Búast má við því að vindhviður við fjöll verði hættulegar eftir hádegi og fari jafnvel yfir 50 metra á sekúndu þegar verst lætur. Veðurstofa Íslands segir að ekkert ferðaveður verði í dag. Hættulegustu vindhviðurnar verða Vestanlands núna síðdegis en á Norðurlandi frá því seint í kvöld og fram á mánudagsmorgun.
Um leið og hvessir framan af degi má gera ráð fyrir hviðum 35 til 45 metra á sekúndu á utanverðu Kjalarnesi og Hafnarfjalli um hádegið. Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að um sex leytið lægi þar í skamma stund áður en aftur skellur á SV-átt og sums staðar ofsaveður með krapa og éljum.
Hvassast verður á SV-landinu í kvöld og á Norðurlandi á miðnætti og fram á morgun. Í kvöld mun kólna með slydduéljum og síðar éljum á V-helmingi landsins.
Búast við hættulegum vindhviðum

Tengdar fréttir

Byrjað að hvessa á suðvesturhorninu
Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir suðaustanáttin sé vaxandi og víða sé farið að rigna.

Vindhviður nái upp í 50 m/s annað kvöld
Stormur eða ofsaveður með éljum mun skella á landið sunnan- og vestan til annað kvöld.

Óveður í dag
Upp úr hádegi fer að hvessa verulega þegar vindhraðinn á að komast í 18-25 metrar á sekúndu og fylgir því talsverð rigning.

Óveðrið mögulega fyrr á ferðinni
Veðurstofan vekur áfram athygli á spá um illviðri síðdegis á morgun, sunnudag og fram á mánudag.

Svipað óveður í aðsigi og 1991: Fólk bindi niður lausa muni og hreinsi niðurföll
Miklu illviðri er spáð á morgun og á mánudag.