Sport

Þjálfari Green Bay Packers borðar ekki úti fyrir útileiki

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
McCarthy sveltir vonandi ekki
McCarthy sveltir vonandi ekki vísir/getty
Þjálfarar í NFL deildinni í bandarískum fótbolta hafa margir orð á sér fyrir að vera vanafastir og sumir hverjir gera alltaf það sama síðustu tvo sólarhringana fyrir leiki.

Mike McCarthy þjálfari Green Bay Packers hefur vanið sig á það að borða alltaf inni á hótelherbergi sínu fyrir leiki því Packers tapa alltaf þegar hann borðar úti fyrir útileiki.

„Við höfum tapað þremur síðustu leikjum okkar á útivelli þegar ég hef farið út að borða fyrir leikinn,“ sagði McCarthy. „Leikurinn sem angrar mig virkilega er þessi fjárans Kansas City leikur, 15-1.“

McCarthy er þar að tala um eina tapleik Packers tímabilið 2011-2012. Það var 17. desember 2011 þegar Kansas City vann 19-14 og var eina liðið sem lagði Packers að velli í deildarkeppninni.

McCarthy sveltir þó væntanlega ekki því í NFL leika margir stórir karlmenn sem þurfa að borða mikið og liðin í NFL sjá til þess að það sé ofgnótt af mat á liðshótelunum.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×