Garðbæinga í kvöld. Stjörnumenn tóku völdin strax í fyrsta leikhluta. Sóknarleikurinn gekk ljómandi vel, Garðbæingar fráköstuðu vel og í vörninni höfðu þeir góðar gætur á Alex Francis sem hefur spilað geysilega vel með Haukum í upphafi tímabils. Stjarnan náði mest 13 stiga forystu í fyrsta leikhluta, 24-11, en staðan að honum loknum var 26-17. Haukur Óskarsson var sá eini sem var með lífsmarki í sóknarleik gestanna, en hann skoraði níu stig í fyrsta leikhluta. Haukarnir bættu leik sinn töluvert eftir því sem leið á annan leikhluta eftir að heimamenn höfðu verið með undirtökin framan af honum. Vörn gestanna þéttist og skotnýting Stjörnumanna datt niður seinni part leikhlutans. Í sókninni voru Haukar duglegir að sækja villur og koma sér á vítalínuna. Vítanýtingin var hins vegar ekkert til að hrópa húrra yfir, eða aðeins 43,8. Þar munaði mest um slaka nýtingu Francis sem nýtti aðeins tvö af átta vítaskotum sínum í fyrri hálfleik. Hann var samt sem áður stigahæstur Haukamanna í leikhléi með 12 stig. Haukur kom næstur með tíu stig, en Emil Barja, leikstjórnandinn knái, lét óvenju lítið að sér kveða í fyrri hálfleik og sömu sögu var að segja af Kára Jónssyni. Dagur var stigahæstur heimamanna með 15 stig, Justin Shouse kom næstur með níu stig. Jarrid Frye skoraði átta stig, en skotnýting hans var ekki góð. Þá skoraði Ágúst Angantýsson fimm stig og reif niður átta fráköst, auk þess sem hann spilaði góða vörn á Francis. Átta stiga munur var á liðunum þegar þau gengu til búningsherbergja, 45-37, en heimamenn byrjuð seinni hálfleikinn frábærlega og enginn betur en Marvin Valdimarsson sem var í villuvandræðum í fyrri hálfleik. Hann skoraði sjö stig á skömmum tíma og félagar hans fylgdu fordæmi hans. Stjörnumenn settu niður fjóra þrista fyrri part þriðja leikhluta og náðu mest 22 stiga forystu. Vörnin hjá Haukum var ekki til staðar og Stjörnumenn skoruðu að vild. Þeir skoruðu alls 32 stig í þriðja leikhluta og leiddu að honum loknum með 20 stigum, 77-57. Heimamenn kláruðu svo leikinn með því að skora tólf fyrstu stig fjórða leikhluta og ná 31 stigs forystu. Eftir það var aðeins spurning hversu mikill munurinn yrði. Þegar uppi var staðið var hann 26 stig, 99-73. Dagur átti frábæran leik í liði Stjörnunnar, var mjög beittur í sókninni og skoraði alls 24 stig. Frye átti flottan seinni hálfleik og lauk leik með 22 stig, sjö fráköst og fimm stoðsendingar. Marvin lagði 14 stig í púkkið og Justin 11. Ágúst stóð einnig heldur betur fyrir sínu eins og fyrr sagði. Hann spilaði hörkuvörn, skoraði átta stig og tók tíu fráköst. Haukur stóð upp úr í liði Hauka, en hann var stigahæstur Hafnfirðinga með 19 stig. Þá skoraði Francis 18 stig, tók níu fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Hann átti hins vegar í stórkostlegum vandræðum á vítalínununni og nýtti aðeins tvö af tólf vítaskotum sínum í leiknum.Hrafn: Okkar besti leikur á tímabilinu Hrafn Kristjánsson var að vonum sáttur eftir öruggan sigur Stjörnunnar á Haukum í 32-liða úrslitum Powerade-bikarsins í kvöld. Hann sagði Stjörnumenn hafa leikið sinn besta leik á tímabilinu. „Við höfum alltaf vitað að við erum með hörkulið. Eftir byrjunarörðugleika höfum við þétt okkur með hverjum leikjum og við náðum heilsteyptum leik á báðum endum vallarins í kvöld. Þetta var okkar besti leikur það sem af er tímabili,“ sagði Hrafn, en hvað lagði grunninn að sigrinum í kvöld? „Mér fannst varnarleikurinn, sérstaklega í þriðja leikhluta, vera það sem gerði útslagið. Mér fannst varnarleikur Ágústs Angantýssonar á Bandaríkjamanninn þeirra vera alveg einstakur og hann þurfti svo sannarlega að hafa fyrir sínum stigum. Einbeitingarstigið hjá okkur var frábært.“ Stjarnan leiddi með átta stigum í leikhléi, en Garðbæingar gengu frá leiknum með frábærri byrjun á seinni hálfleik. „Þetta er hugarfar sem maður vill reyna að koma að hjá sínum liðum. Við vorum sáttir í hálfleik, með tempóið sem við settum upp og hvernig leikurinn var. Og við vissum hvaða atriði við þyrftum að laga til að sigla sigrinum í höfn. „En ég tek ekkert af Haukunum. Ég ber ótrúlega mikla virðingu fyrir þesus félagi. Þetta eru allt uppaldir strákar sem hafa spilað í báðum deildum og hafa alltaf staðið við sínar skuldbindingar gagnvart félaginu. „Þeir eru góðir og við þurftum toppleik til að vinna þá í kvöld. Þeir eiga eftir að fara yfir þennan leik og þetta verður allt annað á fimmtudaginn,“ sagði Hrafn að lokum, en Stjarnan og Hukar mætast að nýju í Domino's deildinni á fimmtudaginn kemur.Ívar: Það þurfa allir að hugsa sinn gang Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, var ómyrkur í máli eftir tap sinna manna gegn Stjörnunni í Ásgarði í kvöld. „Við vorum flengdir í kvöld og vorum einhvern veginn ekki tilbúnir í þennan leik. Það sést á atriðum eins og hvort liðið er tilbúið að henda sér á eftir boltum, á vítaskotum og fleiru. Þeir unnu allt þetta. „Í fyrri hálfleik misstum við manninn framhjá okkur ítrekað í einn á móti einum stöðu. Við töluðum um að laga það og þá skutu þeir bara þriggja stiga skotum á okkur og hittu úr öllu, á meðan við hittum ekki úr neinu. „En það er rétt, varnarleikurinn var skelfilegur hjá okkur í dag og við létum þá taka okkur út úr öllum stöðum, bæði sóknar- og varnarlega,“ sagði Ívar var ósáttur með hvernig hans menn byrjuðu seinni hálfleikinn, en Stjarnan leiddi í leikhléi með átta stigum, 45-37. „Þetta var leikur í hálfleik, en þeir kláruðu okkur í byrjun seinni hálfleiks. Við gáfum þeim frí skot og fórum í þeirra leik,“ sagði Ívar sem vonast eftir betri frammistöðu á fimmtudaginn þegar Stjarnan og Haukar mætast á nýjan leik. „Eins og lokatölurnar sýna þurfum við að bæta heilmikið. Við vorum skelfilegir í dag og það þurfa allir að hugsa sinn gang og við þurfum að laga fullt af hlutum.“Leik lokið | 99-73 | Öruggur Stjörnusigur í höfn. Garðbæingar eru því komnir áfram í 16-liða úrslit Poweade-bikarsins.38. mín | 96-71 | Haukur eru aðeins að laga stöðuna. Stjörnumenn hafa gefið aðeins eftir, sem skiljanlegt er.37. mín | 94-65 | Hjálmar Stefánsson skorar sín fyrstu stig. Hrafn er byrjaður að tæma bekkinn og yngri leikmenn eru komnir inn á.35. mín | 89-59 | Munurinn er kominn upp í 30 stig. Sæmundur stráir salti í sár Hauka með því að verja skot Kristjáns Leifs Sverrissonar undir körfunni.33. mín | 84-57 | Heimamenn eru að vinna fjórða leikhlutann 9-0. Þeir eru á leiðinni áfram.31. mín | 82-57 | 25 stiga munur. Brekkan er ansi brött fyrir gestina.Þriðja leikhluta lokið | 77-57 | Dagur stelur boltanum af Kára og skorar lokakörfu þriðja leikhluta. Hann er kominn með 22 stig, en Frye kemur næstur með 17 stig. 20 stiga munur á liðunum. Haukar verða að spila betri vörn ef þeir ætla sér áfram í 16-liða úrslitin.29. mín | 71-53 | Haukur minnkar muninn í 18 stig. Hann er stigahæstur Hafnfirðinga með 17 stig. Francis er einungis kominn með tvö stig í seinni hálfleik.26. mín | 69-49 | Vörnin hjá Haukum er handónýt hér í upphafi seinni hálfleiks. Tveir þristar hjá Emil og Hauki koma í veg fyrir að munurinn sé enn meiri.24. mín 60-43 | Frye kemur Stjörnunni 17 stigum yfir með sínum fyrsta þrist og Ágúst eykur muninn í 20 stig með því að leika sama leik.23. mín |57-41 | Stjörnumenn byrja seinni hálfleikinn miklu betur. Marvin er kominn með sjö stig í seinni hálfleik.Seinni hálfleikur hafinn | 48-37 | Dagur opnar seinni hálfleikinn með ljómandi fínni þriggja stiga körfu.Fyrri hálfleik lokið | 45-37 | Lokaskot Justins geigar. Átta stiga munur í leikhléi, en Haukarnir enduðu annan leikhluta ágætlega eftir að hafa lent mest 13 stigum undir. Dagur er stigahæstur Stjörnumanna með 15 stig, Justin kemur næstur með níu stig og Frye er kominn með átta. Francis er atkvæðamestur Hauka með 12 stig, átta fráköst og fjórar stoðsendingar. Haukur kemur næstur með tíu stig.20. mín |45-37 | Átta stiga munur þegar um 23 sekúndur eru eftir af hálfleiknum. Stjörnumenn eiga boltann.19. mín | 40-33 | Helgi minnkar muninn í sjö stig af vítalínunni. Haukar hafa verið duglegir að sækja villur og koma sér á línuna á síðustu mínútum. Skotin hjá Stjörnunni eru ekki að detta þessa stundina.17. mín | 38-28 | Frye skorar með fallegu stökkskoti en Helgi svarar með iðnaðarkörfu.16. mín | 36-26| Marvin brýtur á Emil í þriggja stiga skoti. Hann er kominn með þrjár villur og kemur væntanlega ekki meira við sögu í fyrri hálfleik. Emil setur tvö vítanna niður.14. mín | 31-21 | Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, tekur leikhlé. Hans menn eru með tólf stiga forskot, þrátt fyrir að Frye sé úti á túni það sem af er. Hann er aðeins með fjögur stig, og það úr átta skotum.13. mín | 31-21 | Kári skorar sín fyrstu stig. Haukar þurfa meira frá honum, líkt og fleiri leikmönnum.12. mín |28-19 | Frye skorar sína aðra körfu, en Francis svarar að bragði. Enn er níu stiga munur á liðunum.Fyrsta leikhluta lokið | 26-17 | Níu stiga munur. Haukarnir enduðu leikhlutann á 6-2 spretti. Dagur er stigahæstur Garðbæinga með níu stig, Justin er kominn með sjö og Marvin fimm. Haukur er atkvæðamestur gestanna með átta stig. Francis er með fjögur stig, fjögur fráköst og þrjár stoðsendingar.9. mín | 24-11 | Justin kemur Stjörnunni 13 stigum yfir. Hann er kominn með sjö stig.7. mín | 19-9 | Leikhlé. Tíu stiga munur sem gæti verið meiri, en Jarrid Frye er búinn að brenna af tveimur dauðafærum í hraðaupphlaupum. Stjarnan leiðir 11-6 í fráköstunum.6. mín | 17-7 | Justin kemur inn með látum. Kominn með fimm stig. Tíu stiga munur. Stjörnumenn frákasta betur hér í byrjun.5. mín | 12-6 | Marvin fær sína aðra villu og fer af velli. Justin kemur inn á.4. mín | 12-6 | Stjörnumenn byrja betur. Marvin setti niður þrist nú rétt í þessu.2. mín | 3-3 | Dagur Kár skorar eftir hraðaupphlaup en Haukur jafnar leikinn með þristi.Leikur hafinn | 1-0 | Jón Orri skorar fyrsta stig leiksins af vítalínunni.Fyrir leik: Þetta fer að hefjast. Marvin, Ágúst, Dagur, Frye og Jón Orri skipa byrjunarlið Stjörnunnar. Emil, Kári, Helgi, Haukur og Francis byrja inn á hjá Haukum.Fyrir leik: Fiskikóngurinn hefur ekki látið sjá sig, en hann er vanur að sjá um tónlistina hér í Ásgarði. Mikið að gera í fisksölunni væntanlega.Fyrir leik: Dagur Kár Jónsson er stigahæstur Stjörnumanna það sem af er tímabili með 20,8 stig að meðaltali í leik. Hann hefur einnig gefið flestar stoðsendingar að meðaltali, eða 4,8 talsins. Dagur þurfti að taka á sig aukna ábyrgð í byrjun móts vegna meiðsla Justins Shouse. Sá síðarnefndi er þó kominn á ferðina á ný og hefur leikið tvo síðustu leiki Stjörnunnar.Fyrir leik: Bandaríkjamaðurinn Alex Francis hefur komið mjög sterkur inn í lið Hauka, en hann er með 26,0 stig og 17,5 fráköst að meðaltali í fyrstu fjórum leikjunum í Domino's deildinni.Fyrir leik: Haukar hafa byrjað tímabilið gríðarlega vel og sitja á toppi Domino's deildarinnar ásamt KR með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir. Stjarnan er hins vegar með fjögur stig eftir tvo sigurleiki og tvö töp.Fyrir leik: Njarðvík, Skallagrímur, ÍR, Leiknir R., ÍA, Tindastóll, Hamar, Snæfell, KR, Grindavík, Valur og Haukar b eru þegar komin áfram. Það gætu því verið tvö Haukalið í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslitin.Fyrir leik: Tveir aðrir leikir fara fram í kvöld í Powerade-bikarnum. Þór Þorlákshöfn sækir KFÍ heim og FSu og Keflavík mætast í Iðu.Fyrir leik: Góða kvöldið! Vísir heilsar frá Ásgarði þar sem við munum fylgjast með leik Stjörnunnar og Hauka í 32-liða úrslitum Powerade-bikarsins í körfubolta.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum