Þessi skóli kennir þér að elda, skúra, prjóna, strauja og vefa Kristján Már Unnarsson skrifar 8. desember 2014 21:15 Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað er sá eini sinnar tegundar sem eftir er í sveit á Íslandi. Þar segja menn að samstaða heimamanna á Austurlandi hafi bjargað honum. Fyrir hálfri öld stóðu húsmæðraskólar með blóma í helstu héruðum landsins. Þeir voru tíu talsins en nú eru aðeins tveir eftir; í Reykjavík og sá á Hallormsstað. Þegar spurt er hversvegna hann lifði af, einn sveitaskólanna, meðan hinir lögðust af í rauðsokkabyltingunni upp úr 1970 segir skólameistarinn, Bryndís Fiona Ford, að samstaða heimamanna hafi ráðið úrslitum.Bryndís Fiona Ford, skólameistari Handverks- og hússtjórnarskólans á Hallormsstað.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Það var samfélagið hér sem var stolt af þessum skóla og vildi ekki sjá hann loka á sínum tíma og tók höndum saman,“ segir Bryndís í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Aðsóknin hrundi líka að þessum skóla en í umbreytingarferli dóu Austfirðingar ekki ráðalausir. Benedikt Blöndal á Hallormsstað, sem snattast hefur í kringum skólann frá unga aldri, segir að þá hafi mönnum hugkvæmst að hafa þar heimilisfræðikennslu fyrir grunnskólabörn af Austurlandi. „Raunverulega hugsa ég að það hafi bara bjargað skólanum,“ segir Benedikt. Áður fyrr var þetta tveggja vetra nám en er núna einnar annar. Á haustönninni núna eru nítján stúlkur og einn piltur í skólanum. Í matsalnum spurðum við nemendur hvort þeim þætti skólinn gamaldags eða nútímalegur. Sóley Þrastardóttir, 18 ára nemandi úr Njarðvík, svaraði spurningunni þannig að það skipti ekki máli hvort þú værir fæddur 1960 eða 2030. „Þetta er eitthvað sem þú átt alltaf eftir að geta notað. Þú átt eftir að elda, alltaf. Þú getur alltaf prjónað, alltaf saumað. Þú þarft að strauja og þvo skó og svoleiðis. Þannig að mér finnst þetta alltaf nútímalegur skóli,“ sagði Sóley. Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 kl. 19.25 annaðkvöld, þriðjudagskvöld, kynnumst við lífinu í Handverks- og hússtjórnarskólanum á Hallormsstað.Úr "Baðstofunni" á Hallormsstað. Þar eru vefstólarnir en vefnaður er ein af valgreinum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson Fljótsdalshérað Skóla - og menntamál Um land allt Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað er sá eini sinnar tegundar sem eftir er í sveit á Íslandi. Þar segja menn að samstaða heimamanna á Austurlandi hafi bjargað honum. Fyrir hálfri öld stóðu húsmæðraskólar með blóma í helstu héruðum landsins. Þeir voru tíu talsins en nú eru aðeins tveir eftir; í Reykjavík og sá á Hallormsstað. Þegar spurt er hversvegna hann lifði af, einn sveitaskólanna, meðan hinir lögðust af í rauðsokkabyltingunni upp úr 1970 segir skólameistarinn, Bryndís Fiona Ford, að samstaða heimamanna hafi ráðið úrslitum.Bryndís Fiona Ford, skólameistari Handverks- og hússtjórnarskólans á Hallormsstað.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Það var samfélagið hér sem var stolt af þessum skóla og vildi ekki sjá hann loka á sínum tíma og tók höndum saman,“ segir Bryndís í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Aðsóknin hrundi líka að þessum skóla en í umbreytingarferli dóu Austfirðingar ekki ráðalausir. Benedikt Blöndal á Hallormsstað, sem snattast hefur í kringum skólann frá unga aldri, segir að þá hafi mönnum hugkvæmst að hafa þar heimilisfræðikennslu fyrir grunnskólabörn af Austurlandi. „Raunverulega hugsa ég að það hafi bara bjargað skólanum,“ segir Benedikt. Áður fyrr var þetta tveggja vetra nám en er núna einnar annar. Á haustönninni núna eru nítján stúlkur og einn piltur í skólanum. Í matsalnum spurðum við nemendur hvort þeim þætti skólinn gamaldags eða nútímalegur. Sóley Þrastardóttir, 18 ára nemandi úr Njarðvík, svaraði spurningunni þannig að það skipti ekki máli hvort þú værir fæddur 1960 eða 2030. „Þetta er eitthvað sem þú átt alltaf eftir að geta notað. Þú átt eftir að elda, alltaf. Þú getur alltaf prjónað, alltaf saumað. Þú þarft að strauja og þvo skó og svoleiðis. Þannig að mér finnst þetta alltaf nútímalegur skóli,“ sagði Sóley. Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 kl. 19.25 annaðkvöld, þriðjudagskvöld, kynnumst við lífinu í Handverks- og hússtjórnarskólanum á Hallormsstað.Úr "Baðstofunni" á Hallormsstað. Þar eru vefstólarnir en vefnaður er ein af valgreinum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson
Fljótsdalshérað Skóla - og menntamál Um land allt Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira