Franska arfleifðin færir Fáskrúðsfirði ferðamenn Kristján Már Unnarsson skrifar 10. nóvember 2014 19:45 Endurreisn franska spítalans á Fáskrúðsfirði og safnið um frönsku sjómennina hafa hleypt lífi í ferðaþjónustu í bænum og er nú byrjað að stækka hótelið í spítalanum, aðeins hálfu ári eftir að það tók til starfa. Í hugum landsmanna er Fáskrúðsfjörður franski bærinn á Íslandi. Þar var enda ein helsta miðstöð franskra skútusjómanna á Austfjörðum á síðari hluta nítjándu aldar og fram á þá tuttugustu. Þar þróaðist mállýska sem kölluð var Fáskrúðsfjarðarfranska sem Íslendingar og Frakkar notuðu í samskiptum sín á milli. Víða í bænum er minnt á franska tímann, götuheitin til dæmis einnig skrifuð upp á frönsku. Endurbygging franska spítalans á vegum Minjaverndar markar þáttaskil en í húsinu var opnað 26 herbergja hótel í vor í nafni Fosshótela en einnig safn um frönsku sjómennina og spítalann. Berglind Ósk Agnarsdóttir staðarleiðsögumaður segir að með þessu vilji menn heiðra sögu Frakka.Berglind Ósk Agnarsdóttir, staðarleiðsögumaður á Fáskrúðsfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Sjómennirnir komu frá Bretagne-skaga og þar er enn haldin Íslendingahátíð á hverju ári. Þannig segir Berglind magnað að upplifa hvað þessi saga sé einnig kær Frökkum. Fáskrúðsfirðingar fundu það í sumar að uppbyggingin trekkti að ferðamenn. Franskir ferðamenn kaupa sér ferð í Frakklandi og koma með rútu í Norrænu, að sögn Berglindar. Þorsteinn Bjarnason byggingarmeistari er að reisa nýtt þriggja hæða hús í gömlum stíl fyrir Minjavernd við hlið franska spítalans til að fjölga gistiherbergjum um 21. Fleiri herbergi vantar til að geta tekið á móti hópum. Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, segir að 8.000 þúsund manns hafi heimsótt safnið frá því það var opnað snemma sumars. Það segi allt um það hvað þetta dragi til sín. „Þetta var mikil breyting í sumar. Hér var bara allt fullt af ferðafólki sem ekki hefur verið áður,“ sagði Þorsteinn. Fjallað verður um Fáskrúðsfjörð í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 annaðkvöld, þriðjudagskvöld.Þorsteinn Bjarnason, byggingameistari á Fáskrúðsfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Ferðamennska á Íslandi Fjarðabyggð Um land allt Tengdar fréttir Fáskrúðsfirðingar ætla að selja norðurljósin Grunnurinn verða norðurljósamyndir tveggja kvenna, sem birst hafa víða um heim. 8. nóvember 2014 19:45 Síldin einstaklega góð sem veiðist nú við Snæfellsnes Ráðamenn Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði segja að síldin sem nú veiðist út af Snæfellsnesi sé einstaklega góð, - þeir hafa ekki séð svo gott hráefni í nokkur ár til að verka í saltsíld. 30. október 2014 19:00 Mest lesið Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Endurreisn franska spítalans á Fáskrúðsfirði og safnið um frönsku sjómennina hafa hleypt lífi í ferðaþjónustu í bænum og er nú byrjað að stækka hótelið í spítalanum, aðeins hálfu ári eftir að það tók til starfa. Í hugum landsmanna er Fáskrúðsfjörður franski bærinn á Íslandi. Þar var enda ein helsta miðstöð franskra skútusjómanna á Austfjörðum á síðari hluta nítjándu aldar og fram á þá tuttugustu. Þar þróaðist mállýska sem kölluð var Fáskrúðsfjarðarfranska sem Íslendingar og Frakkar notuðu í samskiptum sín á milli. Víða í bænum er minnt á franska tímann, götuheitin til dæmis einnig skrifuð upp á frönsku. Endurbygging franska spítalans á vegum Minjaverndar markar þáttaskil en í húsinu var opnað 26 herbergja hótel í vor í nafni Fosshótela en einnig safn um frönsku sjómennina og spítalann. Berglind Ósk Agnarsdóttir staðarleiðsögumaður segir að með þessu vilji menn heiðra sögu Frakka.Berglind Ósk Agnarsdóttir, staðarleiðsögumaður á Fáskrúðsfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Sjómennirnir komu frá Bretagne-skaga og þar er enn haldin Íslendingahátíð á hverju ári. Þannig segir Berglind magnað að upplifa hvað þessi saga sé einnig kær Frökkum. Fáskrúðsfirðingar fundu það í sumar að uppbyggingin trekkti að ferðamenn. Franskir ferðamenn kaupa sér ferð í Frakklandi og koma með rútu í Norrænu, að sögn Berglindar. Þorsteinn Bjarnason byggingarmeistari er að reisa nýtt þriggja hæða hús í gömlum stíl fyrir Minjavernd við hlið franska spítalans til að fjölga gistiherbergjum um 21. Fleiri herbergi vantar til að geta tekið á móti hópum. Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, segir að 8.000 þúsund manns hafi heimsótt safnið frá því það var opnað snemma sumars. Það segi allt um það hvað þetta dragi til sín. „Þetta var mikil breyting í sumar. Hér var bara allt fullt af ferðafólki sem ekki hefur verið áður,“ sagði Þorsteinn. Fjallað verður um Fáskrúðsfjörð í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 annaðkvöld, þriðjudagskvöld.Þorsteinn Bjarnason, byggingameistari á Fáskrúðsfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Ferðamennska á Íslandi Fjarðabyggð Um land allt Tengdar fréttir Fáskrúðsfirðingar ætla að selja norðurljósin Grunnurinn verða norðurljósamyndir tveggja kvenna, sem birst hafa víða um heim. 8. nóvember 2014 19:45 Síldin einstaklega góð sem veiðist nú við Snæfellsnes Ráðamenn Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði segja að síldin sem nú veiðist út af Snæfellsnesi sé einstaklega góð, - þeir hafa ekki séð svo gott hráefni í nokkur ár til að verka í saltsíld. 30. október 2014 19:00 Mest lesið Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Fáskrúðsfirðingar ætla að selja norðurljósin Grunnurinn verða norðurljósamyndir tveggja kvenna, sem birst hafa víða um heim. 8. nóvember 2014 19:45
Síldin einstaklega góð sem veiðist nú við Snæfellsnes Ráðamenn Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði segja að síldin sem nú veiðist út af Snæfellsnesi sé einstaklega góð, - þeir hafa ekki séð svo gott hráefni í nokkur ár til að verka í saltsíld. 30. október 2014 19:00