Lögreglustjóri afhenti aðstoðarmanni gögn sem hann mátti ekki biðja um Heimir Már Pétursson skrifar 21. nóvember 2014 18:30 Gísli Freyr Valdórsson mátti ekki óska eftir upplýsingum sem lögreglustjórinn á Suðurnesjum veitti honum. Vísir Aðstoðarmenn innanríkisráðherra hafa ekki rétt til að óska eftir upplýsingum af því tagi sem lögreglustjórinn á Suðurnesjum sendi Gísla Frey Valdórssyni um rannsókn á máli Tony Omos, samkvæmt svari ráðuneytisstjóra innanríkisráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu. Lekamálið snérist í raun allt um meðferð upplýsinga um hælisleitandann Tony Omos, sem nú er á Ítalíu eftir að honum var vísað úr landi. Upplýst hefur verið að Sigríður Björk Guðjónsdóttir, núverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, sendi Gísla Frey Valdórssyni, þáverandi aðstoðarmanni innanríkisráðherra, greinargerð um rannsókn lögreglustjórans á Suðurnesjum á málum Omos þegar Sigríður Björk var lögreglustjóri þar. Persónuvernd hefur nú óskað eftir að embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum skýri frá því hvaða upplýsingum var miðlað til innanríkisráðuneytisins með sendingu umræddrar greinargerðar. Þá er þess óskað að fram komi hvernig sú miðlun er talin horfa við ákvæðum laga um persónuvernd. Jafnframt er þess óskað að afrit af umræddri greinargerð verði sent Persónuvernd og er lögreglustjóraembættinu gefin frestur til 3. desember til að svara.Stefán Karl Kristjánsson, lögmaður Tony Omos.Vísir/VilhelmMunt þú koma þínum athugasemdum á framfæri við Persónuvernd?„Það er alveg ljóst að ég mun senda Persónuvernd bréf fyrir hönd Tony og kalla eftir því að vera upplýstur um það sem þar gerist,“ segir Stefán Karl Kristjánsson, lögmaður Tony Omos. Hann segist jafnframt vonast til að Omos geti aftur sameinast barni sínu og barnsmóður á Íslandi. Stefán Karl ætlast til að því verði svarað hvernig það samrýmist reglum að umræddar upplýsingar voru sendar frá lögreglustjóranum til aðstoðarmannsins. En í svari við fyrirspurn fréttastofunnar til Ragnhildar Hjaltadóttur, ráðuneytisstjóra í innanríkisráðuneytinu, um rétt aðstoðarmanns og ráðuneytisins til að afla upplýsinga sem þessara, segir m.a.: „Samkvæmt framangreindu hafa aðstoðarmenn ráðherra ekki heimild til að óska eftir gögnum um einstök mál sem heyra undir ráðherra sem stjórnvaldshafa, heldur einungis gögnum sem varða pólitísk störf ráðherra eða stefnumótun. Það á jafnt við um upplýsingar frá lögreglu sem aðrar.” Þá kemur fram í svari við ósk fréttastofunnar til ráðuneytisins um að fá afhent afrit af greinargerðinni sem lögreglustjórinn sendi til aðstoðarmannsins, að greinargerðin sé ekki til í málaskrá ráðuneytisins. Sem þýðir m.ö.o. að lögreglustjórinn á Suðurnesjum sendi pólitískum aðstoðarmanni innanríkisráðherra skjal sem hann mátti ekki biðja um og aðstoðarmaðurinn skráði ekki skjalið í gagnasafn ráðuneytisins. Lekamálið Tengdar fréttir „Þegar litið er yfir árið vona ég að einhverjir skammist sín“ Jóhann Páll Jóhannsson, blaðamaður DV, fagnar afsögn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. 21. nóvember 2014 15:28 Gísli Freyr játar að hafa rætt um Tony Omos við lögreglustjóra Gísli Freyr Valdórsson grennslaðist fyrir um rannsókn lögreglustjórans á Suðurnesjum á máli Tony Omos daginn daginn eftir að hann lak minnisblaði til fjölmiðla. 18. nóvember 2014 18:30 Gísli Freyr fékk senda skýrslu um yfirheyrslu yfir Tony Omos Leit svo á að hann hafi fengið upplýsingarnar með samþykki Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjórans á Suðurnesjum. 19. nóvember 2014 20:28 Biður enga afsökunar á lekamálinu Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, biður enga hlutaðeigandi afsökunar á lekamálinu í yfirlýsingu sinni sem hún sendi til fjölmiðla í dag vegna afsagnar sinnar sem innanríkisráðherra. 21. nóvember 2014 16:46 Hanna Birna: Ákvörðunin persónuleg en ekki pólitísk Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur sagt af sér embætti innanríkisráðherra. Hún mun þó áfram sitja sem þingmaður og segist þannig ætla að axla ábyrgð. 21. nóvember 2014 15:18 Óska skýringa vegna sendingar upplýsinga um Omos Persónuvernd hefur sent lögreglunni á Suðurnesjum bréf þar sem óskað er eftir skýringum varðandi sendingu Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur til Gísla Freys. 21. nóvember 2014 14:05 Þingmenn Sjálfstæðisflokksins koma af fjöllum Óvissa innan Sjálfstæðisflokksins, en þar töldu menn að Hanna Birna hefði ekki verið á förum. 21. nóvember 2014 14:45 Spyr um athugun rekstrarfélags Stjórnarráðsins á lekanum Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, spyr meðal annars hvort að rekstrarfélaginu hafi verið veittur aðgangur að pósthólfum yfirstjórnenda í innanríkisráðuneytinu við athugun sína. 20. nóvember 2014 19:03 Kvartar undan Sigríði og undrast að hún hafi verið sett yfir lekamálið Lögmaður erlendrar konu í lekamálinu kvartaði í gær undan sendingum lögreglustjórans á Suðurnesjum til aðstoðarmanns innanríkisráðherra. Persónuvernd rannsakar málið nú þegar og kallar eftir upplýsingum. 21. nóvember 2014 07:00 Lögmaður Omos hugsi yfir afhendingu Sigríðar á upplýsingum til Gísla Freys Vill vita hvaða lagastoð er fyrir því að lögreglustjóri afhendi pólitískum aðstoðarmanni ráðherra upplýsingar um lögreglurannsókn. 19. nóvember 2014 14:04 Sigríður segir Gísla hafa beðið um upplýsingar um Omos Átti í samskiptum við Gísla Frey Valdórsson eftir að frétt upp úr minnisblaði ráðuneytisins var birt. Í þeim samskiptum bað hann um að fá gögn um hælisleitanda. 18. nóvember 2014 15:09 Hanna Birna hættir Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér sem innanríkisráðherra í dag. 21. nóvember 2014 13:41 Gísli ræddi við Sigríði daginn sem gögnin voru birt Aðstoðarmaður innanríkisráðherra átti í talsverðum samskiptum við Sigríði Björk Guðjónsdóttur, þáverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum, daginn sem fréttir birtust byggðar á leka úr ráðuneytinu. 18. nóvember 2014 09:57 Bjarni Benediktsson: Hanna Birna verður lykilþingmaður Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Hanna Birna hafi notið fulls traust til að starfa áfram sem ráðherra. 21. nóvember 2014 16:56 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Fleiri fréttir Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Sjá meira
Aðstoðarmenn innanríkisráðherra hafa ekki rétt til að óska eftir upplýsingum af því tagi sem lögreglustjórinn á Suðurnesjum sendi Gísla Frey Valdórssyni um rannsókn á máli Tony Omos, samkvæmt svari ráðuneytisstjóra innanríkisráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu. Lekamálið snérist í raun allt um meðferð upplýsinga um hælisleitandann Tony Omos, sem nú er á Ítalíu eftir að honum var vísað úr landi. Upplýst hefur verið að Sigríður Björk Guðjónsdóttir, núverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, sendi Gísla Frey Valdórssyni, þáverandi aðstoðarmanni innanríkisráðherra, greinargerð um rannsókn lögreglustjórans á Suðurnesjum á málum Omos þegar Sigríður Björk var lögreglustjóri þar. Persónuvernd hefur nú óskað eftir að embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum skýri frá því hvaða upplýsingum var miðlað til innanríkisráðuneytisins með sendingu umræddrar greinargerðar. Þá er þess óskað að fram komi hvernig sú miðlun er talin horfa við ákvæðum laga um persónuvernd. Jafnframt er þess óskað að afrit af umræddri greinargerð verði sent Persónuvernd og er lögreglustjóraembættinu gefin frestur til 3. desember til að svara.Stefán Karl Kristjánsson, lögmaður Tony Omos.Vísir/VilhelmMunt þú koma þínum athugasemdum á framfæri við Persónuvernd?„Það er alveg ljóst að ég mun senda Persónuvernd bréf fyrir hönd Tony og kalla eftir því að vera upplýstur um það sem þar gerist,“ segir Stefán Karl Kristjánsson, lögmaður Tony Omos. Hann segist jafnframt vonast til að Omos geti aftur sameinast barni sínu og barnsmóður á Íslandi. Stefán Karl ætlast til að því verði svarað hvernig það samrýmist reglum að umræddar upplýsingar voru sendar frá lögreglustjóranum til aðstoðarmannsins. En í svari við fyrirspurn fréttastofunnar til Ragnhildar Hjaltadóttur, ráðuneytisstjóra í innanríkisráðuneytinu, um rétt aðstoðarmanns og ráðuneytisins til að afla upplýsinga sem þessara, segir m.a.: „Samkvæmt framangreindu hafa aðstoðarmenn ráðherra ekki heimild til að óska eftir gögnum um einstök mál sem heyra undir ráðherra sem stjórnvaldshafa, heldur einungis gögnum sem varða pólitísk störf ráðherra eða stefnumótun. Það á jafnt við um upplýsingar frá lögreglu sem aðrar.” Þá kemur fram í svari við ósk fréttastofunnar til ráðuneytisins um að fá afhent afrit af greinargerðinni sem lögreglustjórinn sendi til aðstoðarmannsins, að greinargerðin sé ekki til í málaskrá ráðuneytisins. Sem þýðir m.ö.o. að lögreglustjórinn á Suðurnesjum sendi pólitískum aðstoðarmanni innanríkisráðherra skjal sem hann mátti ekki biðja um og aðstoðarmaðurinn skráði ekki skjalið í gagnasafn ráðuneytisins.
Lekamálið Tengdar fréttir „Þegar litið er yfir árið vona ég að einhverjir skammist sín“ Jóhann Páll Jóhannsson, blaðamaður DV, fagnar afsögn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. 21. nóvember 2014 15:28 Gísli Freyr játar að hafa rætt um Tony Omos við lögreglustjóra Gísli Freyr Valdórsson grennslaðist fyrir um rannsókn lögreglustjórans á Suðurnesjum á máli Tony Omos daginn daginn eftir að hann lak minnisblaði til fjölmiðla. 18. nóvember 2014 18:30 Gísli Freyr fékk senda skýrslu um yfirheyrslu yfir Tony Omos Leit svo á að hann hafi fengið upplýsingarnar með samþykki Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjórans á Suðurnesjum. 19. nóvember 2014 20:28 Biður enga afsökunar á lekamálinu Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, biður enga hlutaðeigandi afsökunar á lekamálinu í yfirlýsingu sinni sem hún sendi til fjölmiðla í dag vegna afsagnar sinnar sem innanríkisráðherra. 21. nóvember 2014 16:46 Hanna Birna: Ákvörðunin persónuleg en ekki pólitísk Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur sagt af sér embætti innanríkisráðherra. Hún mun þó áfram sitja sem þingmaður og segist þannig ætla að axla ábyrgð. 21. nóvember 2014 15:18 Óska skýringa vegna sendingar upplýsinga um Omos Persónuvernd hefur sent lögreglunni á Suðurnesjum bréf þar sem óskað er eftir skýringum varðandi sendingu Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur til Gísla Freys. 21. nóvember 2014 14:05 Þingmenn Sjálfstæðisflokksins koma af fjöllum Óvissa innan Sjálfstæðisflokksins, en þar töldu menn að Hanna Birna hefði ekki verið á förum. 21. nóvember 2014 14:45 Spyr um athugun rekstrarfélags Stjórnarráðsins á lekanum Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, spyr meðal annars hvort að rekstrarfélaginu hafi verið veittur aðgangur að pósthólfum yfirstjórnenda í innanríkisráðuneytinu við athugun sína. 20. nóvember 2014 19:03 Kvartar undan Sigríði og undrast að hún hafi verið sett yfir lekamálið Lögmaður erlendrar konu í lekamálinu kvartaði í gær undan sendingum lögreglustjórans á Suðurnesjum til aðstoðarmanns innanríkisráðherra. Persónuvernd rannsakar málið nú þegar og kallar eftir upplýsingum. 21. nóvember 2014 07:00 Lögmaður Omos hugsi yfir afhendingu Sigríðar á upplýsingum til Gísla Freys Vill vita hvaða lagastoð er fyrir því að lögreglustjóri afhendi pólitískum aðstoðarmanni ráðherra upplýsingar um lögreglurannsókn. 19. nóvember 2014 14:04 Sigríður segir Gísla hafa beðið um upplýsingar um Omos Átti í samskiptum við Gísla Frey Valdórsson eftir að frétt upp úr minnisblaði ráðuneytisins var birt. Í þeim samskiptum bað hann um að fá gögn um hælisleitanda. 18. nóvember 2014 15:09 Hanna Birna hættir Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér sem innanríkisráðherra í dag. 21. nóvember 2014 13:41 Gísli ræddi við Sigríði daginn sem gögnin voru birt Aðstoðarmaður innanríkisráðherra átti í talsverðum samskiptum við Sigríði Björk Guðjónsdóttur, þáverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum, daginn sem fréttir birtust byggðar á leka úr ráðuneytinu. 18. nóvember 2014 09:57 Bjarni Benediktsson: Hanna Birna verður lykilþingmaður Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Hanna Birna hafi notið fulls traust til að starfa áfram sem ráðherra. 21. nóvember 2014 16:56 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Fleiri fréttir Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Sjá meira
„Þegar litið er yfir árið vona ég að einhverjir skammist sín“ Jóhann Páll Jóhannsson, blaðamaður DV, fagnar afsögn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. 21. nóvember 2014 15:28
Gísli Freyr játar að hafa rætt um Tony Omos við lögreglustjóra Gísli Freyr Valdórsson grennslaðist fyrir um rannsókn lögreglustjórans á Suðurnesjum á máli Tony Omos daginn daginn eftir að hann lak minnisblaði til fjölmiðla. 18. nóvember 2014 18:30
Gísli Freyr fékk senda skýrslu um yfirheyrslu yfir Tony Omos Leit svo á að hann hafi fengið upplýsingarnar með samþykki Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjórans á Suðurnesjum. 19. nóvember 2014 20:28
Biður enga afsökunar á lekamálinu Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, biður enga hlutaðeigandi afsökunar á lekamálinu í yfirlýsingu sinni sem hún sendi til fjölmiðla í dag vegna afsagnar sinnar sem innanríkisráðherra. 21. nóvember 2014 16:46
Hanna Birna: Ákvörðunin persónuleg en ekki pólitísk Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur sagt af sér embætti innanríkisráðherra. Hún mun þó áfram sitja sem þingmaður og segist þannig ætla að axla ábyrgð. 21. nóvember 2014 15:18
Óska skýringa vegna sendingar upplýsinga um Omos Persónuvernd hefur sent lögreglunni á Suðurnesjum bréf þar sem óskað er eftir skýringum varðandi sendingu Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur til Gísla Freys. 21. nóvember 2014 14:05
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins koma af fjöllum Óvissa innan Sjálfstæðisflokksins, en þar töldu menn að Hanna Birna hefði ekki verið á förum. 21. nóvember 2014 14:45
Spyr um athugun rekstrarfélags Stjórnarráðsins á lekanum Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, spyr meðal annars hvort að rekstrarfélaginu hafi verið veittur aðgangur að pósthólfum yfirstjórnenda í innanríkisráðuneytinu við athugun sína. 20. nóvember 2014 19:03
Kvartar undan Sigríði og undrast að hún hafi verið sett yfir lekamálið Lögmaður erlendrar konu í lekamálinu kvartaði í gær undan sendingum lögreglustjórans á Suðurnesjum til aðstoðarmanns innanríkisráðherra. Persónuvernd rannsakar málið nú þegar og kallar eftir upplýsingum. 21. nóvember 2014 07:00
Lögmaður Omos hugsi yfir afhendingu Sigríðar á upplýsingum til Gísla Freys Vill vita hvaða lagastoð er fyrir því að lögreglustjóri afhendi pólitískum aðstoðarmanni ráðherra upplýsingar um lögreglurannsókn. 19. nóvember 2014 14:04
Sigríður segir Gísla hafa beðið um upplýsingar um Omos Átti í samskiptum við Gísla Frey Valdórsson eftir að frétt upp úr minnisblaði ráðuneytisins var birt. Í þeim samskiptum bað hann um að fá gögn um hælisleitanda. 18. nóvember 2014 15:09
Hanna Birna hættir Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér sem innanríkisráðherra í dag. 21. nóvember 2014 13:41
Gísli ræddi við Sigríði daginn sem gögnin voru birt Aðstoðarmaður innanríkisráðherra átti í talsverðum samskiptum við Sigríði Björk Guðjónsdóttur, þáverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum, daginn sem fréttir birtust byggðar á leka úr ráðuneytinu. 18. nóvember 2014 09:57
Bjarni Benediktsson: Hanna Birna verður lykilþingmaður Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Hanna Birna hafi notið fulls traust til að starfa áfram sem ráðherra. 21. nóvember 2014 16:56