Fyrir hrun Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 12. nóvember 2014 14:02 Mörgum finnst hægt ganga að rétta þjóðarskútuna við eftir hrun og telja að ýmsir hefðbundnir mælikvarðar sýni verri stöðu en áður var. Fyrir hrun var neyslan vissulega mun auðveldari með ofurkrónu og ótakmarkað aðgengi að lánsfé. Með þessum skrifum er ekki ætlunin að stinga sér á kaf í pólitík heldur velta upp nokkrum atriðum sem sjaldnast eru skoðuð í dægurþrasi stjórnmálanna. Þegar rýnt er í ýmsa óhefðbundna mælikvarða fyrir og eftir hrun kemur ýmislegt í ljós. Fyrir hrun voru hjólreiðar áhugamál örfárra, í dag eru hjólreiðar gildur samgöngumáti fjölmargra. Fyrir hrun fóru allt of fáir með Strætó, í dag er fjöldinn komin yfir 10 milljón farþega á ári. Fyrir hrun voru eyðslugildi nýskráðra bifreiða yfir 8 L/100 km, Í dag er það rúmlega 5 L/100 km. Fyrir hrun var nánast enginn rafbíll á Íslandi, í dag eru þeir yfir 200 og fer fjölgandi. Fyrir hrun var metangas einungis framleitt í Reykjavík, í dag er það líka framleitt á Akureyri. Fyrir hrun var bara ein metanafgreiðslustöð, í dag eru þær nokkrar. Fyrir hrun var ekkert metanól framleitt á Íslandi, í dag er metanólverksmiðja starfandi við Svartsengi. Fyrir hrun var ekki til íslenskur lífdísill, í dag er lífdísilverksmiðja á Akureyri. Fyrir hrun lögðust strandflutningar af, í dag eru þeir byrjaðir aftur. Fyrir hrun var græn raforkuframleiðsla á Íslandi 10 GWst, í dag er hún 18 GWst. Samt hefur raforkunotkun á hverja íbúð dregist saman úr 4,9 MWst fyrir hrun í 4,4 MWst í dag. Fyrir hrun notaði nánast enginn varmadælur, í dag eru þær mörg hundruð með tilheyrandi raforkusparnaði, Fyrir hrun var glóperan allsráðandi, í dag nota flestir betri ljóstækni með tilheyrandi raforkusparnaði. Fyrir hrun var Ísland eina Evrópulandið án vindmylla, í dag er afl vindorku komið yfir 4 MW. Fyrir hrun notuðu allir bensínsláttuvélar í garðinum, í dag skipta sífellt fleiri yfir í rafmagnssláttuvélar. Fyrir hrun keyrðu flestar fiskimjölsverksmiðjur á olíu, í dag hafa nánast allar skipt yfir í innlent rafmagn. Fyrir hrun var ekkert gagnaver Ísland, í dag eru þau nokkur. Fyrir hrun, 2007, var heildarmagn úrgangs móttekið af Sorpu 217 þúsund tonn, eftir hrun, 2013, var það 152 þúsund tonn. Fyrir hrun var allur lífrænn úrgangur í Eyjafirði urðaður, í dag er þar framleidd umhverfisvæn molta með tilheyrandi útblástursparnaði. Fyrir hrun var flokkun og endurvinnsla undantekning á landsbyggðinni, í dag er hún mikil og almenn. Fyrir hrun var eftirmarkaður með notaða hluti veikur, í dag er hægt að endurselja flest. Fyrir hrun voru plastpokar allsráðandi, í dag eru þeir á útleið. Fyrir hrun voru flest samskipti við stofnanir á útprentuðum bréfum, í dag eru þau að mestu rafræn. Fyrir hrun voru þrjú fyrirtæki Svansvottuð, í dag eru þau um 30. Árið 2007 fengu 4 fyrirtæki ISO 14001 umhverfisvottun, 2013 fengu 38 fyrirtæki slíka vottun. Þó að samfélagið sé í kröggum í ýmsum málaflokkum, þá hefur það samt sem áður þokast í rétta átt á mörgum sviðum. Frá hruni hefur nánast allt pólitíska litrófið skipt með sér valdataumunum, þannig að ætla má að þverpólitísk samstaða sé um að halda áfram á sömu braut. Í umhverfismálum erum við með öðrum orðum komin af stað sem samfélag en þurfum bara að fara miklu hraðar og lengra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Mörgum finnst hægt ganga að rétta þjóðarskútuna við eftir hrun og telja að ýmsir hefðbundnir mælikvarðar sýni verri stöðu en áður var. Fyrir hrun var neyslan vissulega mun auðveldari með ofurkrónu og ótakmarkað aðgengi að lánsfé. Með þessum skrifum er ekki ætlunin að stinga sér á kaf í pólitík heldur velta upp nokkrum atriðum sem sjaldnast eru skoðuð í dægurþrasi stjórnmálanna. Þegar rýnt er í ýmsa óhefðbundna mælikvarða fyrir og eftir hrun kemur ýmislegt í ljós. Fyrir hrun voru hjólreiðar áhugamál örfárra, í dag eru hjólreiðar gildur samgöngumáti fjölmargra. Fyrir hrun fóru allt of fáir með Strætó, í dag er fjöldinn komin yfir 10 milljón farþega á ári. Fyrir hrun voru eyðslugildi nýskráðra bifreiða yfir 8 L/100 km, Í dag er það rúmlega 5 L/100 km. Fyrir hrun var nánast enginn rafbíll á Íslandi, í dag eru þeir yfir 200 og fer fjölgandi. Fyrir hrun var metangas einungis framleitt í Reykjavík, í dag er það líka framleitt á Akureyri. Fyrir hrun var bara ein metanafgreiðslustöð, í dag eru þær nokkrar. Fyrir hrun var ekkert metanól framleitt á Íslandi, í dag er metanólverksmiðja starfandi við Svartsengi. Fyrir hrun var ekki til íslenskur lífdísill, í dag er lífdísilverksmiðja á Akureyri. Fyrir hrun lögðust strandflutningar af, í dag eru þeir byrjaðir aftur. Fyrir hrun var græn raforkuframleiðsla á Íslandi 10 GWst, í dag er hún 18 GWst. Samt hefur raforkunotkun á hverja íbúð dregist saman úr 4,9 MWst fyrir hrun í 4,4 MWst í dag. Fyrir hrun notaði nánast enginn varmadælur, í dag eru þær mörg hundruð með tilheyrandi raforkusparnaði, Fyrir hrun var glóperan allsráðandi, í dag nota flestir betri ljóstækni með tilheyrandi raforkusparnaði. Fyrir hrun var Ísland eina Evrópulandið án vindmylla, í dag er afl vindorku komið yfir 4 MW. Fyrir hrun notuðu allir bensínsláttuvélar í garðinum, í dag skipta sífellt fleiri yfir í rafmagnssláttuvélar. Fyrir hrun keyrðu flestar fiskimjölsverksmiðjur á olíu, í dag hafa nánast allar skipt yfir í innlent rafmagn. Fyrir hrun var ekkert gagnaver Ísland, í dag eru þau nokkur. Fyrir hrun, 2007, var heildarmagn úrgangs móttekið af Sorpu 217 þúsund tonn, eftir hrun, 2013, var það 152 þúsund tonn. Fyrir hrun var allur lífrænn úrgangur í Eyjafirði urðaður, í dag er þar framleidd umhverfisvæn molta með tilheyrandi útblástursparnaði. Fyrir hrun var flokkun og endurvinnsla undantekning á landsbyggðinni, í dag er hún mikil og almenn. Fyrir hrun var eftirmarkaður með notaða hluti veikur, í dag er hægt að endurselja flest. Fyrir hrun voru plastpokar allsráðandi, í dag eru þeir á útleið. Fyrir hrun voru flest samskipti við stofnanir á útprentuðum bréfum, í dag eru þau að mestu rafræn. Fyrir hrun voru þrjú fyrirtæki Svansvottuð, í dag eru þau um 30. Árið 2007 fengu 4 fyrirtæki ISO 14001 umhverfisvottun, 2013 fengu 38 fyrirtæki slíka vottun. Þó að samfélagið sé í kröggum í ýmsum málaflokkum, þá hefur það samt sem áður þokast í rétta átt á mörgum sviðum. Frá hruni hefur nánast allt pólitíska litrófið skipt með sér valdataumunum, þannig að ætla má að þverpólitísk samstaða sé um að halda áfram á sömu braut. Í umhverfismálum erum við með öðrum orðum komin af stað sem samfélag en þurfum bara að fara miklu hraðar og lengra.
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun