Jón og Helena best | Helena verið valin best síðan hún var 16 ára 5. desember 2014 16:03 Körfuknattleikssamband Íslands, KKÍ, tilkynnti í dag að Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir væru körfuknattleiksfólk ársins árið 2014. Þetta er í ellefta sinn sem Jón Arnór er valinn en Helena hefur nú alls verið valin tíu sinnum og það tíu sinnum í röð. Helena er 26 ára gömul og Jón Arnór 32 ára. Körfuknattleikskona og maður ársins 2014 voru valin af stjórn, starfsmönnum, afreksnefnd KKÍ og landsliðþjálfurum (yngri landsliða og A-landsliða).Hér að neðan má sjá upplýsingar frá KKÍ um kjörið.Körfuknattleikskona ársins 2014 1.sæti • Helena Sverrisdóttir 2.sæti • Hildur Björg Kjartansdóttir 3.sæti • Hildur Sigurðardóttir Aðrar sem fengu atkvæði í starfrófsröð: Bryndís Guðmundsdóttir Sara Rún Hinriksdóttir Sigrún ÁmundadóttirHelena Sverrisdóttir • CCC Polkowice, Póllandi Helena Sverrisdóttir er körfuknattleikskona árins 2014. Þetta er í 10. sinn sem Helena er kjörin körfuknattleikskona ársins en hún hefur haldið þessu titli núna í 10 ár samfellt. Helena lék á fyrri hluta ársins með Miskolc frá Ungverjalandi. Miskolc endaði sem deildarmeistari í Ungverjalandi en datt út í undanúrslitum og endaði að lokum í fjórða sæti deildarinnar eftir lokaslag um bronsið. Helena var fyrirliði íslenska landsliðsins sem lék í evrópukeppni smáþjóða s.l. sumar þar sem Ísland lenti í öðru sæti. Töpuðu þær úrslitaleiknum gegn heimastúlkum í Austurríki. Þrátt fyrir tapið var Helena valin besti leikmaður mótsins. Eftir sumarið samdi hún við pólska liðið CCC Polkowice og hefur hún leikið þar við góðan orðstír núna í vetur. Hildur Björg Kjartansdóttir • UTPA háskólinn, USA Hildur Björg er ein efnilegasta körfuknattleikskona landsins og átti hún frábært tímabil með Snæfelli síðasta vetur. Hún endaði veturinn sem Íslandsmeistari og var svo valin í úrvalslið Domino´s deildarinnar á lokahófi KKÍ: Hún var lykilmaður hjá íslenska landsliðinu síðasta sumar og byrjaði alla leiki Íslands á evrópukeppni smáþjóða í Austurríki. Eftir sumarið gekk hún til liðs við 1. deildar skólann UTPA háskólann í Texas. Er hún þar byrjunarliðsleikmaður hjá liðinu. Hildur Sigurðardóttir • Snæfell Hildur var valin besti leikmaður Domino´s deildarinnar á síðasta tímabili er hún leiddi lið sitt Snæfell til sigurs. Var hún valin besti leikmaður úrslitarimmunnar gegn Haukum. Síðasta sumar var hún byrjunarliðsleikmaður íslenska landsliðsins í Austurríki. Snæfell hefur haldið uppteknum hætti núna í haust og er á toppi Domino´s deildarinnar og er Hildur þar lykilleikmaður.Körfuknattleikskarl ársins 2014 1. sæti • Jón Arnór Stefánsson 2. sæti • Hlynur Bæringsson 3. sæti • Hörður Axel Vilhjálmsson Aðrir sem fengu atkvæði í stafrófsröð: Haukur Helgi Pálsson Jakob Örn Sigurðarson Martin Hermannsson Pavel ErmolinskijJón Arnór Stefánsson • Unicaja Malaga, Spáni Jón Arnór Stefánsson er körfuknattleiksmaður ársins 2014. Jón hefur þá hlotið nafnbótina alls 11 sinnum frá því að hann hlaut hana fyrst árið 2002. Jón Arnór skipti yfir frá CAI Zaragoza til Unicaja Malaga í spænsku úrvalsdeildinni, sem óhætt er að segja að sé besta deild Evrópu, og hefur lið Malaga verið eitt af stóru liðunum í deildinni undanfarin ár. Fyrrum lið Jóns Arnórs, CAI Zaragoza, lék í úrslitakeppninni í lok tímabilsins. Eftir tímabilið tóku við æfingar með landsliðinu en þar sem samningsmál Jóns voru ekki frágengin var útlit fyrir að hann myndi ekki leika með lansliðinu af þeim sökum. Þegar á hólmin var komið sýndi Jón Arnór hvar íslenska hjartað slær og tók þátt í seinni tveim leikjum liðsins. Óhætt er að segja að öðrum ólöstuðum að frammistaða hans fór langt með að senda íslenska landsliðið á lokamót Evrópukeppninnar í fyrsta sinn en gríðarlega mikilvægur sigur vannst á útivelli gegn Bretlandi þar sem hann var stigahæsti maður leiksins með 23 stig og gegn Bosníu hér heima í Laugardalshöll átti hann magnaða spretti, meðal annars skoraði hann fyrstu 12 stig Íslands, og með frammistöðu íslenska liðsins í heild náði það tilsettum markmiðum og komst áfram á lokamótið næsta haust.Hlynur Bæringsson • Sundsvall Dragons, Svíþjóð Hlynur var lykilmaður með liði sínu í Svíþjóð á síðastliðnu keppnistímabili þar sem hann hefur leikið síðan 2010. Sundsvall Dragons fór í úrslitakeppnina líkt og undanfarin ár en féll út í undanúrslitunum. Þá var Hlynur valinn varnarmaður ársins annað árið í röð í deildinni sem er mikið afrek. Með landsliðinu sannað Hlynur enn og aftur mikilvægi sitt fyrir liðið en með seiglu, baráttu og áræðni endaði hann í 5. sæti yfir frákæstahæstu menn undankeppninnar sem verður að teljast frábær árangur í jafn sterkri keppni og var framlag hans gríðarlega mikilvægt í árangri liðsins. Auk þess að skora 5.3 stig að meðaltali í leik þá var hann með 8.5 fráköst.Hörður Axel Vilhjálmsson • MBC, Þýskalandi Hörður lék fyrir á síðasta ári með Valencia í spænsku úrvalsdeildinni. Eftir tímabilið samdi hann strax við sitt fyrra félag í Þýskalandi, Mitteldeutscher BC sem leikur í efstu deild. Þar er Hörður mikilvægur leikmaður liðsins og er byrjunarliðsmaður. Hann hefur skorað 7.5 stig, tekið 1.4 fráköst og gefið 2.1 stoðsendingu að meðaltali í leik. Með landsliðinu í sumar var Hörður frábær í vörn og ekki síður sókn þar sem hann blómstraði í leikskipulagi liðsins. Hörður var með 12.3 stig, 2.3 fráköst og 3 stoðsendingar að meðaltali í leik með landsliðinu í undankeppni EM í sumar.Körfuboltafólk ársins frá árinu 1998: 1998: Helgi Jónas Guðfinnsson og Anna María Sveinsdóttir 1999: Herbert Arnarson og Guðbjörg Norðfjörð 2000: Ólafur Jón Ormsson og Erla Þorsteinsdóttir 2001: Logi Gunnarsson og Kristín Björk Jónsdóttir 2002: Jón Arnór Stefánsson og Birna Valgarðsdóttir 2003: Jón Arnór Stefánsson og Signý Hermannsdóttir 2004: Jón Arnór Stefánsson og Birna Valgarðsdóttir 2005: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2006: Brenton Birmingham og Helena Sverrisdóttir 2007: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2008: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2009: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2010: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2011: Jakob Örn Sigurðarson og Helena Sverrisdóttir 2012: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2013: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2014: Jón Arnór Stefánsson og Helena SverrisdóttirOftast valin Körfuboltamaður ársins:* 11 Jón Arnór Stefánsson (2002, 2003, 2004, 2005, 2007, 2008, 2009, 2010, 2012, 2013, 2014) 10 Helena Sverrisdóttir (2005, 2006, 2007, 2008, 2009, 2010, 2011, 2012, 2013, 2014) 4 Jón Kr. Gíslason (1987, 1989, 1992, 1993) 3 Kristinn Jörundsson (1973, 1975, 1977) 2 Jón Sigurðsson (1976, 1978) 2 Valur Ingimundarson (1984, 1988) 2 Guðmundur Bragason (1991, 1996) 2 Anna María Sveinsdóttir (1994, 1998) 2 Birna Valgarðsdóttir (2002, 2004) 1 Jakob Örn Sigurðarson (2011)* Valið hefur verið tvískipt síðan 1998 en frá 1973 til og með 1997 var aðeins valin einn aðili, karl eða kona, en síðan þá hafa verið valin Körfuknattleiksmaður og Körfuknattleikskona ársins Dominos-deild karla Fréttir ársins 2014 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Fleiri fréttir Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Sjá meira
Körfuknattleikssamband Íslands, KKÍ, tilkynnti í dag að Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir væru körfuknattleiksfólk ársins árið 2014. Þetta er í ellefta sinn sem Jón Arnór er valinn en Helena hefur nú alls verið valin tíu sinnum og það tíu sinnum í röð. Helena er 26 ára gömul og Jón Arnór 32 ára. Körfuknattleikskona og maður ársins 2014 voru valin af stjórn, starfsmönnum, afreksnefnd KKÍ og landsliðþjálfurum (yngri landsliða og A-landsliða).Hér að neðan má sjá upplýsingar frá KKÍ um kjörið.Körfuknattleikskona ársins 2014 1.sæti • Helena Sverrisdóttir 2.sæti • Hildur Björg Kjartansdóttir 3.sæti • Hildur Sigurðardóttir Aðrar sem fengu atkvæði í starfrófsröð: Bryndís Guðmundsdóttir Sara Rún Hinriksdóttir Sigrún ÁmundadóttirHelena Sverrisdóttir • CCC Polkowice, Póllandi Helena Sverrisdóttir er körfuknattleikskona árins 2014. Þetta er í 10. sinn sem Helena er kjörin körfuknattleikskona ársins en hún hefur haldið þessu titli núna í 10 ár samfellt. Helena lék á fyrri hluta ársins með Miskolc frá Ungverjalandi. Miskolc endaði sem deildarmeistari í Ungverjalandi en datt út í undanúrslitum og endaði að lokum í fjórða sæti deildarinnar eftir lokaslag um bronsið. Helena var fyrirliði íslenska landsliðsins sem lék í evrópukeppni smáþjóða s.l. sumar þar sem Ísland lenti í öðru sæti. Töpuðu þær úrslitaleiknum gegn heimastúlkum í Austurríki. Þrátt fyrir tapið var Helena valin besti leikmaður mótsins. Eftir sumarið samdi hún við pólska liðið CCC Polkowice og hefur hún leikið þar við góðan orðstír núna í vetur. Hildur Björg Kjartansdóttir • UTPA háskólinn, USA Hildur Björg er ein efnilegasta körfuknattleikskona landsins og átti hún frábært tímabil með Snæfelli síðasta vetur. Hún endaði veturinn sem Íslandsmeistari og var svo valin í úrvalslið Domino´s deildarinnar á lokahófi KKÍ: Hún var lykilmaður hjá íslenska landsliðinu síðasta sumar og byrjaði alla leiki Íslands á evrópukeppni smáþjóða í Austurríki. Eftir sumarið gekk hún til liðs við 1. deildar skólann UTPA háskólann í Texas. Er hún þar byrjunarliðsleikmaður hjá liðinu. Hildur Sigurðardóttir • Snæfell Hildur var valin besti leikmaður Domino´s deildarinnar á síðasta tímabili er hún leiddi lið sitt Snæfell til sigurs. Var hún valin besti leikmaður úrslitarimmunnar gegn Haukum. Síðasta sumar var hún byrjunarliðsleikmaður íslenska landsliðsins í Austurríki. Snæfell hefur haldið uppteknum hætti núna í haust og er á toppi Domino´s deildarinnar og er Hildur þar lykilleikmaður.Körfuknattleikskarl ársins 2014 1. sæti • Jón Arnór Stefánsson 2. sæti • Hlynur Bæringsson 3. sæti • Hörður Axel Vilhjálmsson Aðrir sem fengu atkvæði í stafrófsröð: Haukur Helgi Pálsson Jakob Örn Sigurðarson Martin Hermannsson Pavel ErmolinskijJón Arnór Stefánsson • Unicaja Malaga, Spáni Jón Arnór Stefánsson er körfuknattleiksmaður ársins 2014. Jón hefur þá hlotið nafnbótina alls 11 sinnum frá því að hann hlaut hana fyrst árið 2002. Jón Arnór skipti yfir frá CAI Zaragoza til Unicaja Malaga í spænsku úrvalsdeildinni, sem óhætt er að segja að sé besta deild Evrópu, og hefur lið Malaga verið eitt af stóru liðunum í deildinni undanfarin ár. Fyrrum lið Jóns Arnórs, CAI Zaragoza, lék í úrslitakeppninni í lok tímabilsins. Eftir tímabilið tóku við æfingar með landsliðinu en þar sem samningsmál Jóns voru ekki frágengin var útlit fyrir að hann myndi ekki leika með lansliðinu af þeim sökum. Þegar á hólmin var komið sýndi Jón Arnór hvar íslenska hjartað slær og tók þátt í seinni tveim leikjum liðsins. Óhætt er að segja að öðrum ólöstuðum að frammistaða hans fór langt með að senda íslenska landsliðið á lokamót Evrópukeppninnar í fyrsta sinn en gríðarlega mikilvægur sigur vannst á útivelli gegn Bretlandi þar sem hann var stigahæsti maður leiksins með 23 stig og gegn Bosníu hér heima í Laugardalshöll átti hann magnaða spretti, meðal annars skoraði hann fyrstu 12 stig Íslands, og með frammistöðu íslenska liðsins í heild náði það tilsettum markmiðum og komst áfram á lokamótið næsta haust.Hlynur Bæringsson • Sundsvall Dragons, Svíþjóð Hlynur var lykilmaður með liði sínu í Svíþjóð á síðastliðnu keppnistímabili þar sem hann hefur leikið síðan 2010. Sundsvall Dragons fór í úrslitakeppnina líkt og undanfarin ár en féll út í undanúrslitunum. Þá var Hlynur valinn varnarmaður ársins annað árið í röð í deildinni sem er mikið afrek. Með landsliðinu sannað Hlynur enn og aftur mikilvægi sitt fyrir liðið en með seiglu, baráttu og áræðni endaði hann í 5. sæti yfir frákæstahæstu menn undankeppninnar sem verður að teljast frábær árangur í jafn sterkri keppni og var framlag hans gríðarlega mikilvægt í árangri liðsins. Auk þess að skora 5.3 stig að meðaltali í leik þá var hann með 8.5 fráköst.Hörður Axel Vilhjálmsson • MBC, Þýskalandi Hörður lék fyrir á síðasta ári með Valencia í spænsku úrvalsdeildinni. Eftir tímabilið samdi hann strax við sitt fyrra félag í Þýskalandi, Mitteldeutscher BC sem leikur í efstu deild. Þar er Hörður mikilvægur leikmaður liðsins og er byrjunarliðsmaður. Hann hefur skorað 7.5 stig, tekið 1.4 fráköst og gefið 2.1 stoðsendingu að meðaltali í leik. Með landsliðinu í sumar var Hörður frábær í vörn og ekki síður sókn þar sem hann blómstraði í leikskipulagi liðsins. Hörður var með 12.3 stig, 2.3 fráköst og 3 stoðsendingar að meðaltali í leik með landsliðinu í undankeppni EM í sumar.Körfuboltafólk ársins frá árinu 1998: 1998: Helgi Jónas Guðfinnsson og Anna María Sveinsdóttir 1999: Herbert Arnarson og Guðbjörg Norðfjörð 2000: Ólafur Jón Ormsson og Erla Þorsteinsdóttir 2001: Logi Gunnarsson og Kristín Björk Jónsdóttir 2002: Jón Arnór Stefánsson og Birna Valgarðsdóttir 2003: Jón Arnór Stefánsson og Signý Hermannsdóttir 2004: Jón Arnór Stefánsson og Birna Valgarðsdóttir 2005: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2006: Brenton Birmingham og Helena Sverrisdóttir 2007: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2008: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2009: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2010: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2011: Jakob Örn Sigurðarson og Helena Sverrisdóttir 2012: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2013: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2014: Jón Arnór Stefánsson og Helena SverrisdóttirOftast valin Körfuboltamaður ársins:* 11 Jón Arnór Stefánsson (2002, 2003, 2004, 2005, 2007, 2008, 2009, 2010, 2012, 2013, 2014) 10 Helena Sverrisdóttir (2005, 2006, 2007, 2008, 2009, 2010, 2011, 2012, 2013, 2014) 4 Jón Kr. Gíslason (1987, 1989, 1992, 1993) 3 Kristinn Jörundsson (1973, 1975, 1977) 2 Jón Sigurðsson (1976, 1978) 2 Valur Ingimundarson (1984, 1988) 2 Guðmundur Bragason (1991, 1996) 2 Anna María Sveinsdóttir (1994, 1998) 2 Birna Valgarðsdóttir (2002, 2004) 1 Jakob Örn Sigurðarson (2011)* Valið hefur verið tvískipt síðan 1998 en frá 1973 til og með 1997 var aðeins valin einn aðili, karl eða kona, en síðan þá hafa verið valin Körfuknattleiksmaður og Körfuknattleikskona ársins
Dominos-deild karla Fréttir ársins 2014 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Fleiri fréttir Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Sjá meira