Lyftistangir hlutabréfamarkaðar Stjórnarmaðurinn skrifar 19. nóvember 2014 09:00 Íslenskur hlutabréfamarkaður má muna sinn fífil fegri. Meðalmánaðarvelta nemur 23 milljörðum króna það sem af er ári. Hærri velta en á sama tíma í fyrra, en fölleit í samanburði við miðbik síðasta áratugar þegar ekki var óalgengt að sjá slíkar veltutölur yfir einstaka daga, ekki mánuði. Hvað veldur samdrættinum? Nokkrir þættir hafa þar mest áhrif: a) Félögum hefur fækkað um meira en helming frá því er mest var. b) 43% af skráðum hlutabréfum eru í beinni eða óbeinni eigu lífeyrissjóðanna og skipta því sjaldnar um hendur. c) Umsvif annarra fjárfesta á markaðnum, annarra fyrirtækja, en ekki síður einstaklinga, hafa dregist verulega saman. Forsvarsmenn Kauphallarinnar vita vel af þessum vanda. Í síðustu viku stóðu þeir, ásamt markaðsaðilum, að útgáfu skýrslu sem meðal annars inniheldur tíu tillögur að aukinni virkni og gagnsemi íslensks verðbréfamarkaðar. Vert er að staldra sérstaklega við tvær tillögur. Lagt er til að setja upp sérstakan sjóð sem styður við rannsóknir á sviði verðbréfamarkaðar. Nú, átta árum eftir hrun, leggja greiningardeildir bankanna megináherslu á greiningu og spár um þróun hagvísa. Óhætt er því að fullyrða að lítið er um hágæðagreiningu á rekstri skráðra fyrirtækja. Stjórnarmaðurinn fagnar því að leggja eigi áherslu á að mennta markaðinn en furðar sig jafnframt á því að enginn af bönkunum eða öðrum markaðsaðilum sjái sér hag í því að vera með slíka útgáfu. Í skýrslunni er einnig sett fram tillaga þess efnis að veita einstaklingum skattaafslátt til hlutabréfakaupa. Stjórnarmanninum þykir þessi tillaga sérstaklega varhugaverð. Meginástæða lystarleysis einstaklinga á hlutabréfamarkaði er sú að traust þeirra á markaðnum er í sögulegu lágmarki. Ekki verður að því hlaupið að auka þetta traust, þó betra og tímanlegra upplýsingaflæði frá fyrirtækjum, innleiðing bestu starfshátta, almennt gagnsæi og aukin umræða og greining á fjárfestingarkostum séu allt liðir í því. Skattaafsláttur myndi vafalítið auka þátttöku á markaðnum svo einhverju næmi: Sérstaklega þó í formi spákaupmennsku, enda erfitt að stunda vel ígrunduð verðbréfaviðskipti án fyrrnefndra skilyrða. Varhugavert er að hvetja almenning til viðskipta við slíkar aðstæður, einkum með fjárhagslegum hvata. Væri þá betur heima setið en af stað farið.Tweets by @stjornarmadur Stjórnarmaðurinn Tengdar fréttir Hjakkað í sama farinu Mótmæli á Austurvelli, fréttir af sekt eða sakleysi Kaupþingsmanna, furðulegar yfirlýsingar seðlabankastjóra, flugvallarmálið og umræður um forsendubrest og leiðréttingu á skuldamálum heimilanna. Hér er ekki verið að lýsa seinni hluta október 2008, heldur fyrstu dögum nóvembermánaðar árið 2014. 12. nóvember 2014 09:00 Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira
Íslenskur hlutabréfamarkaður má muna sinn fífil fegri. Meðalmánaðarvelta nemur 23 milljörðum króna það sem af er ári. Hærri velta en á sama tíma í fyrra, en fölleit í samanburði við miðbik síðasta áratugar þegar ekki var óalgengt að sjá slíkar veltutölur yfir einstaka daga, ekki mánuði. Hvað veldur samdrættinum? Nokkrir þættir hafa þar mest áhrif: a) Félögum hefur fækkað um meira en helming frá því er mest var. b) 43% af skráðum hlutabréfum eru í beinni eða óbeinni eigu lífeyrissjóðanna og skipta því sjaldnar um hendur. c) Umsvif annarra fjárfesta á markaðnum, annarra fyrirtækja, en ekki síður einstaklinga, hafa dregist verulega saman. Forsvarsmenn Kauphallarinnar vita vel af þessum vanda. Í síðustu viku stóðu þeir, ásamt markaðsaðilum, að útgáfu skýrslu sem meðal annars inniheldur tíu tillögur að aukinni virkni og gagnsemi íslensks verðbréfamarkaðar. Vert er að staldra sérstaklega við tvær tillögur. Lagt er til að setja upp sérstakan sjóð sem styður við rannsóknir á sviði verðbréfamarkaðar. Nú, átta árum eftir hrun, leggja greiningardeildir bankanna megináherslu á greiningu og spár um þróun hagvísa. Óhætt er því að fullyrða að lítið er um hágæðagreiningu á rekstri skráðra fyrirtækja. Stjórnarmaðurinn fagnar því að leggja eigi áherslu á að mennta markaðinn en furðar sig jafnframt á því að enginn af bönkunum eða öðrum markaðsaðilum sjái sér hag í því að vera með slíka útgáfu. Í skýrslunni er einnig sett fram tillaga þess efnis að veita einstaklingum skattaafslátt til hlutabréfakaupa. Stjórnarmanninum þykir þessi tillaga sérstaklega varhugaverð. Meginástæða lystarleysis einstaklinga á hlutabréfamarkaði er sú að traust þeirra á markaðnum er í sögulegu lágmarki. Ekki verður að því hlaupið að auka þetta traust, þó betra og tímanlegra upplýsingaflæði frá fyrirtækjum, innleiðing bestu starfshátta, almennt gagnsæi og aukin umræða og greining á fjárfestingarkostum séu allt liðir í því. Skattaafsláttur myndi vafalítið auka þátttöku á markaðnum svo einhverju næmi: Sérstaklega þó í formi spákaupmennsku, enda erfitt að stunda vel ígrunduð verðbréfaviðskipti án fyrrnefndra skilyrða. Varhugavert er að hvetja almenning til viðskipta við slíkar aðstæður, einkum með fjárhagslegum hvata. Væri þá betur heima setið en af stað farið.Tweets by @stjornarmadur
Stjórnarmaðurinn Tengdar fréttir Hjakkað í sama farinu Mótmæli á Austurvelli, fréttir af sekt eða sakleysi Kaupþingsmanna, furðulegar yfirlýsingar seðlabankastjóra, flugvallarmálið og umræður um forsendubrest og leiðréttingu á skuldamálum heimilanna. Hér er ekki verið að lýsa seinni hluta október 2008, heldur fyrstu dögum nóvembermánaðar árið 2014. 12. nóvember 2014 09:00 Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira
Hjakkað í sama farinu Mótmæli á Austurvelli, fréttir af sekt eða sakleysi Kaupþingsmanna, furðulegar yfirlýsingar seðlabankastjóra, flugvallarmálið og umræður um forsendubrest og leiðréttingu á skuldamálum heimilanna. Hér er ekki verið að lýsa seinni hluta október 2008, heldur fyrstu dögum nóvembermánaðar árið 2014. 12. nóvember 2014 09:00