Samtímaheimildir betri en seinni tíma Skjóðan skrifar 19. nóvember 2014 13:00 Um helmingur gjaldeyrisvarasjóðs Íslands var notaður í Kaupþingslánið. Vísir/Pjetur Hæstaréttarlögmennirnir Ragnar H. Hall og Helgi Sigurðsson fjölluðu um símtalið mikla, sem forsætisráðherra og seðlabankastjóri áttu mánudaginn 6. október 2008 um 500 milljón evra lánveitingu til Kaupþings, í grein sem birtist nýlega í Fréttablaðinu. Þeir varpa fram þeirri spurningu hvort verið geti að þeir menn sem tóku ákvörðunina um lánveitinguna hafi ekki áttað sig á því að samþykkt neyðarlaganna myndi kippa fótunum undan alþjóðlegri bankastarfsemi á Íslandi, gjaldfella allar skuldbindingar Kaupþings og fella bankann. Þeir velta fyrir sér hvers vegna ekki megi birta símtalið, sem var tekið upp og getur varpað ljósi á þetta mál. Um helmingur gjaldeyrisvarasjóðs Íslands var notaður í Kaupþingslánið. Ragnar H. Hall benti á það í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2 um helgina að varla hefði hálfum gjaldeyrisforða þjóðarinnar verið varið í lán til Kaupþings nema menn hefðu fulla trú á því að Kaupþing væri lífvænlegur banki. Samt stóðu þessir sömu lánveitendur að því að setja lög síðar sama dag, sem brugðu fæti fyrir Kaupþing. Ragnar benti á að stjórnendur Kaupþings og fleiri íslenskra banka hafa verið sóttir til saka m.a. á þeim forsendum að ýmsar ráðstafanir sem þeir gripu til í störfum sínum fyrir bankana fram í september á árinu 2008 hafi verið ólöglegar þar sem þeim hafi verið ljóst að bankarnir væru í raun gjaldþrota og eignir þeirra verðlausar. Samt lána Seðlabankinn og stjórnvöld hálfan gjaldeyrisforðann til Kaupþings í október. Símhlerunum hefur verið beitt gegn bankastjórnendum mörgum árum eftir að meint lögbrot þeirra áttu sér stað. Nú liggur fyrir að til er hljóðupptaka af símtalinu milli seðlabankastjóra og forsætisráðherra sem getur varpað ljósi á það hvernig ákvörðunin um lánið var tekin. Upptakan getur skýrt út hvort ráðherranum og seðlabankastjóranum hafi yfirleitt verið ljóst hverjar afleiðingar gjörða þeirra gætu orðið. Varla er til of mikils mælst að gera kröfu um að símtalið verði birt í heild sinni. Eðlilegt er að þjóðin fái að heyra það sem æðstu embættismenn hennar voru að véla í aðdraganda hrunsins og hruninu sjálfu. Það getur ekki verið í valdi þeirra einstaklinga sem ræddust við í síma mánudaginn 6. október og ákváðu að lána hálfan gjaldeyrisforðann að ákveða hvað þjóðin fær að vita um það mál, sérstaklega í ljósi þess að seinna sama dag kipptu þeir fótunum undan bankanum sem fékk lánið. Þetta símtal er mikilvæg samtímaheimild um athafnir og dómgreind íslenskra ráðamanna á ögurstundu.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Hæstaréttarlögmennirnir Ragnar H. Hall og Helgi Sigurðsson fjölluðu um símtalið mikla, sem forsætisráðherra og seðlabankastjóri áttu mánudaginn 6. október 2008 um 500 milljón evra lánveitingu til Kaupþings, í grein sem birtist nýlega í Fréttablaðinu. Þeir varpa fram þeirri spurningu hvort verið geti að þeir menn sem tóku ákvörðunina um lánveitinguna hafi ekki áttað sig á því að samþykkt neyðarlaganna myndi kippa fótunum undan alþjóðlegri bankastarfsemi á Íslandi, gjaldfella allar skuldbindingar Kaupþings og fella bankann. Þeir velta fyrir sér hvers vegna ekki megi birta símtalið, sem var tekið upp og getur varpað ljósi á þetta mál. Um helmingur gjaldeyrisvarasjóðs Íslands var notaður í Kaupþingslánið. Ragnar H. Hall benti á það í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2 um helgina að varla hefði hálfum gjaldeyrisforða þjóðarinnar verið varið í lán til Kaupþings nema menn hefðu fulla trú á því að Kaupþing væri lífvænlegur banki. Samt stóðu þessir sömu lánveitendur að því að setja lög síðar sama dag, sem brugðu fæti fyrir Kaupþing. Ragnar benti á að stjórnendur Kaupþings og fleiri íslenskra banka hafa verið sóttir til saka m.a. á þeim forsendum að ýmsar ráðstafanir sem þeir gripu til í störfum sínum fyrir bankana fram í september á árinu 2008 hafi verið ólöglegar þar sem þeim hafi verið ljóst að bankarnir væru í raun gjaldþrota og eignir þeirra verðlausar. Samt lána Seðlabankinn og stjórnvöld hálfan gjaldeyrisforðann til Kaupþings í október. Símhlerunum hefur verið beitt gegn bankastjórnendum mörgum árum eftir að meint lögbrot þeirra áttu sér stað. Nú liggur fyrir að til er hljóðupptaka af símtalinu milli seðlabankastjóra og forsætisráðherra sem getur varpað ljósi á það hvernig ákvörðunin um lánið var tekin. Upptakan getur skýrt út hvort ráðherranum og seðlabankastjóranum hafi yfirleitt verið ljóst hverjar afleiðingar gjörða þeirra gætu orðið. Varla er til of mikils mælst að gera kröfu um að símtalið verði birt í heild sinni. Eðlilegt er að þjóðin fái að heyra það sem æðstu embættismenn hennar voru að véla í aðdraganda hrunsins og hruninu sjálfu. Það getur ekki verið í valdi þeirra einstaklinga sem ræddust við í síma mánudaginn 6. október og ákváðu að lána hálfan gjaldeyrisforðann að ákveða hvað þjóðin fær að vita um það mál, sérstaklega í ljósi þess að seinna sama dag kipptu þeir fótunum undan bankanum sem fékk lánið. Þetta símtal er mikilvæg samtímaheimild um athafnir og dómgreind íslenskra ráðamanna á ögurstundu.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira