Gæti orðið hlýjasta árið frá upphafi mælinga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. nóvember 2014 10:26 Veður hefur verið gott það sem af er ári. Trausti Jónsson fylgist vel með gangi mála. Vísir/Valli/GVA Trausti Jónsson veðurfræðingur reiknar með því að nóvember verði sá hlýjasti um langt skeið. Von er á áframhaldandi hlýindum miðað við árstíma að því er segir í nýjustu bloggfærslu Trausta sem rituð var í nótt. Árið 2014 gæti orðið það hlýjasta á landinu frá því mælingar hófust. „Einhvern veginn hefði maður haldið að næsta lægð stefndi beint í átt til landsins ofan í útsynninginn í dag (þriðjudag 25. nóvember). Reyndar var þetta heldur aumur útsynningur en sýndi þó mjög fallega klakka og stöku él og að sögn fáeinar þrumur líka,“ segir Trausti. Veðurfræðingurinn notfærir sér spákort Evrópureiknistöðvarinnar fyrir Norður-Atlantshaf. Þar kemur fram að landið sé í mjög hægum suðlægum vindi. „Þarna má sjá lægðina sem minnst var á í upphafi. Hún gerir sig líklega, finnst manni, til að fara til austurs ekki langt fyrir sunnan land. Nema hvað, hún á að taka strikið beint suðaustur til Spánar.“ Um leið og það gerist segir Trausti að lægðin beini hingað hlýju lofti úr suðaustri. Þar með aukist enn líkur á að nóvember verði sá hlýjasti um langt skeið þótt líklega verði ekki sett Íslandsmet. „Í augnablikinu er meðalhiti 5,7 stig í Reykjavík, var 6,0 sömu daga 1956. Sá mánuður hrapaði niður í 5,0 á síðasta sprettinum. En fyrsta sætið er varla innan seilingar. Sömu dagar í nóvember 1945 eiga meðalhitann 7,1 stig en hann endaði stigi neðar.“ Trausti er spenntur fyrir hitauppgjöri ársins í heild sinni. „Við eigum nefnilega töluverða möguleika á hlýjasta ári frá upphafi mælinga. En desember er eftir. Við munum vel vonbrigðin 2011 þegar fyrsti kaldi vetrarmánuðurinn í 9 ár reið yfir, fyrirvaralaust. Héldu þá sumir að hlýskeiðinu væri lokið en síðan eru liðin 3 ár og við erum enn ekki búin að yfirgefa það nema síður sé.“ Veður Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Fleiri fréttir Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Sjá meira
Trausti Jónsson veðurfræðingur reiknar með því að nóvember verði sá hlýjasti um langt skeið. Von er á áframhaldandi hlýindum miðað við árstíma að því er segir í nýjustu bloggfærslu Trausta sem rituð var í nótt. Árið 2014 gæti orðið það hlýjasta á landinu frá því mælingar hófust. „Einhvern veginn hefði maður haldið að næsta lægð stefndi beint í átt til landsins ofan í útsynninginn í dag (þriðjudag 25. nóvember). Reyndar var þetta heldur aumur útsynningur en sýndi þó mjög fallega klakka og stöku él og að sögn fáeinar þrumur líka,“ segir Trausti. Veðurfræðingurinn notfærir sér spákort Evrópureiknistöðvarinnar fyrir Norður-Atlantshaf. Þar kemur fram að landið sé í mjög hægum suðlægum vindi. „Þarna má sjá lægðina sem minnst var á í upphafi. Hún gerir sig líklega, finnst manni, til að fara til austurs ekki langt fyrir sunnan land. Nema hvað, hún á að taka strikið beint suðaustur til Spánar.“ Um leið og það gerist segir Trausti að lægðin beini hingað hlýju lofti úr suðaustri. Þar með aukist enn líkur á að nóvember verði sá hlýjasti um langt skeið þótt líklega verði ekki sett Íslandsmet. „Í augnablikinu er meðalhiti 5,7 stig í Reykjavík, var 6,0 sömu daga 1956. Sá mánuður hrapaði niður í 5,0 á síðasta sprettinum. En fyrsta sætið er varla innan seilingar. Sömu dagar í nóvember 1945 eiga meðalhitann 7,1 stig en hann endaði stigi neðar.“ Trausti er spenntur fyrir hitauppgjöri ársins í heild sinni. „Við eigum nefnilega töluverða möguleika á hlýjasta ári frá upphafi mælinga. En desember er eftir. Við munum vel vonbrigðin 2011 þegar fyrsti kaldi vetrarmánuðurinn í 9 ár reið yfir, fyrirvaralaust. Héldu þá sumir að hlýskeiðinu væri lokið en síðan eru liðin 3 ár og við erum enn ekki búin að yfirgefa það nema síður sé.“
Veður Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Fleiri fréttir Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Sjá meira