Eðlilegt að leita ekki eftir hæsta verði? Skjóðan skrifar 10. desember 2014 13:00 Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, telur bankann ekki hafa átt annan kost en að fara þessa leið. Bankastjóri Landsbankans heldur því fram fullum fetum að ekkert sé óeðlilegt við að bankinn skuli hafa selt hlut sinn í Borgun í beinni sölu til annarra eigenda félagsins án þess að leita eftir tilboðum til að hámarka söluverðið. Hann gengur lengra og telur bankann ekki hafa átt annan kost en að fara þessa leið. Landsbankinn er líka að selja hlut sinn í Valitor og ætlar að nota sömu aðferð og við söluna á Borgun. Það á að selja hlutinn í beinni sölu til Arion banka án þess að leita eftir öðrum tilboðum. Landsbankinn er næstum að fullu í eigu ríkisins og því eru stjórnendur Landsbankans að höndla með eigur almennings þegar þeir ráðstafa eignum bankans. Það hlýtur að vera ófrávíkjanleg krafa að þeir sem véla með almannaeignir leggi ávallt höfuðáherslu á að hámarka virði þeirra og gæta þess að gegnsæi við ráðstöfun þeirra sé eins mikið og mögulegt er. Það eru vond rök og óboðleg að rétt hafi verið að selja hluti bankans í greiðslukortafyrirtækjum án þess að leita eftir hæstu tilboðum vegna þess að Landsbankinn hafi sem minnihlutaeigandi haft takmarkaða möguleika á að afla sér upplýsinga um rekstur þessara fyrirtækja. Óboðlegt er líka að bankar séu sjálfir að sjá um sölu á fyrirtækjum í sinni eigu. Mun heillavænlegra og eðlilegra er að fengnir séu óháðir aðilar til að sjá um slíkar sölur í opnu ferli. Fjármálaráðherra fer með hluti ríkisins í endurreistu bönkunum og felur Bankasýslu ríkisins að fara með eigendavald á hluthafafundum þeirra. Bankasýslan ber þannig ábyrgð á því hvernig stjórn Landsbankans er skipuð og þar með einnig því hver situr í forstjórastóli bankans og hvernig eignum hans er ráðstafað. Nú hefur komið fram að hlutabréf Landsbankans í Borgun voru seld á tæplega sjöföldu margfeldi hagnaðar síðasta árs. Þetta margfeldi er mun lægra en margfeldi sambærilegra fyrirtækja erlendis, þar sem algengt er að margfeldið sé á bilinu 20-30 sinnum. Ekki er hægt að reikna með fyllilega sambærilegu margfeldi inni í gjaldeyrishöftum og tíðkast í Bandaríkjunum en við blasir að margfeldi sem er á bilinu 1/3-1/4 af því sem tíðkast erlendis gefur til kynna að Borgun hafi verið seld á allt of lágu verði. Slíkt væri mögulega hægt að réttlæta að undangengnu útboði fyrir opnum tjöldum en ekki þegar ákveðið er að selja hlutinn beint til valinna aðila án þess að leita annarra tilboða.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Borgunarmálið Skjóðan Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Sjá meira
Bankastjóri Landsbankans heldur því fram fullum fetum að ekkert sé óeðlilegt við að bankinn skuli hafa selt hlut sinn í Borgun í beinni sölu til annarra eigenda félagsins án þess að leita eftir tilboðum til að hámarka söluverðið. Hann gengur lengra og telur bankann ekki hafa átt annan kost en að fara þessa leið. Landsbankinn er líka að selja hlut sinn í Valitor og ætlar að nota sömu aðferð og við söluna á Borgun. Það á að selja hlutinn í beinni sölu til Arion banka án þess að leita eftir öðrum tilboðum. Landsbankinn er næstum að fullu í eigu ríkisins og því eru stjórnendur Landsbankans að höndla með eigur almennings þegar þeir ráðstafa eignum bankans. Það hlýtur að vera ófrávíkjanleg krafa að þeir sem véla með almannaeignir leggi ávallt höfuðáherslu á að hámarka virði þeirra og gæta þess að gegnsæi við ráðstöfun þeirra sé eins mikið og mögulegt er. Það eru vond rök og óboðleg að rétt hafi verið að selja hluti bankans í greiðslukortafyrirtækjum án þess að leita eftir hæstu tilboðum vegna þess að Landsbankinn hafi sem minnihlutaeigandi haft takmarkaða möguleika á að afla sér upplýsinga um rekstur þessara fyrirtækja. Óboðlegt er líka að bankar séu sjálfir að sjá um sölu á fyrirtækjum í sinni eigu. Mun heillavænlegra og eðlilegra er að fengnir séu óháðir aðilar til að sjá um slíkar sölur í opnu ferli. Fjármálaráðherra fer með hluti ríkisins í endurreistu bönkunum og felur Bankasýslu ríkisins að fara með eigendavald á hluthafafundum þeirra. Bankasýslan ber þannig ábyrgð á því hvernig stjórn Landsbankans er skipuð og þar með einnig því hver situr í forstjórastóli bankans og hvernig eignum hans er ráðstafað. Nú hefur komið fram að hlutabréf Landsbankans í Borgun voru seld á tæplega sjöföldu margfeldi hagnaðar síðasta árs. Þetta margfeldi er mun lægra en margfeldi sambærilegra fyrirtækja erlendis, þar sem algengt er að margfeldið sé á bilinu 20-30 sinnum. Ekki er hægt að reikna með fyllilega sambærilegu margfeldi inni í gjaldeyrishöftum og tíðkast í Bandaríkjunum en við blasir að margfeldi sem er á bilinu 1/3-1/4 af því sem tíðkast erlendis gefur til kynna að Borgun hafi verið seld á allt of lágu verði. Slíkt væri mögulega hægt að réttlæta að undangengnu útboði fyrir opnum tjöldum en ekki þegar ákveðið er að selja hlutinn beint til valinna aðila án þess að leita annarra tilboða.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Borgunarmálið Skjóðan Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Sjá meira