Hugsanlegt að Gísli verði krafinn um endurgreiðslu Hjörtur Hjartarson skrifar 14. nóvember 2014 19:45 Frá því að Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, gerðist brotlegur í starfi sem aðstoðarmaður innanríkisráðherra og þar til honum var vikið frá störfum fékk hann rétt ríflega 10 milljónir króna í laun. Til greina kemur að krefja Gísla um endurgreiðslu þessara launa. Gísli sendi fjölmiðlum upplýsingar um hælisleitandann, Tony Omos þann 19.nóvember 2013 og braut þar með af sér í starfi sem leiddi til brottvikningu hans, þann 11.nóvember síðastliðinn, rétt tæpu ári síðar. Allan þann tíma var Gísli á fullum launum, einnig frá 15.ágúst þegar hann var leystur tímabundið frá störfum eftir að hann var ákærður. Mánaðarlaun Gísla hjá innaríkisráðuneytinu voru 893.368 krónur. Á þessu rétt tæplega 12 mánaða tímabili fékk Gísli þar af leiðandi í laun 10 milljónir, 482 þúsund og 185 krónur. Ef við leggjum ofan á þessa tölu launatengd gjöld sem ríkið greiðir fer hún upp í ríflega 14 milljónir króna.Kostnaður saksóknaraembættisins vegna málaferlanna er um hálf milljón króna samkvæmt þeim upplýsingum sem fréttastofan aflaði sér en erfitt er þó að henda reiður á nákvæman kostnað í þeim efnum. Þá er ótalinn sá tími og fjármunir sem fóru í rannsókn málsins en óhætt er meta þann kostnað á nokkrar milljónir króna. Samkvæmt þeim upplýsingum sem fengust frá innanríkisráðuneytinu er til skoðunar hvort leggja eigi fram kröfu á hendur Gísla um að hann endurgreiði þau laun sem hann þáði á umræddu tímabili. Verið er að fara yfir það í ráðuneytinu hvort slíkt standist lög og reglugerðir. Lekamálið Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Sjá meira
Frá því að Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, gerðist brotlegur í starfi sem aðstoðarmaður innanríkisráðherra og þar til honum var vikið frá störfum fékk hann rétt ríflega 10 milljónir króna í laun. Til greina kemur að krefja Gísla um endurgreiðslu þessara launa. Gísli sendi fjölmiðlum upplýsingar um hælisleitandann, Tony Omos þann 19.nóvember 2013 og braut þar með af sér í starfi sem leiddi til brottvikningu hans, þann 11.nóvember síðastliðinn, rétt tæpu ári síðar. Allan þann tíma var Gísli á fullum launum, einnig frá 15.ágúst þegar hann var leystur tímabundið frá störfum eftir að hann var ákærður. Mánaðarlaun Gísla hjá innaríkisráðuneytinu voru 893.368 krónur. Á þessu rétt tæplega 12 mánaða tímabili fékk Gísli þar af leiðandi í laun 10 milljónir, 482 þúsund og 185 krónur. Ef við leggjum ofan á þessa tölu launatengd gjöld sem ríkið greiðir fer hún upp í ríflega 14 milljónir króna.Kostnaður saksóknaraembættisins vegna málaferlanna er um hálf milljón króna samkvæmt þeim upplýsingum sem fréttastofan aflaði sér en erfitt er þó að henda reiður á nákvæman kostnað í þeim efnum. Þá er ótalinn sá tími og fjármunir sem fóru í rannsókn málsins en óhætt er meta þann kostnað á nokkrar milljónir króna. Samkvæmt þeim upplýsingum sem fengust frá innanríkisráðuneytinu er til skoðunar hvort leggja eigi fram kröfu á hendur Gísla um að hann endurgreiði þau laun sem hann þáði á umræddu tímabili. Verið er að fara yfir það í ráðuneytinu hvort slíkt standist lög og reglugerðir.
Lekamálið Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Sjá meira