Leggja til að hefndarklám verði refsivert Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. desember 2014 16:41 Hefndarklám er það þegar að myndum eða myndskeiðum er dreift eða þau birt án leyfis þess sem þar er. Vísir/Getty Þingmenn Bjartrar framtíðar hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um breytingar á hegningarlögum. Í frumvarpinu er lagt til að hefndarklám verði gert refsivert. Hefndarklám er það þegar að myndum eða myndskeiðum er dreift eða þau birt án leyfis þess sem þar er. Er dreifingin og/eða birtingin til þess fallin að valda þeim sem er á myndunum eða í myndskeiðunum vanlíðan eða tjóni eða er lítilsvirðandi fyrir hann, eins og það er orðað í greinargerðinni. Nektarmyndum og kynferðislegum myndum og/eða myndskeiðum er gjarnan dreift í þessum tilgangi. Stundum er myndefni af þessum toga jafnvel dreift í hefndarskyni í kjölfar þess að ástarsambandi lýkur en einnig er myndefni dreift sem einstaklingur hefur sent sjálfur og ekki talið að myndi fara neitt áfram. Mikil umræða hefur skapast um dreifingu nektarmynda á netinu upp á síðkastið. Til að mynda vakti mál Tinnu Ingólfsdóttur mikla athygli en nektarmyndum, sem hún hafði sent af sér til tveggja manna sem hún taldi vini sína, var dreift um netið. Pistill hennar, Ert þú ekki þessi stelpa?, fjallaði um reynslu hennar í kjölfar þess að hafa sem ung stúlka sent nektarmyndir af sér sem síðan fóru í dreifingu. Málið tók verulega á Tinnu bæði á líkama og sál og hafði alvarlegar afleiðingar í för með sér. Lokaði hún sig af félagslega og átti erfitt uppdráttar í grunnskóla. „Ég var kölluð druslan,“ sagði hún í viðtali í Íslandi í dag sem gestir málþingsins horfðu á í dag. Tinna lést þann 21.maí síðastliðinn en móðir hennar heldur baráttunni áfram. Frumvarpið var lagt fram á Alþingi í dag en til að það verði að lögum þarf það að fara í gegnum 3 umræður auk þess sem það fer til umræðu hjá þingnefnd. Vísir greindi frá því í haust að tölfræði frá síðasta vetri gefi þingmönnum ekki ástæðu til að vera bjartsýnir á að mál þeirra nái fram að ganga; af þeim 172 frumvörpum sem lögðu voru fram voru 91 samþykkt sem lög. Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Þingmenn Bjartrar framtíðar hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um breytingar á hegningarlögum. Í frumvarpinu er lagt til að hefndarklám verði gert refsivert. Hefndarklám er það þegar að myndum eða myndskeiðum er dreift eða þau birt án leyfis þess sem þar er. Er dreifingin og/eða birtingin til þess fallin að valda þeim sem er á myndunum eða í myndskeiðunum vanlíðan eða tjóni eða er lítilsvirðandi fyrir hann, eins og það er orðað í greinargerðinni. Nektarmyndum og kynferðislegum myndum og/eða myndskeiðum er gjarnan dreift í þessum tilgangi. Stundum er myndefni af þessum toga jafnvel dreift í hefndarskyni í kjölfar þess að ástarsambandi lýkur en einnig er myndefni dreift sem einstaklingur hefur sent sjálfur og ekki talið að myndi fara neitt áfram. Mikil umræða hefur skapast um dreifingu nektarmynda á netinu upp á síðkastið. Til að mynda vakti mál Tinnu Ingólfsdóttur mikla athygli en nektarmyndum, sem hún hafði sent af sér til tveggja manna sem hún taldi vini sína, var dreift um netið. Pistill hennar, Ert þú ekki þessi stelpa?, fjallaði um reynslu hennar í kjölfar þess að hafa sem ung stúlka sent nektarmyndir af sér sem síðan fóru í dreifingu. Málið tók verulega á Tinnu bæði á líkama og sál og hafði alvarlegar afleiðingar í för með sér. Lokaði hún sig af félagslega og átti erfitt uppdráttar í grunnskóla. „Ég var kölluð druslan,“ sagði hún í viðtali í Íslandi í dag sem gestir málþingsins horfðu á í dag. Tinna lést þann 21.maí síðastliðinn en móðir hennar heldur baráttunni áfram. Frumvarpið var lagt fram á Alþingi í dag en til að það verði að lögum þarf það að fara í gegnum 3 umræður auk þess sem það fer til umræðu hjá þingnefnd. Vísir greindi frá því í haust að tölfræði frá síðasta vetri gefi þingmönnum ekki ástæðu til að vera bjartsýnir á að mál þeirra nái fram að ganga; af þeim 172 frumvörpum sem lögðu voru fram voru 91 samþykkt sem lög.
Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira