Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Valur Páll Eiríksson skrifar 8. apríl 2025 14:49 Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, var ekki sáttur við þá Bjarna Guðjónsson og Ólaf Kristjánsson í þætti gærkvöldsins. Vísir/Samsett Skiptar skoðanir eru á rauðu spjaldi Arons Sigurðarsonar, fyrirliða KR, í 2-2 jafntefli við KA á Akureyri um liðna helgi. Atvikið náðist ekki í sjónvarpsútsendingu en var sýnt í Stúkunni í gær. Sérfræðingar þar virtust sammála um að Aron hefði ekki átt að fá reisupassann, við dræmar undirtektir Akureyringa sem létu í sér heyra á samfélagsmiðlum. „Jóhann [Ingi Jónsson, dómari leiksins] tekur þessa ákvörðun og hann verður að lifa með henni, hann verður að geta horft í spegil í kvöld þegar hann fer að bursta tennurnar og verið sáttur við sjálfan sig,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, um ákvörðunina í samtali við Vísi eftir leikinn á sunnudag. Ógjörningur var að meta réttmæti ákvörðunarinnar út frá sjónvarpsútsendingu frá leiknum þar sem atvikið átti sér stað utan ramma myndatökumanns Stöðvar 2 Sport á vellinum. Atvikið náðist hins vegar á Spiideo-vél KA-manna á vellinum og var upptakan þaðan sýnd í Stúkunni í gærkvöld. Klippa: Sjáðu meintan olnboga Arons Sig og umræðuna í Stúkunni Bjarni Guðjónsson og Ólafur Kristjánsson voru sérfræðingar í fyrsta þætti sumarsins af Stúkunni í gærkvöld. Þeir virtust sammála um að Aron hefði mátt hanga inn á. Hann hafi átt að fá gult spjald eftir samskiptin við Andra Fannar Stefánsson, leikmann KA, sem lá óvígur eftir. Ljóst virðist að Aron hafi hæft andlit Andra Fannars er þeir börðust um stöðu. Spurningin er hvort hann hafi sett olnboga í andlit hans, sem er í öllum tilvikum rautt spjald, eða öxlina sem er á grárra svæði, ef marka má umræðuna í Stúkunni. „Mér finnst þetta ekki vera olnbogi,“ segir Ólafur Kristjánsson um atvikið. „Líklegast er þetta gult, veit það ekki. En ég er náttúrulega afburða slakur dómari.“ Þeir Bjarni virtust þá sammælast um að þeir Andri og Aron hefðu háð stöðubaráttu, sem eigi sér stað oft í leik út um allan völl. Þeir virtust ekki sjá ásetning um olnbogaskot úr atvikinu. Framkvæmdastjórinn ósáttur og fast skotið á Bjarna Ekki voru allir parsáttir við ályktanir Bjarna og Ólafs, allra síst stuðningsmenn KA. Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, tjáði sig á samfélagsmiðlinum X, á meðan útsendingu Stúkunnar stóð í gærkvöld. Common ef þetta eru sérfræðingar þá má leggja niður stúkuna. 4 dómarinn er upp við þetta og að halda því að Andri hlaupi á Aron er bara djók— saevar petursson (@saevarp) April 7, 2025 „Common ef þetta eru sérfræðingar þá má leggja niður stúkuna. 4 dómarinn er upp við þetta og að halda því fram að Andri hlaupi á Aron er bara djók,“ sagði Sævar. Hann benti þá einnig á að Bjarni Guðjóns ætti son í KR-liðinu, en Jóhannes Kristinn Bjarnason er leikmaður KR og skoraði annað marka Vesturbæinga í leiknum. Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, var allt annað en sáttur við umræður Bjarna og Ólafs.Vísir/Tryggvi Jón Kári Eldon, stuðningsmaður KR og reglulegur gestur Hjörvars Hafliðasonar í Doc Zone og Dr. Football, sagði við færslu Sævars: „Sammála um að vera ósammála! Alltaf gult en aldrei rautt! Áfram fótbolti!“ Pabbi 😀— saevar petursson (@saevarp) April 7, 2025 Sigurður Gísli Bond, annar reglulegur gestur Hjörvars, tók undir með Jóni: „Rosalega soft red card, hvernig vildiru að viðbrögðin væru eiginlega við þessu?“ Atvikið má sjá í spilaranum að ofan sem og umræðuna í Stúkunni. Í ljós kemur síðar dag hversu langt bann Aron mun fá vegna brots síns. Líklegt má þykja að hann missi af næstu tveimur leikjum KR, gegn Val í Laugardal og gegn FH í Kaplakrika. Besta deild karla KR KA Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Sjá meira
„Jóhann [Ingi Jónsson, dómari leiksins] tekur þessa ákvörðun og hann verður að lifa með henni, hann verður að geta horft í spegil í kvöld þegar hann fer að bursta tennurnar og verið sáttur við sjálfan sig,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, um ákvörðunina í samtali við Vísi eftir leikinn á sunnudag. Ógjörningur var að meta réttmæti ákvörðunarinnar út frá sjónvarpsútsendingu frá leiknum þar sem atvikið átti sér stað utan ramma myndatökumanns Stöðvar 2 Sport á vellinum. Atvikið náðist hins vegar á Spiideo-vél KA-manna á vellinum og var upptakan þaðan sýnd í Stúkunni í gærkvöld. Klippa: Sjáðu meintan olnboga Arons Sig og umræðuna í Stúkunni Bjarni Guðjónsson og Ólafur Kristjánsson voru sérfræðingar í fyrsta þætti sumarsins af Stúkunni í gærkvöld. Þeir virtust sammála um að Aron hefði mátt hanga inn á. Hann hafi átt að fá gult spjald eftir samskiptin við Andra Fannar Stefánsson, leikmann KA, sem lá óvígur eftir. Ljóst virðist að Aron hafi hæft andlit Andra Fannars er þeir börðust um stöðu. Spurningin er hvort hann hafi sett olnboga í andlit hans, sem er í öllum tilvikum rautt spjald, eða öxlina sem er á grárra svæði, ef marka má umræðuna í Stúkunni. „Mér finnst þetta ekki vera olnbogi,“ segir Ólafur Kristjánsson um atvikið. „Líklegast er þetta gult, veit það ekki. En ég er náttúrulega afburða slakur dómari.“ Þeir Bjarni virtust þá sammælast um að þeir Andri og Aron hefðu háð stöðubaráttu, sem eigi sér stað oft í leik út um allan völl. Þeir virtust ekki sjá ásetning um olnbogaskot úr atvikinu. Framkvæmdastjórinn ósáttur og fast skotið á Bjarna Ekki voru allir parsáttir við ályktanir Bjarna og Ólafs, allra síst stuðningsmenn KA. Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, tjáði sig á samfélagsmiðlinum X, á meðan útsendingu Stúkunnar stóð í gærkvöld. Common ef þetta eru sérfræðingar þá má leggja niður stúkuna. 4 dómarinn er upp við þetta og að halda því að Andri hlaupi á Aron er bara djók— saevar petursson (@saevarp) April 7, 2025 „Common ef þetta eru sérfræðingar þá má leggja niður stúkuna. 4 dómarinn er upp við þetta og að halda því fram að Andri hlaupi á Aron er bara djók,“ sagði Sævar. Hann benti þá einnig á að Bjarni Guðjóns ætti son í KR-liðinu, en Jóhannes Kristinn Bjarnason er leikmaður KR og skoraði annað marka Vesturbæinga í leiknum. Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, var allt annað en sáttur við umræður Bjarna og Ólafs.Vísir/Tryggvi Jón Kári Eldon, stuðningsmaður KR og reglulegur gestur Hjörvars Hafliðasonar í Doc Zone og Dr. Football, sagði við færslu Sævars: „Sammála um að vera ósammála! Alltaf gult en aldrei rautt! Áfram fótbolti!“ Pabbi 😀— saevar petursson (@saevarp) April 7, 2025 Sigurður Gísli Bond, annar reglulegur gestur Hjörvars, tók undir með Jóni: „Rosalega soft red card, hvernig vildiru að viðbrögðin væru eiginlega við þessu?“ Atvikið má sjá í spilaranum að ofan sem og umræðuna í Stúkunni. Í ljós kemur síðar dag hversu langt bann Aron mun fá vegna brots síns. Líklegt má þykja að hann missi af næstu tveimur leikjum KR, gegn Val í Laugardal og gegn FH í Kaplakrika.
Besta deild karla KR KA Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Sjá meira