Hann Toffi stendur í miklu ati Jakob Bjarnar skrifar 22. nóvember 2014 10:00 Hanaatið á hug Toffa allan, og vissulega er þetta heillandi heimur. Þorfinnur Guðnason er einhver allra flottasti kvikmyndagerðarmaður landsins. Um það þarf vart að deila. Hann stendur nú í ströngu sem aldrei fyrr. Fyrir dyrum stendur frumsýning myndar hans Víkingó um leið og hann berst fyrir lífi sínu. En, hér verður einkum rætt við Þorfinn um hanaat og ferilinn. Og best að spenna beltin, því þetta er þannig frásögn. Þorfinnur er heimildakvikmyndagerðarmaður. (Skelfilegt orð.) Sem slíkur sökkvir hann sér í viðfangsefni sín og undanfarin þrjú ár hefur hann hugsað um fátt annað meira en hanaat. Í næstu viku frumsýnir hann mynd sína Víkingo. „Þetta er mynd í fullri lengd, byggð upp sem bíómynd og fjallar um íslenskan mann sem álpast inná hanaat í Dómíníkanska lýðveldinu fyrir hartnær 20 árum. Í dag er hann einn þekktasti hanaatsmaður landsins. Hann ræktar bardagahana. Hans þekkta kyn heitir Vikingo, en í Dómíníkanska lýðveldinu er hann einmitt kallaður Vikingo. Inní þetta fléttast svo sagan af Gabríel skóburstara, um hans drauma og þrár en hann er 12 ár þegar sagan hefst. Gabríel er með ellefu putta og hann dreymir um að eignast unga af þessu fræga Vikingo-kyni svo hann geti orðið frægur og ríkur eins og Jón Ingi Vikingo kraftaverkamaður. Mjög fylginn sér og skemmtilegur. Skapar mótvægi við söguna. En, það má segja að myndin sé hörkukeyrsla inní heim hanaatsins.“ Þorfinnur fer beinlínis á flug þegar hann segir af hinni athyglisverðu og framandi veröld hanaatsins.Toffi. Í Vikingo er fjallað um hanaat, voodoo og drauma og þrár drengs sem vinnur fyrir sér við skóburstun.visir/VilhelmÚr Biskupstungum í hanaatið Til stóð, og stendur, að ræða við Þorfinn, sem ávallt er kallaður Toffi af vinum sínum, og ég sem færi þetta samtal til bókar, tel mig hiklaust til þeirra, um merkan feril hans. En, það er hægara sagt en gert að beina talinu í aðrar og almennari áttir; hanaatið á hug hans allan. Og það er svo sem ekki leiðinlegt að tala um hanaat. „Jájá, þetta er heimildamynd. Það er engin að græða pening á þessu... En, þetta er fjörugt og skemmtilegt. Þarna er líka voodoo. Segir af konu sem kemur fram með fyrirboða sem svo keyrir myndina áfram. Hún spáði meira að segja fyrir um kosningaúrslitin á Íslandi. Og það var uppá punkt og prik.“ Toffi hefur unnið að Vikingo nú í þrjú ár með hléum. Hann hefur farið tvisvar út og eytt eitthvað um fjörutíu dögum í Dómíníkanska lýðveldinu, en þess ber að geta að myndin er líka tekin á Íslandi. „Þar förum við inn í heim sveitapiltsins Jóns Inga Gíslasonar frá Kjarnholtum í Biskupstungum. Við erum sveitungar við Jón Ingi,“ segir Toffi.Frægir bardagahanar vel metnir Gott og vel, hanaat... það er ómögulegt annað en hrífast með. Hvernig má það vera að ungur maður úr Biskupstungum lendir í þessari stöðu, að verða einhver helsti hanaatsmaður Dómíníkanska lýðveldisins?Jón Ingi er frægur í Dómíníkanska lýðveldingu og hér stígur hann sporadans í sigurvíum eftir að einn bardagahana hans hefur sigrað í hringnum.Úr Vikingo„Já, hann var á einhverju námsmannaferðalagi eftir háskólanám í Kanada. Fór í siglingu, kom við í Karabíska hafinu og kynnist þar fjölskyldu sem ræktar bardagahana. Hann fór á hanaat og heillaðist uppúr skónum.“ Eins ólíklega og það nú hljómar þá er íslenski sveitapilturinn óvænt kominn á heimavöll. „Þeir eru frægir ræktendur, hann og hans fjölskylda; rækta hesta og sauðfé í sinni sveit. Hið sama gildir um hænsnarækt. Sama hugsunin. Mikil fræði felast í því að rækta bardagahana. Þetta eru ekki bara hanar heldur sérstakt kyn og þar eru frægir bardagahanar eins vel metnir og góðir stóðhestar á Íslandi. Á þessum slóðum er ekki talað um neitt annað en hanaat og ættir bardagahana. Langafi þessa hana sem vann slaginn í gær... og svo framvegis.“ Hanaat er þjóðaríþrótt Dómíníkana og mun stærri en til dæmis hafnarbolti þar. Ekki er til sá staður þar sem ekki er búið að slá upp hanaatshring. „Í hverju einasta þorpi og til sveita má sjá slíkt. Og milljónir manna sem hafa atvinnu sína af hanaati og stunda það. Jón Ingi fellur kylliflatur fyrir þessari menningu. Það er dansað og hljómsveitir troða upp, skóburstun, verið að selja drykki og mat og haldin partí á undan og eftir,“ segir Toffi og erfitt að átta sig á því hvort hann er að lýsa umfjöllunarefni sínu eða persónulegri upplifun og skoðunum, sennilega rennur þetta saman.VIKINGO - Trailer from Jónatli Guðjónsson on Vimeo.Dýraníð og dýraníð Ekki fer hjá því að hanaat sé umdeilt, eins og oft vill verða með fyrirbæri sem eru framandi; og óneitanlega er þetta brútal. „Já, það má segja að þetta sé umdeilt sport. En, hafa ber í huga að hanaatið er elsta íþróttagrein í heiminum. Hún er upprunnin í Indus-dalnum fyrir hartnær 6000 árum og er getið um í annálum að þegar Alexander mikli fór um Kíberskarð á leið sinni til að sigra Indland, þá tafðist hann við hanaat. Þetta tafði framsókn hans, Alexander var heltekinn af þessu.“En, hvað sem líður langri sögu er erfitt að líta hjá því að þarna er verið að fara illa með dýr?„Jújú, ég get svo sem tekið undir það að þetta er einhvers konar dýraníð. Hins vegar má benda á að þessir hanar sem slást í hringnum lifa lífi kóngsins. Það er dekstrað við þá og dekrað. Þeir fá að vera frjálsir í einhverja sex mánuði áður en þeir eru teknir til þjálfunar. Og fá gott atlæti, vítamín og þjálfun. Svo fá þeir allar flottu stelpurnar ef þeir sigra slagina. Sá sem tapar lendir í pottrétti sem fátæklingar fá að hirða. Venjulega litlir pjakkar sem hirða hræin. Ekki er það reyndar alltaf að sá sem verður undir drepst, ef hann liggur niðri í einhverjar x margar sekúndur er hann dæmdur úr leik.“ Og, Þorfinnur greinir tvískinnung og hræsni varðandi umræðuna sem stundum blossar upp og þegar hanaat er fordæmt. „Ég held að það sé miklu meira dýraníð varðandi þessar eggjahænur sem eru í þessum a4-búrum allt sitt líf. Þær hljóta að líða vítiskvalir allt sitt líf. Og þær sem ræktaðar eru til manneldis, sem við borðum, étandi skítinn úr sjálfum sér, það hlýtur að vera ömurlegt líf og flokkast sem dýraníð.“Sveitaplebbinn í Vesturbænum. Toffi dvelur langdvölum með viðfangsefni sínu og fiskar eftir sögunni, þá vinnur tíminn stundum með.visir/vilhelmHeimildamyndagerð er fiskerí Þorfinnur er heillaður sögusviði sínu, hann er ánægður með myndina og það sem meira er; hann fann söguna. „Ég er ánægður með það. Myndin er í fullri lengd og hún heldur.“ Þegar ferill Toffa er skoðaður kemur á daginn að umfjöllunarefni hans koma úr óvæntum áttum, þau eru frumleg. Listamaðurinn gefur engan afslátt á því, frumskilyrði er að hann hafi áhuga á efninu. Alger nauðsyn. En, hvað ræður efnisvalinu? „Það er svo mikið vatn runnið til sjávar. Erfitt að hugsa það í samhengi. En ég hef stundum látið fólk hafa áhrif á mig. Og ég hef verið að melta hugmyndir og leitað eftir sögunni. Mér finnst áríðandi að það sé saga í öllum mínum myndum, og ég leita að hinu óvænta, þessu skrítna, einhverjum hvörfum.“ Eitt einkenni heimildamynda er hversu langan tíma það getur tekið að vinna þær. Kvikmyndagerðarmennirnir dvelja lengi með viðfangsefni sínu. „Já, ég leyfi tímanum að vinna með myndunum. Í mínum myndum eru það alltaf árstíðir sem ramma af söguheiminn. Á þessum tíma leiðir eitt af öðru og með því að nota tímann gerist alltaf eitthvað skemmtilegt og sniðugt og þar liggur söguefni.“Sem hlýtur þá að vera uppá von og óvon? „Já, já. Heimildamyndagerð er mikið fiskerí. Maður þarf að vera opinn, stanslaust með hugann við þetta og vera altekinn af því.“Áróðurinn í heimildamyndum Vegur heimildamynda hefur farið mjög vaxandi á undanförnum árum. Á Íslandi sem annars staðar og Toffi segir að Íslendingar eigi heimsklassa kvikmyndgerðarmenn. „Þó erfitt sé að gera myndir á Íslandi, þetta er eyja, sem takmarkandi, erfitt er að gera dýralífsmyndir til dæmis. Hér eru ekki mörg spendýr. Ég hef prófað að gera það og allar þessar tegundir heimildamynda og nú finnst mér einhvern veginn eins og hringnum sé lokað: Hef gert dýralífsmyndir, pólitískar mynd, portrett og nú er ég kominn í bardagahana.“ Blómaskeið heimildamynda birtist sjónvarpsáhorfendum um heim allan. Toffi segir þær vera að bjarga heiminum. „Þær benda á ýmislegt sem miður hefur farið. Hvernig gerir maður það? Jú, með þessari nýjustu tækni sem eru kvikmyndir. Og svo á netinu núna. Það eru ekkert allir að lesa þykka doðranta um ástandið. Sjónvarpsstöðvar eru að sýna myndir sem hafa beinlínis áhrif á heiminn, blessunarlega.“ Sem blaðamaður hef ég velt fyrir mér stöðu heimildamyndagerðamanna, finnst á stundum eins og þeir vilji stilla sér upp sem hlutlausir blaðamenn, en oft vill það reynast svo að þeir sökkvi í umfjöllunarefni sín og myndirnar breytist í hreinar og klárar áróðursmyndir. Fyrir margt löngu rakst ég á Toffa á bar, einu sinni sem oftar reyndar, meðan mynd hans Draumalandið var til sýninga og hélt því fram að þetta væri áróðursmynd. Toffa sárnaði þá en er rólegri gagnvart slíkum vangaveltum nú. „Það getur vel verið en þetta fer eftir myndunum, hverri og einni um sig. Ég viðurkenni að Draumalandið er ekki hlutlaus mynd. Lalli Jones er hlutlaus mynd, speglaði bara líf hans. Lalli var í vítahring og þannig er bygging myndarinnar. Lalli ætlaði alltaf að hætta að stela, ræna, rugla og dópa en endaði alltaf inn í þeirri hringrás. Ég held ég hafi brugðið upp fallegri mynd af manni sem er góð sál. Heimildamyndir mega alveg vera litaðar. Sem dæmi: Þetta er heimildasaga sem hann er að skrifa núna hann Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Moggans, þegar hann greinir frá sínum kommanjósnum, en sjónarhornið er hans, og það er litað og pólitískt. Það er ekki hlutlaust. En, þetta er heimildasaga, ef við leikum okkur með þetta orð, heimildir.“Svona verða myndir til Og þá loks erum við að nálgast það sem átti að vera upphaf þessa viðtals. Ferillinn. Hvernig má það vera að sveitastrákur úr Tungunum leggi fyrir sig kvikmyndagerð? Það var einhver innri þörf, fyrstu mynd sína lauk Toffi við árið 1993 en áður hafði hann farið til að læra kvikmyndagerð í Kaliforníu. „Svo fór ég að vinna í sjónvarpinu sem reyndist mér mikill skóli, kvikmyndatökumaður, klippari og pródúsent. Það reyndist minn besti skóli og þar fékk ég áhuga á heimildakvikmyndagerð. Þaðan er það sprottið. Og ég hef fests í þessu. Fengið hugmyndir eða einhver bankað uppá hjá mér. Eins og Jón Ingi í þessu tilfelli...“Bíddubíddu, erum við aftur komnir í bardagahanana? Hvað er með þennan Jón Inga? „Við höfum þekkst frá því ég var lítill strákur. Þeir eru þrír bræður þarna, uppátektarsamir í sveitinni og miklir töffarar. Manni stóð hálfpartinn beygur af þeim, þeir fóru mikinn og gerðu prakkarastrik. En fínir strákar engu að síður. En, það var Jón Ingi sem kom fram með þessa hugmynd á sínum tíma. Ég vildi fyrst ekkert af þessu vita, mér fannst þetta dýraníð, en svo hringdi hann í mig þegar kalt var í veðri, í sveitinni og skammdeginu, og bauð mér út til að kíkja á sögusviðið. Ég þáði boðið og sé ekki eftir því. Fann þarna sögu. Þetta er alltaf leitin að sögunni.“ Já, svona getur tilurð heimildamyndar verið.Ekki margir leika það eftir að gera mynd í black-out-i og klára dæmið. En, sú var raunin með Grandrokk the movie. Mynd sem er einskonar költ-mynd í dag.Gerði mynd í black-out-i Já, ferill Toffa er að sönnu tilkomumikill, ekki síst þegar haft er í huga hversu mikill tími getur farið í hverja mynd um sig:Húsey - 1993Hagamús: með lífið í lúkunum – 1997Lalli Johns - 2001Grandrokk the movie - 2003Hestasaga - 2004Draumalandið – 2009Bakka-Baldur - 2011Vikingo – 2014 Toffi hefur hlotið margvísleg verðlaun fyrir myndir sínar og Edduna fékk hann fyrir bæði Lalla Johns og Draumalandið. Sú mynd sem hins vegar hefur nánast flogið undir radar er Grand Rokk the Movie? „Já, Dagur Kári kallar hana blackout mynd. Þetta var skemmtilegur tími engu að síður. Já, ég myndi skilgreina hana eins og Dagur Kári. Reyna að gera bíómynd í blackouti. En, það er ekki fyrir alla að klára slíka mynd.“ Myndin fjallar um mannlífið á þeim sögufræga bar sem var Grand Rokk. Mynd í black-out-i... hefurðu átt í vandræðum með brennivínið? „Nei, það held ég ekki,“ segir Toffi, eins og honum komi spurningin á óvart. „Nei, nei. Ég hef alveg tekið mínar rispur. Aðallega er það nú þegar mér leiðist að ég fari í það. Í leiðindum. Ég er ekkert stoltur af því en það gerist. En, mér finnst alveg jafn gott að vera edrú. Það er mjög góð tilfinning.“Engan bilbug er að finna á Toffa, hann ætlar að sigra þennan krabba og sannarlega mun meininu ekki takast að koma í veg fyrir frumsýningu Vikingo.visir/vilhelmLifði góðu lífi á músamyndinni Sú mynd sem kom Toffa rækilega á kortið er músamyndin, sem Toffi segir hafa verið erfiða í gerð. „Þetta eru lítil dýr, og þetta útheimti mikinn undirbúning og mikla þolinmæði. Ég var í samstarfi við National Geografic og þeir voru með allskonar kröfur. Um sögu og nálægð, að þetta væri undir stjórn. Ekki bara svona eitthvað útí loftið. Það þyrfti að vera saga og hún sló í gegn af því að það er tvist í sögunni: Strákur hittir stelpu, strákur tapar stelpu, strákur nær í stelpu, en ugla nær í strák. Með því að fórna sér, en Óskar hét hann, gat Helga, stelpan, fengið að þreyja þorrann og góuna með fullt hús matar. Ástæðan fyrir því að hann fórnaði lífi sínu er að hann var minnugur harðneskjunnar. Hann kom úr seinna goti sumars og hafði ekki tíma til að safna sér nægum forða, hann þurfti að leita á náðir mannanna og komst af með því að fela sig inni í búrinu. Hann tók áhættu, varð áráttusafnari og þurfti að gjalda fyrir áráttu sína með lífi sínu. Það eru einhver skilaboð í því.“ National Geographic kom með meira en helminginn af fénu sem þurfti til framleiðslu músamyndarinnar, fjármagnaði myndina. „Ég lifði góðu lífi eftir þá mynd í mörg ár. Hún var sýnd útum allan heim, í gegnum netið þeirra, í allri Skandinavíu fyrir utan Svíþjóð, Þýskalandi, Frakklandi, hún fór á Discovery og um allan heim. Hún var alltaf að gefa af sér peninga. Það var mjög þægilegt fyrir fátækan íslenskan heimildakvikmyndagerðarmann.“Einfarinn sem vill vinna með öðrum Hestasagan er önnur mynd, sem einkennist af hvörfum eða óvæntum viðsnúningi atburðarrásar, sem er höfundareinkenni Toffa. Draumalandið sló svo öll aðsóknarmet heimildarmynda, sem Toffi átti áður með Lalla Johns en 17 þúsund komu til að sjá þá mynd í bíó, sem er afar gott fyrir heimildamynd. Það verður auðvitað ekkert hjá því komist í viðtali sem þessu að punda á viðmælandann þeirri spurningu hvað standi uppúr? Og sú spurning vefst vitaskuld fyrir Toffa, sem segir að það sé alltaf síðasta verk sem standi uppúr. „Þetta er erfið spurning. Ég er stoltur af öllum þessum myndum. Mér fannst gaman að gera hagamúsamyndina, Draumalandið veitti mér ákveðna friðþægingu, gat lagt mitt af mörkum í baráttunni fyrir landið. Og fékk að vinna með frábæru fólki. Ætli það standi ekki uppúr? Samvinna við aðra kvikmyndagerðarmenn. Ég hef verið einfari í minni kvikmyndagerð og vildi gjarnan vinna meira með öðrum aftur á ný, ef mér endist aldur og ævi.“Ætlar að sigra krabbann Það hvernig Toffi tekur til orða, þetta með aldur og ævi, er ekki innihaldslaust sí svona, hann greindist með illskeyttan krabba í júlí síðast liðinum. Þetta er ekki efni þessa viðtals en óhjákvæmilegt að nefna þetta; samhliða undirbúningi fyrir frumsýningu, sem mikið stress fylgir, er Toffi að ganga í gegnum mjög erfiða meðferð. Ekki að þetta standi í Toffa sem er furðu æðrulaus þegar hann segir mér af þessu: „Núna er ég í baráttunni og hef yfirhöndina sem stendur. Ég ætla að sigra þetta. Það segir mamma. Þetta er krabbi í spjaldhrygg. Ég fékk verki eftir hestatúr, mjög mikla, en ég var að temja hest sem ég fékk gefins frá Baldri á Bakka. Hann var hastur á brokkinu og ég fékk svakalegan verk og þá greindist þetta. En hesturinn er mikill gæðingur.“ Toffi lýsir sér sem „sveitaplebba“, hann hefur verið búsettur í Biskupstungum, en hann þarf að vera í höfuðborginni vegna erfiðrar meðferðar sem hann er nú að undirgangast. „Nú bý ég á Hávallagötu. Ótrúlegt hvað fólk hefur reynst mér vel núna. Ég þarf að vera í bænum útaf krabbameininu og það er fólk bauðst til að lána mér íbúðina sína þar til þessu lýkur, ég er djúpt snortinn yfir því hversu vel fólk hefur reynst mér, af gæsku sinni.“ Í vikunni sem ég ræddi við Þorfinn Guðnason vegna þessa viðtals þurfti hann að mæta í stóra lyfjagjöf, sprautur, sem eru liður í baráttunni við krabbameinið og Toffi lýsti áhrifunum þannig að þá sveiflist vitund sín inn og út eins og pendúll. „Þá er ég stundum ekki með sjálfum mér.“ Og, þá var bara að gera hlé og halda svo áfram. Þú verður að halda áfram, ég get ekki haldið áfram, ég held áfram. Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Fleiri fréttir Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Sjá meira
Þorfinnur Guðnason er einhver allra flottasti kvikmyndagerðarmaður landsins. Um það þarf vart að deila. Hann stendur nú í ströngu sem aldrei fyrr. Fyrir dyrum stendur frumsýning myndar hans Víkingó um leið og hann berst fyrir lífi sínu. En, hér verður einkum rætt við Þorfinn um hanaat og ferilinn. Og best að spenna beltin, því þetta er þannig frásögn. Þorfinnur er heimildakvikmyndagerðarmaður. (Skelfilegt orð.) Sem slíkur sökkvir hann sér í viðfangsefni sín og undanfarin þrjú ár hefur hann hugsað um fátt annað meira en hanaat. Í næstu viku frumsýnir hann mynd sína Víkingo. „Þetta er mynd í fullri lengd, byggð upp sem bíómynd og fjallar um íslenskan mann sem álpast inná hanaat í Dómíníkanska lýðveldinu fyrir hartnær 20 árum. Í dag er hann einn þekktasti hanaatsmaður landsins. Hann ræktar bardagahana. Hans þekkta kyn heitir Vikingo, en í Dómíníkanska lýðveldinu er hann einmitt kallaður Vikingo. Inní þetta fléttast svo sagan af Gabríel skóburstara, um hans drauma og þrár en hann er 12 ár þegar sagan hefst. Gabríel er með ellefu putta og hann dreymir um að eignast unga af þessu fræga Vikingo-kyni svo hann geti orðið frægur og ríkur eins og Jón Ingi Vikingo kraftaverkamaður. Mjög fylginn sér og skemmtilegur. Skapar mótvægi við söguna. En, það má segja að myndin sé hörkukeyrsla inní heim hanaatsins.“ Þorfinnur fer beinlínis á flug þegar hann segir af hinni athyglisverðu og framandi veröld hanaatsins.Toffi. Í Vikingo er fjallað um hanaat, voodoo og drauma og þrár drengs sem vinnur fyrir sér við skóburstun.visir/VilhelmÚr Biskupstungum í hanaatið Til stóð, og stendur, að ræða við Þorfinn, sem ávallt er kallaður Toffi af vinum sínum, og ég sem færi þetta samtal til bókar, tel mig hiklaust til þeirra, um merkan feril hans. En, það er hægara sagt en gert að beina talinu í aðrar og almennari áttir; hanaatið á hug hans allan. Og það er svo sem ekki leiðinlegt að tala um hanaat. „Jájá, þetta er heimildamynd. Það er engin að græða pening á þessu... En, þetta er fjörugt og skemmtilegt. Þarna er líka voodoo. Segir af konu sem kemur fram með fyrirboða sem svo keyrir myndina áfram. Hún spáði meira að segja fyrir um kosningaúrslitin á Íslandi. Og það var uppá punkt og prik.“ Toffi hefur unnið að Vikingo nú í þrjú ár með hléum. Hann hefur farið tvisvar út og eytt eitthvað um fjörutíu dögum í Dómíníkanska lýðveldinu, en þess ber að geta að myndin er líka tekin á Íslandi. „Þar förum við inn í heim sveitapiltsins Jóns Inga Gíslasonar frá Kjarnholtum í Biskupstungum. Við erum sveitungar við Jón Ingi,“ segir Toffi.Frægir bardagahanar vel metnir Gott og vel, hanaat... það er ómögulegt annað en hrífast með. Hvernig má það vera að ungur maður úr Biskupstungum lendir í þessari stöðu, að verða einhver helsti hanaatsmaður Dómíníkanska lýðveldisins?Jón Ingi er frægur í Dómíníkanska lýðveldingu og hér stígur hann sporadans í sigurvíum eftir að einn bardagahana hans hefur sigrað í hringnum.Úr Vikingo„Já, hann var á einhverju námsmannaferðalagi eftir háskólanám í Kanada. Fór í siglingu, kom við í Karabíska hafinu og kynnist þar fjölskyldu sem ræktar bardagahana. Hann fór á hanaat og heillaðist uppúr skónum.“ Eins ólíklega og það nú hljómar þá er íslenski sveitapilturinn óvænt kominn á heimavöll. „Þeir eru frægir ræktendur, hann og hans fjölskylda; rækta hesta og sauðfé í sinni sveit. Hið sama gildir um hænsnarækt. Sama hugsunin. Mikil fræði felast í því að rækta bardagahana. Þetta eru ekki bara hanar heldur sérstakt kyn og þar eru frægir bardagahanar eins vel metnir og góðir stóðhestar á Íslandi. Á þessum slóðum er ekki talað um neitt annað en hanaat og ættir bardagahana. Langafi þessa hana sem vann slaginn í gær... og svo framvegis.“ Hanaat er þjóðaríþrótt Dómíníkana og mun stærri en til dæmis hafnarbolti þar. Ekki er til sá staður þar sem ekki er búið að slá upp hanaatshring. „Í hverju einasta þorpi og til sveita má sjá slíkt. Og milljónir manna sem hafa atvinnu sína af hanaati og stunda það. Jón Ingi fellur kylliflatur fyrir þessari menningu. Það er dansað og hljómsveitir troða upp, skóburstun, verið að selja drykki og mat og haldin partí á undan og eftir,“ segir Toffi og erfitt að átta sig á því hvort hann er að lýsa umfjöllunarefni sínu eða persónulegri upplifun og skoðunum, sennilega rennur þetta saman.VIKINGO - Trailer from Jónatli Guðjónsson on Vimeo.Dýraníð og dýraníð Ekki fer hjá því að hanaat sé umdeilt, eins og oft vill verða með fyrirbæri sem eru framandi; og óneitanlega er þetta brútal. „Já, það má segja að þetta sé umdeilt sport. En, hafa ber í huga að hanaatið er elsta íþróttagrein í heiminum. Hún er upprunnin í Indus-dalnum fyrir hartnær 6000 árum og er getið um í annálum að þegar Alexander mikli fór um Kíberskarð á leið sinni til að sigra Indland, þá tafðist hann við hanaat. Þetta tafði framsókn hans, Alexander var heltekinn af þessu.“En, hvað sem líður langri sögu er erfitt að líta hjá því að þarna er verið að fara illa með dýr?„Jújú, ég get svo sem tekið undir það að þetta er einhvers konar dýraníð. Hins vegar má benda á að þessir hanar sem slást í hringnum lifa lífi kóngsins. Það er dekstrað við þá og dekrað. Þeir fá að vera frjálsir í einhverja sex mánuði áður en þeir eru teknir til þjálfunar. Og fá gott atlæti, vítamín og þjálfun. Svo fá þeir allar flottu stelpurnar ef þeir sigra slagina. Sá sem tapar lendir í pottrétti sem fátæklingar fá að hirða. Venjulega litlir pjakkar sem hirða hræin. Ekki er það reyndar alltaf að sá sem verður undir drepst, ef hann liggur niðri í einhverjar x margar sekúndur er hann dæmdur úr leik.“ Og, Þorfinnur greinir tvískinnung og hræsni varðandi umræðuna sem stundum blossar upp og þegar hanaat er fordæmt. „Ég held að það sé miklu meira dýraníð varðandi þessar eggjahænur sem eru í þessum a4-búrum allt sitt líf. Þær hljóta að líða vítiskvalir allt sitt líf. Og þær sem ræktaðar eru til manneldis, sem við borðum, étandi skítinn úr sjálfum sér, það hlýtur að vera ömurlegt líf og flokkast sem dýraníð.“Sveitaplebbinn í Vesturbænum. Toffi dvelur langdvölum með viðfangsefni sínu og fiskar eftir sögunni, þá vinnur tíminn stundum með.visir/vilhelmHeimildamyndagerð er fiskerí Þorfinnur er heillaður sögusviði sínu, hann er ánægður með myndina og það sem meira er; hann fann söguna. „Ég er ánægður með það. Myndin er í fullri lengd og hún heldur.“ Þegar ferill Toffa er skoðaður kemur á daginn að umfjöllunarefni hans koma úr óvæntum áttum, þau eru frumleg. Listamaðurinn gefur engan afslátt á því, frumskilyrði er að hann hafi áhuga á efninu. Alger nauðsyn. En, hvað ræður efnisvalinu? „Það er svo mikið vatn runnið til sjávar. Erfitt að hugsa það í samhengi. En ég hef stundum látið fólk hafa áhrif á mig. Og ég hef verið að melta hugmyndir og leitað eftir sögunni. Mér finnst áríðandi að það sé saga í öllum mínum myndum, og ég leita að hinu óvænta, þessu skrítna, einhverjum hvörfum.“ Eitt einkenni heimildamynda er hversu langan tíma það getur tekið að vinna þær. Kvikmyndagerðarmennirnir dvelja lengi með viðfangsefni sínu. „Já, ég leyfi tímanum að vinna með myndunum. Í mínum myndum eru það alltaf árstíðir sem ramma af söguheiminn. Á þessum tíma leiðir eitt af öðru og með því að nota tímann gerist alltaf eitthvað skemmtilegt og sniðugt og þar liggur söguefni.“Sem hlýtur þá að vera uppá von og óvon? „Já, já. Heimildamyndagerð er mikið fiskerí. Maður þarf að vera opinn, stanslaust með hugann við þetta og vera altekinn af því.“Áróðurinn í heimildamyndum Vegur heimildamynda hefur farið mjög vaxandi á undanförnum árum. Á Íslandi sem annars staðar og Toffi segir að Íslendingar eigi heimsklassa kvikmyndgerðarmenn. „Þó erfitt sé að gera myndir á Íslandi, þetta er eyja, sem takmarkandi, erfitt er að gera dýralífsmyndir til dæmis. Hér eru ekki mörg spendýr. Ég hef prófað að gera það og allar þessar tegundir heimildamynda og nú finnst mér einhvern veginn eins og hringnum sé lokað: Hef gert dýralífsmyndir, pólitískar mynd, portrett og nú er ég kominn í bardagahana.“ Blómaskeið heimildamynda birtist sjónvarpsáhorfendum um heim allan. Toffi segir þær vera að bjarga heiminum. „Þær benda á ýmislegt sem miður hefur farið. Hvernig gerir maður það? Jú, með þessari nýjustu tækni sem eru kvikmyndir. Og svo á netinu núna. Það eru ekkert allir að lesa þykka doðranta um ástandið. Sjónvarpsstöðvar eru að sýna myndir sem hafa beinlínis áhrif á heiminn, blessunarlega.“ Sem blaðamaður hef ég velt fyrir mér stöðu heimildamyndagerðamanna, finnst á stundum eins og þeir vilji stilla sér upp sem hlutlausir blaðamenn, en oft vill það reynast svo að þeir sökkvi í umfjöllunarefni sín og myndirnar breytist í hreinar og klárar áróðursmyndir. Fyrir margt löngu rakst ég á Toffa á bar, einu sinni sem oftar reyndar, meðan mynd hans Draumalandið var til sýninga og hélt því fram að þetta væri áróðursmynd. Toffa sárnaði þá en er rólegri gagnvart slíkum vangaveltum nú. „Það getur vel verið en þetta fer eftir myndunum, hverri og einni um sig. Ég viðurkenni að Draumalandið er ekki hlutlaus mynd. Lalli Jones er hlutlaus mynd, speglaði bara líf hans. Lalli var í vítahring og þannig er bygging myndarinnar. Lalli ætlaði alltaf að hætta að stela, ræna, rugla og dópa en endaði alltaf inn í þeirri hringrás. Ég held ég hafi brugðið upp fallegri mynd af manni sem er góð sál. Heimildamyndir mega alveg vera litaðar. Sem dæmi: Þetta er heimildasaga sem hann er að skrifa núna hann Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Moggans, þegar hann greinir frá sínum kommanjósnum, en sjónarhornið er hans, og það er litað og pólitískt. Það er ekki hlutlaust. En, þetta er heimildasaga, ef við leikum okkur með þetta orð, heimildir.“Svona verða myndir til Og þá loks erum við að nálgast það sem átti að vera upphaf þessa viðtals. Ferillinn. Hvernig má það vera að sveitastrákur úr Tungunum leggi fyrir sig kvikmyndagerð? Það var einhver innri þörf, fyrstu mynd sína lauk Toffi við árið 1993 en áður hafði hann farið til að læra kvikmyndagerð í Kaliforníu. „Svo fór ég að vinna í sjónvarpinu sem reyndist mér mikill skóli, kvikmyndatökumaður, klippari og pródúsent. Það reyndist minn besti skóli og þar fékk ég áhuga á heimildakvikmyndagerð. Þaðan er það sprottið. Og ég hef fests í þessu. Fengið hugmyndir eða einhver bankað uppá hjá mér. Eins og Jón Ingi í þessu tilfelli...“Bíddubíddu, erum við aftur komnir í bardagahanana? Hvað er með þennan Jón Inga? „Við höfum þekkst frá því ég var lítill strákur. Þeir eru þrír bræður þarna, uppátektarsamir í sveitinni og miklir töffarar. Manni stóð hálfpartinn beygur af þeim, þeir fóru mikinn og gerðu prakkarastrik. En fínir strákar engu að síður. En, það var Jón Ingi sem kom fram með þessa hugmynd á sínum tíma. Ég vildi fyrst ekkert af þessu vita, mér fannst þetta dýraníð, en svo hringdi hann í mig þegar kalt var í veðri, í sveitinni og skammdeginu, og bauð mér út til að kíkja á sögusviðið. Ég þáði boðið og sé ekki eftir því. Fann þarna sögu. Þetta er alltaf leitin að sögunni.“ Já, svona getur tilurð heimildamyndar verið.Ekki margir leika það eftir að gera mynd í black-out-i og klára dæmið. En, sú var raunin með Grandrokk the movie. Mynd sem er einskonar költ-mynd í dag.Gerði mynd í black-out-i Já, ferill Toffa er að sönnu tilkomumikill, ekki síst þegar haft er í huga hversu mikill tími getur farið í hverja mynd um sig:Húsey - 1993Hagamús: með lífið í lúkunum – 1997Lalli Johns - 2001Grandrokk the movie - 2003Hestasaga - 2004Draumalandið – 2009Bakka-Baldur - 2011Vikingo – 2014 Toffi hefur hlotið margvísleg verðlaun fyrir myndir sínar og Edduna fékk hann fyrir bæði Lalla Johns og Draumalandið. Sú mynd sem hins vegar hefur nánast flogið undir radar er Grand Rokk the Movie? „Já, Dagur Kári kallar hana blackout mynd. Þetta var skemmtilegur tími engu að síður. Já, ég myndi skilgreina hana eins og Dagur Kári. Reyna að gera bíómynd í blackouti. En, það er ekki fyrir alla að klára slíka mynd.“ Myndin fjallar um mannlífið á þeim sögufræga bar sem var Grand Rokk. Mynd í black-out-i... hefurðu átt í vandræðum með brennivínið? „Nei, það held ég ekki,“ segir Toffi, eins og honum komi spurningin á óvart. „Nei, nei. Ég hef alveg tekið mínar rispur. Aðallega er það nú þegar mér leiðist að ég fari í það. Í leiðindum. Ég er ekkert stoltur af því en það gerist. En, mér finnst alveg jafn gott að vera edrú. Það er mjög góð tilfinning.“Engan bilbug er að finna á Toffa, hann ætlar að sigra þennan krabba og sannarlega mun meininu ekki takast að koma í veg fyrir frumsýningu Vikingo.visir/vilhelmLifði góðu lífi á músamyndinni Sú mynd sem kom Toffa rækilega á kortið er músamyndin, sem Toffi segir hafa verið erfiða í gerð. „Þetta eru lítil dýr, og þetta útheimti mikinn undirbúning og mikla þolinmæði. Ég var í samstarfi við National Geografic og þeir voru með allskonar kröfur. Um sögu og nálægð, að þetta væri undir stjórn. Ekki bara svona eitthvað útí loftið. Það þyrfti að vera saga og hún sló í gegn af því að það er tvist í sögunni: Strákur hittir stelpu, strákur tapar stelpu, strákur nær í stelpu, en ugla nær í strák. Með því að fórna sér, en Óskar hét hann, gat Helga, stelpan, fengið að þreyja þorrann og góuna með fullt hús matar. Ástæðan fyrir því að hann fórnaði lífi sínu er að hann var minnugur harðneskjunnar. Hann kom úr seinna goti sumars og hafði ekki tíma til að safna sér nægum forða, hann þurfti að leita á náðir mannanna og komst af með því að fela sig inni í búrinu. Hann tók áhættu, varð áráttusafnari og þurfti að gjalda fyrir áráttu sína með lífi sínu. Það eru einhver skilaboð í því.“ National Geographic kom með meira en helminginn af fénu sem þurfti til framleiðslu músamyndarinnar, fjármagnaði myndina. „Ég lifði góðu lífi eftir þá mynd í mörg ár. Hún var sýnd útum allan heim, í gegnum netið þeirra, í allri Skandinavíu fyrir utan Svíþjóð, Þýskalandi, Frakklandi, hún fór á Discovery og um allan heim. Hún var alltaf að gefa af sér peninga. Það var mjög þægilegt fyrir fátækan íslenskan heimildakvikmyndagerðarmann.“Einfarinn sem vill vinna með öðrum Hestasagan er önnur mynd, sem einkennist af hvörfum eða óvæntum viðsnúningi atburðarrásar, sem er höfundareinkenni Toffa. Draumalandið sló svo öll aðsóknarmet heimildarmynda, sem Toffi átti áður með Lalla Johns en 17 þúsund komu til að sjá þá mynd í bíó, sem er afar gott fyrir heimildamynd. Það verður auðvitað ekkert hjá því komist í viðtali sem þessu að punda á viðmælandann þeirri spurningu hvað standi uppúr? Og sú spurning vefst vitaskuld fyrir Toffa, sem segir að það sé alltaf síðasta verk sem standi uppúr. „Þetta er erfið spurning. Ég er stoltur af öllum þessum myndum. Mér fannst gaman að gera hagamúsamyndina, Draumalandið veitti mér ákveðna friðþægingu, gat lagt mitt af mörkum í baráttunni fyrir landið. Og fékk að vinna með frábæru fólki. Ætli það standi ekki uppúr? Samvinna við aðra kvikmyndagerðarmenn. Ég hef verið einfari í minni kvikmyndagerð og vildi gjarnan vinna meira með öðrum aftur á ný, ef mér endist aldur og ævi.“Ætlar að sigra krabbann Það hvernig Toffi tekur til orða, þetta með aldur og ævi, er ekki innihaldslaust sí svona, hann greindist með illskeyttan krabba í júlí síðast liðinum. Þetta er ekki efni þessa viðtals en óhjákvæmilegt að nefna þetta; samhliða undirbúningi fyrir frumsýningu, sem mikið stress fylgir, er Toffi að ganga í gegnum mjög erfiða meðferð. Ekki að þetta standi í Toffa sem er furðu æðrulaus þegar hann segir mér af þessu: „Núna er ég í baráttunni og hef yfirhöndina sem stendur. Ég ætla að sigra þetta. Það segir mamma. Þetta er krabbi í spjaldhrygg. Ég fékk verki eftir hestatúr, mjög mikla, en ég var að temja hest sem ég fékk gefins frá Baldri á Bakka. Hann var hastur á brokkinu og ég fékk svakalegan verk og þá greindist þetta. En hesturinn er mikill gæðingur.“ Toffi lýsir sér sem „sveitaplebba“, hann hefur verið búsettur í Biskupstungum, en hann þarf að vera í höfuðborginni vegna erfiðrar meðferðar sem hann er nú að undirgangast. „Nú bý ég á Hávallagötu. Ótrúlegt hvað fólk hefur reynst mér vel núna. Ég þarf að vera í bænum útaf krabbameininu og það er fólk bauðst til að lána mér íbúðina sína þar til þessu lýkur, ég er djúpt snortinn yfir því hversu vel fólk hefur reynst mér, af gæsku sinni.“ Í vikunni sem ég ræddi við Þorfinn Guðnason vegna þessa viðtals þurfti hann að mæta í stóra lyfjagjöf, sprautur, sem eru liður í baráttunni við krabbameinið og Toffi lýsti áhrifunum þannig að þá sveiflist vitund sín inn og út eins og pendúll. „Þá er ég stundum ekki með sjálfum mér.“ Og, þá var bara að gera hlé og halda svo áfram. Þú verður að halda áfram, ég get ekki haldið áfram, ég held áfram.
Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Fleiri fréttir Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Sjá meira