Svona gerirðu graflax Rikka skrifar 5. desember 2014 14:30 visir/Rikka Í Eldhúsinu hans Eyþórs í gær sýndi meistarakokkurinn okkur hvernig á að grafa lax með einföldum hætti. Hér er að finna uppskriftina af honum sem og hinni einu sönnu graflaxsósu.Graflax 1 laxaflak 250 gr púðursykur 250 gr gróft salt ½ msk dill ½ msk kórianderfræ ½ msk fennelfræ ½ msk dillfræ ½ msk sinnepsfræ ½ staup af íslensku brennivíni eða vodka (má sleppa) Blandið sykrinum og saltinu saman í skál. Stráið 1/3 af saltinu á bakka og leggið laxaflakið ofan á það. Hellið restinni af salt og sykurblöndunni yfir laxaflakið og nuddið vel inn í laxinn. Stráið þurrkryddunum jafnt yfir allt laxaflakið. Dreifið víninu yfir og setjið flakið inn á kæli og látið standa í 16 tíma. Snúið svo flakinu á hina hliðana og látið standa í aðra 16 tíma. Takið flakið af bakkanum og pakkið því vel inn.Graflaxssósa 200 gr majónes 80 gr dijonsinnep 80 gr púðursykur 1 msk þurrkað dill Setjið allt hráefni saman í hrærivélarskál og vinnið saman í ca. 4 mínútur eða þar til að sykurinn er allur búinn að leysast upp. Geymið í kæli yfir nótt. Eyþór Rúnarsson Jólamatur Mest lesið Smákökurnar slógu í gegn Jól Gyðingakökur Jól Brotið blað um jól Jólin Hin fyrstu jól Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Sálmur 84 - Signuð skín réttlætis sólin Jól Dönsk jólagæs vék fyrir sænskri skinku Jól Gæludýrin veikjast af jólamat og skrauti Jól Kveikt á trénu í Smáralind Jól
Í Eldhúsinu hans Eyþórs í gær sýndi meistarakokkurinn okkur hvernig á að grafa lax með einföldum hætti. Hér er að finna uppskriftina af honum sem og hinni einu sönnu graflaxsósu.Graflax 1 laxaflak 250 gr púðursykur 250 gr gróft salt ½ msk dill ½ msk kórianderfræ ½ msk fennelfræ ½ msk dillfræ ½ msk sinnepsfræ ½ staup af íslensku brennivíni eða vodka (má sleppa) Blandið sykrinum og saltinu saman í skál. Stráið 1/3 af saltinu á bakka og leggið laxaflakið ofan á það. Hellið restinni af salt og sykurblöndunni yfir laxaflakið og nuddið vel inn í laxinn. Stráið þurrkryddunum jafnt yfir allt laxaflakið. Dreifið víninu yfir og setjið flakið inn á kæli og látið standa í 16 tíma. Snúið svo flakinu á hina hliðana og látið standa í aðra 16 tíma. Takið flakið af bakkanum og pakkið því vel inn.Graflaxssósa 200 gr majónes 80 gr dijonsinnep 80 gr púðursykur 1 msk þurrkað dill Setjið allt hráefni saman í hrærivélarskál og vinnið saman í ca. 4 mínútur eða þar til að sykurinn er allur búinn að leysast upp. Geymið í kæli yfir nótt.
Eyþór Rúnarsson Jólamatur Mest lesið Smákökurnar slógu í gegn Jól Gyðingakökur Jól Brotið blað um jól Jólin Hin fyrstu jól Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Sálmur 84 - Signuð skín réttlætis sólin Jól Dönsk jólagæs vék fyrir sænskri skinku Jól Gæludýrin veikjast af jólamat og skrauti Jól Kveikt á trénu í Smáralind Jól