Landsbankinn selur hlut sinn í Borgun Atli Ísleifsson skrifar 25. nóvember 2014 16:33 Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans. Vísir/Daníel Landsbankinn undirritaði í dag samning um sölu á 31,2% eignarhlut sínum í Borgun hf. Söluverðið er 2.184 milljónir króna. Í tilkynningu frá Landsbankanum segir að að kaupunum standi breiður hópur fjárfesta ásamt félagi á vegum stjórnenda Borgunar. „Borgun er leiðandi fyrirtæki í þróun og hagnýtingu lausna á sviði rafrænnar greiðslumiðlunar, en þessar breytingar hafa engin áhrif á viðskiptavini Borgunar eða rekstur félagsins. Kaupsamningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki eftirlitsaðila, í samræmi við lög.“ Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans segir að undanfarin ár hafi Landsbankinn verið áhrifalaus minnihlutaeigandi í Borgun en Íslandsbanki átt meirihluta hlutafjár. „Í samræmi við sátt sem gerð var við Samkeppniseftirlitið árið 2008 eru miklar takmarkanir á aðkomu Landsbankans sem hluthafa að starfsemi Borgunar. Ennfremur hefur það verið markmið samkeppnisyfirvalda að aðeins einn banki sé hluthafi í hverju greiðslukortafyrirtæki á hverjum tíma. Þessi staða var óviðunandi fyrir Landsbankann og því teljum við þetta vera farsæla úrlausn fyrir bankann, félagið og nýja eigendur.“ Magnús Magnússon, forsvarsmaður Eignarhaldsfélagsins Borgunar slf, segir að aðstandendur félagsins séu ánægðir með kaupin og vegferðin hafi verið til fyrirmyndar í alla staði. Haukur Oddsson, forstjóri Borgunar, segir félagið líta breytt eignarhald jákvæðum augum. „Landsbankinn hefur verið góður en afar fjarlægur hluthafi, enda bundinn af samkomulagi við Samkeppniseftirlitið frá því 2008 um takmörkuð afskipti af rekstrinum. Þessi viðskipti eru í takt við þá þróun sem átt hefur sér stað í nálægum löndum, þar sem bankar hafa verið að selja eignarhluti sína í greiðslumiðlunarfyrirtækjum og telja starfsemi þeirra ekki lengur til kjarnastarfsemi.“ Borgunarmálið Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Landsbankinn undirritaði í dag samning um sölu á 31,2% eignarhlut sínum í Borgun hf. Söluverðið er 2.184 milljónir króna. Í tilkynningu frá Landsbankanum segir að að kaupunum standi breiður hópur fjárfesta ásamt félagi á vegum stjórnenda Borgunar. „Borgun er leiðandi fyrirtæki í þróun og hagnýtingu lausna á sviði rafrænnar greiðslumiðlunar, en þessar breytingar hafa engin áhrif á viðskiptavini Borgunar eða rekstur félagsins. Kaupsamningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki eftirlitsaðila, í samræmi við lög.“ Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans segir að undanfarin ár hafi Landsbankinn verið áhrifalaus minnihlutaeigandi í Borgun en Íslandsbanki átt meirihluta hlutafjár. „Í samræmi við sátt sem gerð var við Samkeppniseftirlitið árið 2008 eru miklar takmarkanir á aðkomu Landsbankans sem hluthafa að starfsemi Borgunar. Ennfremur hefur það verið markmið samkeppnisyfirvalda að aðeins einn banki sé hluthafi í hverju greiðslukortafyrirtæki á hverjum tíma. Þessi staða var óviðunandi fyrir Landsbankann og því teljum við þetta vera farsæla úrlausn fyrir bankann, félagið og nýja eigendur.“ Magnús Magnússon, forsvarsmaður Eignarhaldsfélagsins Borgunar slf, segir að aðstandendur félagsins séu ánægðir með kaupin og vegferðin hafi verið til fyrirmyndar í alla staði. Haukur Oddsson, forstjóri Borgunar, segir félagið líta breytt eignarhald jákvæðum augum. „Landsbankinn hefur verið góður en afar fjarlægur hluthafi, enda bundinn af samkomulagi við Samkeppniseftirlitið frá því 2008 um takmörkuð afskipti af rekstrinum. Þessi viðskipti eru í takt við þá þróun sem átt hefur sér stað í nálægum löndum, þar sem bankar hafa verið að selja eignarhluti sína í greiðslumiðlunarfyrirtækjum og telja starfsemi þeirra ekki lengur til kjarnastarfsemi.“
Borgunarmálið Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira