Grafarþögn í ráðuneytinu Jakob Bjarnar skrifar 13. nóvember 2014 15:24 Ráðuneytið vísar í formsatriði, sem er að allar fyrirspurning eða samband við starfsmenn ráðuneytisins verði að fara í gegnum upplýsingafulltrúa, sem er í fríi. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur ekki tekist að fá nokkurn starfsmann innanríkisráðuneytisins til að tjá sig um afstöðu starfsmanna til Lekamálsins, eftir að til tíðinda dró í því í vikunni. Ingilín Kristmannsdóttir skrifstofustjóri vísar til formsatriða, þeirra að frétta- og blaðamenn þurfi að hafa beint samband við upplýsingafulltrúa, og hann sé í fríi. Svo hafi þetta alltaf verið. RÚV greindi frá því í dag að innanríkisráðuneytið hafi fyrirskipað að fréttamenn fái ekki beinan aðgang að starfsmönnum fyrr en upplýsingafulltrúi ráðuneytisins kemur úr fríi á þriðjudag. Ingilín segir þetta misskilning en Vísir hefur fengið svipuð svör í afgreiðslu ráðuneytisins, en þetta er vægast sagt óheppilegt frí Jóhannesar Tómassonar upplýsingafulltrúa vegna óróa sem skapast hefur vegna mála Hönnu Birnu Kristjánsdóttur ráðherra og játninga og dóms sem Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður hennar, hlaut í gær. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að starfsmenn margir hverjir séu afar ósáttir við stöðu mála, hvernig málið hefur verið lagt upp gagnvart þeim, að þeir hafi mátt sitja sumir saklausir í ár grunaðir um leka. Því getur ekki verið úr vegi að spyrja þá milliliðalaust um hver afstaða þeirra til málsins er? Vísir hringdi í ráðuneytið í morgun en var þá vísað á tölvupóstfangið postur@irr.is með allar fyrirspurnir. Sú sem varð fyrir svörum vildi engum spurningum svara um hvort gefnar hefðu verið út fyrirskipanir um fjölmiðlabann starfsmanna eða hver hefði gefið út slíka tilskipun. Því var gripið til þess að senda slíka fyrirspurn. Og meðfylgjandi svar barst frá skrifstofu stefnumótunar og þróunar og undir ritar Ingilín Kristmannsdóttir skrifstofustjóri. Hún segir fréttaflutning RÚV á misskilningi byggðan og bendir á að frá stofnun ráðuneytis hafa frétta- og blaðamenn getað haft beint samband við upplýsingafulltrúa.Tilvísun í mál: IRR14110131Komdu sæll JakobÖllum fyrirspurnum sem berast ráðuneytinu er svarað. Ekkert hefur breyst í þeim efnum.Frétt RÚV er byggð á misskilningi og hef ég leiðrétt misskilninginn við RÚV.Frá stofnun ráðuneytisins hafa frétta- og blaðamenn getað haft beint samband við upplýsingafulltrúa.Þegar upplýsingafulltrúinn er í fríi er fyrirspurnun beint á póstfang ráðuneytisins, postur@irr.is, en það pósthólf er vaktað yfir daginn og fyrirspurnun svarað.Góð kveðja, Ingilín Einn starfsmanna ráðuneytisins hefur látið að því liggja, í Facebookstatus, að verið sé að hefta tjáningarfrelsi starfsmanna, hann hvetur þá sem hafa óheft tjáningarfrelsi í lífinu, að nota það. Vísir hefur ítrekað reynt að ná tali af starfsmönnum ráðuneytisins til að fá nánari svör við stöðu mála, afstöðu starfsmanna sem tæplega getur flokkast undir trúnaðarmál af nokkru tagi, en allir þeir sem náðst hefur í hafa verið þöglir sem gröfin, og engum spurningum viljað svara. Ekki einu sinni þeim hvort farið hafi verið fram á það við þá að þeir svari engum spurningum fjölmiðla. Lekamálið Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Innlent Fleiri fréttir Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Sjá meira
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur ekki tekist að fá nokkurn starfsmann innanríkisráðuneytisins til að tjá sig um afstöðu starfsmanna til Lekamálsins, eftir að til tíðinda dró í því í vikunni. Ingilín Kristmannsdóttir skrifstofustjóri vísar til formsatriða, þeirra að frétta- og blaðamenn þurfi að hafa beint samband við upplýsingafulltrúa, og hann sé í fríi. Svo hafi þetta alltaf verið. RÚV greindi frá því í dag að innanríkisráðuneytið hafi fyrirskipað að fréttamenn fái ekki beinan aðgang að starfsmönnum fyrr en upplýsingafulltrúi ráðuneytisins kemur úr fríi á þriðjudag. Ingilín segir þetta misskilning en Vísir hefur fengið svipuð svör í afgreiðslu ráðuneytisins, en þetta er vægast sagt óheppilegt frí Jóhannesar Tómassonar upplýsingafulltrúa vegna óróa sem skapast hefur vegna mála Hönnu Birnu Kristjánsdóttur ráðherra og játninga og dóms sem Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður hennar, hlaut í gær. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að starfsmenn margir hverjir séu afar ósáttir við stöðu mála, hvernig málið hefur verið lagt upp gagnvart þeim, að þeir hafi mátt sitja sumir saklausir í ár grunaðir um leka. Því getur ekki verið úr vegi að spyrja þá milliliðalaust um hver afstaða þeirra til málsins er? Vísir hringdi í ráðuneytið í morgun en var þá vísað á tölvupóstfangið postur@irr.is með allar fyrirspurnir. Sú sem varð fyrir svörum vildi engum spurningum svara um hvort gefnar hefðu verið út fyrirskipanir um fjölmiðlabann starfsmanna eða hver hefði gefið út slíka tilskipun. Því var gripið til þess að senda slíka fyrirspurn. Og meðfylgjandi svar barst frá skrifstofu stefnumótunar og þróunar og undir ritar Ingilín Kristmannsdóttir skrifstofustjóri. Hún segir fréttaflutning RÚV á misskilningi byggðan og bendir á að frá stofnun ráðuneytis hafa frétta- og blaðamenn getað haft beint samband við upplýsingafulltrúa.Tilvísun í mál: IRR14110131Komdu sæll JakobÖllum fyrirspurnum sem berast ráðuneytinu er svarað. Ekkert hefur breyst í þeim efnum.Frétt RÚV er byggð á misskilningi og hef ég leiðrétt misskilninginn við RÚV.Frá stofnun ráðuneytisins hafa frétta- og blaðamenn getað haft beint samband við upplýsingafulltrúa.Þegar upplýsingafulltrúinn er í fríi er fyrirspurnun beint á póstfang ráðuneytisins, postur@irr.is, en það pósthólf er vaktað yfir daginn og fyrirspurnun svarað.Góð kveðja, Ingilín Einn starfsmanna ráðuneytisins hefur látið að því liggja, í Facebookstatus, að verið sé að hefta tjáningarfrelsi starfsmanna, hann hvetur þá sem hafa óheft tjáningarfrelsi í lífinu, að nota það. Vísir hefur ítrekað reynt að ná tali af starfsmönnum ráðuneytisins til að fá nánari svör við stöðu mála, afstöðu starfsmanna sem tæplega getur flokkast undir trúnaðarmál af nokkru tagi, en allir þeir sem náðst hefur í hafa verið þöglir sem gröfin, og engum spurningum viljað svara. Ekki einu sinni þeim hvort farið hafi verið fram á það við þá að þeir svari engum spurningum fjölmiðla.
Lekamálið Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Innlent Fleiri fréttir Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Sjá meira