Íslenski boltinn

Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá ný­liðunum

Sindri Sverrisson skrifar
Breiðablik verður Íslandsmeistari annað árið í röð ef spáin rætist.
Breiðablik verður Íslandsmeistari annað árið í röð ef spáin rætist. vísir/Diego

Breiðablik verður Íslandsmeistari kvenna í fótbolta í haust, annað árið í röð, ef spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna í Bestu deildinni rætist. Spáin var kynnt á sérstökum kynningarfundi fyrir deildina í dag.

Keppni í Bestu deildinni hefst á þriðjudaginn og hefur upphitun verið í gangi á helstu miðlum landsins síðustu daga.

Í dag var svo greint frá því hvað fulltrúar liðanna sjálfra halda um lokastöðuna næsta haust, í beinni útsendingu á Vísi.

Ef spáin rætist verða það Breiðablik og Valur sem aftur berjast um titilinn en titilslagur þeirra náði fram á lokasekúndu síðasta Íslandsmóts.

Fram er mætt aftur í efstu deild kvenna og spilar þar í fyrsta sinn síðan árið 1988, og FHL verður fyrsti fulltrúi Austfjarða í efstu deild síðan Höttur lék í efstu deild kvenna árið 1994. Ef spáin rætist munu þessi lið hins vegar falla aftur niður í Lengjudeildina í haust.

Spá Bestu deildar kvenna 2025:

  1. Breiðablik
  2. Valur
  3. Þróttur R.
  4. Þór/KA
  5. Víkingur
  6. Stjarnan
  7. FH
  8. Tindastóll
  9. Fram
  10. FHL

Fyrsta umferð Bestu deildar

Þriðjudagur 15. apríl:

  • 18.00 Breiðablik - Stjarnan
  • 18.00 Þróttur - Fram

Miðvikudagur 16. apríl:

  • 18.00 Tindastóll - FHL
  • 18.00 Valur - FH
  • 18.00 Víkingur - Þór/KA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×