Eyjamaðurinn Þórarinn Ingi Valdimarsson er genginn til liðs við FH en frá því er greint á FHingar.net.
Þar kemur fram að FH hafi keypt Þórarinn Inga af ÍBV en Óskar Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV, sagði við Fótbolta.net fyrr í dag að félagið myndi ekki selja Þórarinn Inga nema fyrir ákveðna upphæð.
Hann gerði fjögurra ára samning við FH en Þórarinn Ingi, sem er 24 ára, hefur lengst af leikið með ÍBV en einnig Sarpsborg í Noregi. Hann hefur einnig verið í A-landsliði Íslands á árinu.
FH samdi við Finn Orra Margeirsson fyrr í haust og hefur því tekið til sín tvo stóra bita á leikmannamarkaðnum.
FH keypti Þórarinn Inga

Tengdar fréttir

Finnur Orri búinn að semja við FH
FH-ingar fengu flottan liðsstyrk í dag þegar Finnur Orri Margeirsson skrifaði undir samning við félagið.

Feitustu bitarnir á leikmannamarkaðnum
Pepsi-deildinni lauk á laugardaginn og það eru sjö mánuðir í næsta leik. Þangað til gætu margir leikmenn fundið sér nýtt heimili. Fréttablaðið skoðar í dag eftirsóttustu leikmennina á markaðnum.

Þórarinn Ingi horfir út fyrir landsteinana
Það ríkir enn óvissa um það hvar Þórarinn Ingi Valdimarsson muni spila á næstu leiktíð.