Pistill: Afreksmenn í öðru en handbolta og fótbolta svelta á Íslandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. desember 2014 14:54 Þráinn Hafsteinsson. vísir/ernir Þráinn Hafsteinsson, yfirþjálfari frjálsíþróttadeildar ÍR, segir í pistli sem hann sendir fjölmiðlum í dag, að afreksmenn annarra íþrótta en handbolta og fótbolta svelti á Íslandi. Barna- og unglingastarf í íslensku íþróttahreyfingunni segir hann vera með því besta sem þekkist í heiminum, en afreksmenn sem ætla sér lengra í öðru en boltagreinunum tveimur sem hann nefnir hafi engar fjárhagslegar forsendur til að fara í atvinnumennsku. „Afreksíþróttastefna íþróttahreyfingarinnar er ekki framkvæmanleg vegna smánarlega lítils framlags ríkisins í afreksíþróttir á Íslandi,“ segir Þráinn. Hann kvartar yfir því að fjármagn skorti til að hlúa að íslenskum afreksmönnum til að nýta þá heimsklassa aðstöðu og þá frábæru þjálfara sem íslenskt íþróttalíf býr yfir. „Fjármagn vantar til að skapa fyrirmyndum íslenskrar æsku farveg til að blómstra og hafa jákvæð áhrif á íslenskt samfélag. Fjármuni sem búið er að sýna fram á að skila sér margfallt til baka í jákvæðum áhrifum á heilsufar, lífsstíl, sálræna og félagslega færni og félagsauð í samfélaginu,“ segir Þráinn og bætir við: „Ef efnilegur íþróttamaður ætlar að verða afreksmaður í öðru en fótbolta eða handbolta þá er hann jafnframt að taka ákvörðun um að vera launalaus og fjárhagslega upp á foreldra eða aðra nákomna kominn meðan á afreksferlinum stendur og þar með slippur og snauður að ferli loknum. “Pistill Þráins í heild sinni:Mikil og góð þróun hefur orðið á s.l. 20 árum í æfingum og keppni þeirra yngstu í íþróttum á Íslandi. Stefna íþróttahreyfingarinnar hefur verið skýr og framkvæmanleg. Íþróttafélögin hafa lagt metnað sinn í að bjóða upp á fjölþætt og faglegt íþróttastarf með góðum stuðningi sveitarfélaganna sem hafa byggt aðstöðu, styrkt félögin mun betur fjárhagslega en áður var og stutt iðkendur til þátttöku. Stefnumótun sveitarfélaganna hefur byggt á niðurstöðum innlendra og erlendra rannsókna s.l. áratugi sem sýna fram á ótvíræð jákvæð og uppbyggileg áhrif íþróttastarfs á samfélagið. Stjórnendur sveitarfélaga eru fyrir löngu búnir að kveikja á mikilvægi íþróttastarfsins og gróðanum af því. Íþróttafélögin taka gjald fyrir sína þjónustu af iðkendunum og geta því greitt þjálfurum barna og unglinga þokkaleg laun fyrir sína vinnu. Menntunarstig íslenskra yngri flokka þjálfara hefur farið hratt vaxandi á undanförnum árum og er með því allra besta sem gerist í heiminum. Aðstaðan hefur tekið stökkbreytingum á s.l. tuttugu árum þökk sé sveitarfélögunum. Fleiri greinar íþrótta eru nú stundaðar en nokkru sinni fyrr og hærra hlutfalla barna stundar reglulega íþróttir en nokkru sinni áður. Sem dæmi má nefna að rúmlega 80% allra ellefu ára barna á landinu stunda íþróttir með íþróttafélagi. Ánægja iðkenda í íþróttastarfi er í kringum 90% og fjöldi ungra og efnilegir íþróttamanna koma nú fram á hverju ári, þrátt fyrir tölvuöldina. Barna- og unglingastarf í íslensku íþróttahreyfingunni er meðal þess besta sem þekkist í heiminum.Afreksmennirnir upp á ættingja komnir En þegar ungir og efnilegir íþróttamenn stíga inn á svið afreksþjálfunar og keppni erum við í flokki með þróunarlöndunum hvað varðar stuðning. Afreksmenn í fótbolta og handbolta fá sín tækifæri hjá atvinnumannaliðum erlendis eftir gott íþróttauppeldi á Íslandi en afreksmenn annarra íþróttagreina á Íslandi svelta. Þeir hafa engar fjárhagslega forsendur til að halda út á braut afreksmennskunnar. Afreksíþróttastefna íþróttahreyfingarinnar er ekki framkvæmanleg vegna smánarlega lítils framlags ríkisins í afreksíþróttir á Íslandi.Fjársvelti landssamtakanna í 30 ár Á sama tíma og sveitarfélögin hafa tekið mark á rannsóknaniðurstöðum um ómetanlegt framlag íþróttanna til samfélagsins og íþróttafélögin hafa stóreflst með stuðningi þeirra hefur ríkisvaldið lítið lært. Þrátt fyrir alla vitneskjuna hefur framlag ríkissjóðs sem hlutfall af ríksiútgjöldum lækkað ef borin eru saman árin 1984 og 2014. Misræmið á milli stuðnings sveitarfélaganna við barna- og unglingastarfið og ríkisins við afreksstarfið er orðið æpandi.Aðstæður fyrir afreksíþróttir hafa tekið framförum Aðrar forsendur en fjárhagslegar hafa breyst verulega til hins betra fyrir afreksmennskuna á Íslandi á s.l. tveimur áratugum. Fleiri ungir afreksmenn koma fram en áður upp úr frábæru starfi íþróttafélaganna. Menntun, reynsla og færni þjálfaranna á afrekssviðinu er á heimsmælikvarða í mörgum íþróttagreinum. Aðstaðan hefur tekið stökkbreytingum fyrir tilstilli sveitarfélaganna. Stoðþjónusta við afreksíþróttir í formi læknishjálpar, sjúkarþjálfara, sálfræðinga, nuddara og íþróttafræðinga er einnig komin á mjög hátt stig hér á landi.Fjármagnið vantar Fjármagn vantar hinsvegar til að hlúa að okkar afreksmönnum, til að nýta aðstöðuna, nýta þjálfarana, nýta sérfræðingana, til að æfa og keppa heima og erlendis og til að nýta þau tækifæri sem felast í því að eiga íþróttamenn á heimsmælikvarða. Fjármagn vantar til að skapa fyrirmyndum íslenskrar æsku farveg til að blómstra og hafa jákvæð áhrif á íslenskt samfélag. Fjármuni sem búið er að sýna fram á að skila sér margfallt til baka í jákvæðum áhrifum á heilsufar, lífsstíl, sálræna og félagslega færni og félagsauð í samfélaginu. Afreksmennirnir slippir og snauðir Ef efnilegur íþróttamaður ætlar að verða afreksmaður í öðru en fótbolta eða handbolta þá er hann jafnframt að taka ákvörðun um að vera launalaus og fjárhagslega upp á foreldra eða aðra nákomna kominn meðan á afreksferlinum stendur og þar með slippur og snauður að ferli loknum. Er þetta framtíðarsýnin sem við viljum kynna fyrir ungu afreksfólki á Íslandi?Fjárframlög ríkisins þarf að tífalda Framlag ríkissjóðs til afrekssjóðs ÍSÍ er áætlað 70 milljónir á árinu 2015. Til samanburðar leggur sveitarfélagið Garðabær 60 milljónir til íþróttafélagsins Stjörnunnar til afreksíþrótta á árs grundvelli. Til að koma starfsemi landssamtaka íþróttahreyfingarinnar og afreksíþróttanna á svipaðan grunn og sveitarfélögin hafa skapað íþróttafélögunum og barnaíþróttunum þyrfti að byrja á að tífalda framlag ríkisins til afrekssjóðs ÍSÍ. Þá yrði fyrst hægt að gera kröfu til þess að landssamtökin gætu gert eitthvað sem munar um í afreksíþróttastarfi á Íslandi. Íþróttir Tengdar fréttir Frjálsíþróttafólk í Reykjavík fær takmarkaðan tíma í Höllinni Frjálsíþróttafólk í Reykjavík fær takmarkaðan aðgang að Laugardalshöllinni. Heimsklassaaðstaða ónotuð svo klukkutímum skiptir á hverjum degi. Borgin þarf að borga fyrir fleiri æfingastundir liðanna. 3. nóvember 2014 06:00 Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Younghoe sparkað burt Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Hefur orðið heimsmeistari jafn oft og Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sjá meira
Þráinn Hafsteinsson, yfirþjálfari frjálsíþróttadeildar ÍR, segir í pistli sem hann sendir fjölmiðlum í dag, að afreksmenn annarra íþrótta en handbolta og fótbolta svelti á Íslandi. Barna- og unglingastarf í íslensku íþróttahreyfingunni segir hann vera með því besta sem þekkist í heiminum, en afreksmenn sem ætla sér lengra í öðru en boltagreinunum tveimur sem hann nefnir hafi engar fjárhagslegar forsendur til að fara í atvinnumennsku. „Afreksíþróttastefna íþróttahreyfingarinnar er ekki framkvæmanleg vegna smánarlega lítils framlags ríkisins í afreksíþróttir á Íslandi,“ segir Þráinn. Hann kvartar yfir því að fjármagn skorti til að hlúa að íslenskum afreksmönnum til að nýta þá heimsklassa aðstöðu og þá frábæru þjálfara sem íslenskt íþróttalíf býr yfir. „Fjármagn vantar til að skapa fyrirmyndum íslenskrar æsku farveg til að blómstra og hafa jákvæð áhrif á íslenskt samfélag. Fjármuni sem búið er að sýna fram á að skila sér margfallt til baka í jákvæðum áhrifum á heilsufar, lífsstíl, sálræna og félagslega færni og félagsauð í samfélaginu,“ segir Þráinn og bætir við: „Ef efnilegur íþróttamaður ætlar að verða afreksmaður í öðru en fótbolta eða handbolta þá er hann jafnframt að taka ákvörðun um að vera launalaus og fjárhagslega upp á foreldra eða aðra nákomna kominn meðan á afreksferlinum stendur og þar með slippur og snauður að ferli loknum. “Pistill Þráins í heild sinni:Mikil og góð þróun hefur orðið á s.l. 20 árum í æfingum og keppni þeirra yngstu í íþróttum á Íslandi. Stefna íþróttahreyfingarinnar hefur verið skýr og framkvæmanleg. Íþróttafélögin hafa lagt metnað sinn í að bjóða upp á fjölþætt og faglegt íþróttastarf með góðum stuðningi sveitarfélaganna sem hafa byggt aðstöðu, styrkt félögin mun betur fjárhagslega en áður var og stutt iðkendur til þátttöku. Stefnumótun sveitarfélaganna hefur byggt á niðurstöðum innlendra og erlendra rannsókna s.l. áratugi sem sýna fram á ótvíræð jákvæð og uppbyggileg áhrif íþróttastarfs á samfélagið. Stjórnendur sveitarfélaga eru fyrir löngu búnir að kveikja á mikilvægi íþróttastarfsins og gróðanum af því. Íþróttafélögin taka gjald fyrir sína þjónustu af iðkendunum og geta því greitt þjálfurum barna og unglinga þokkaleg laun fyrir sína vinnu. Menntunarstig íslenskra yngri flokka þjálfara hefur farið hratt vaxandi á undanförnum árum og er með því allra besta sem gerist í heiminum. Aðstaðan hefur tekið stökkbreytingum á s.l. tuttugu árum þökk sé sveitarfélögunum. Fleiri greinar íþrótta eru nú stundaðar en nokkru sinni fyrr og hærra hlutfalla barna stundar reglulega íþróttir en nokkru sinni áður. Sem dæmi má nefna að rúmlega 80% allra ellefu ára barna á landinu stunda íþróttir með íþróttafélagi. Ánægja iðkenda í íþróttastarfi er í kringum 90% og fjöldi ungra og efnilegir íþróttamanna koma nú fram á hverju ári, þrátt fyrir tölvuöldina. Barna- og unglingastarf í íslensku íþróttahreyfingunni er meðal þess besta sem þekkist í heiminum.Afreksmennirnir upp á ættingja komnir En þegar ungir og efnilegir íþróttamenn stíga inn á svið afreksþjálfunar og keppni erum við í flokki með þróunarlöndunum hvað varðar stuðning. Afreksmenn í fótbolta og handbolta fá sín tækifæri hjá atvinnumannaliðum erlendis eftir gott íþróttauppeldi á Íslandi en afreksmenn annarra íþróttagreina á Íslandi svelta. Þeir hafa engar fjárhagslega forsendur til að halda út á braut afreksmennskunnar. Afreksíþróttastefna íþróttahreyfingarinnar er ekki framkvæmanleg vegna smánarlega lítils framlags ríkisins í afreksíþróttir á Íslandi.Fjársvelti landssamtakanna í 30 ár Á sama tíma og sveitarfélögin hafa tekið mark á rannsóknaniðurstöðum um ómetanlegt framlag íþróttanna til samfélagsins og íþróttafélögin hafa stóreflst með stuðningi þeirra hefur ríkisvaldið lítið lært. Þrátt fyrir alla vitneskjuna hefur framlag ríkissjóðs sem hlutfall af ríksiútgjöldum lækkað ef borin eru saman árin 1984 og 2014. Misræmið á milli stuðnings sveitarfélaganna við barna- og unglingastarfið og ríkisins við afreksstarfið er orðið æpandi.Aðstæður fyrir afreksíþróttir hafa tekið framförum Aðrar forsendur en fjárhagslegar hafa breyst verulega til hins betra fyrir afreksmennskuna á Íslandi á s.l. tveimur áratugum. Fleiri ungir afreksmenn koma fram en áður upp úr frábæru starfi íþróttafélaganna. Menntun, reynsla og færni þjálfaranna á afrekssviðinu er á heimsmælikvarða í mörgum íþróttagreinum. Aðstaðan hefur tekið stökkbreytingum fyrir tilstilli sveitarfélaganna. Stoðþjónusta við afreksíþróttir í formi læknishjálpar, sjúkarþjálfara, sálfræðinga, nuddara og íþróttafræðinga er einnig komin á mjög hátt stig hér á landi.Fjármagnið vantar Fjármagn vantar hinsvegar til að hlúa að okkar afreksmönnum, til að nýta aðstöðuna, nýta þjálfarana, nýta sérfræðingana, til að æfa og keppa heima og erlendis og til að nýta þau tækifæri sem felast í því að eiga íþróttamenn á heimsmælikvarða. Fjármagn vantar til að skapa fyrirmyndum íslenskrar æsku farveg til að blómstra og hafa jákvæð áhrif á íslenskt samfélag. Fjármuni sem búið er að sýna fram á að skila sér margfallt til baka í jákvæðum áhrifum á heilsufar, lífsstíl, sálræna og félagslega færni og félagsauð í samfélaginu. Afreksmennirnir slippir og snauðir Ef efnilegur íþróttamaður ætlar að verða afreksmaður í öðru en fótbolta eða handbolta þá er hann jafnframt að taka ákvörðun um að vera launalaus og fjárhagslega upp á foreldra eða aðra nákomna kominn meðan á afreksferlinum stendur og þar með slippur og snauður að ferli loknum. Er þetta framtíðarsýnin sem við viljum kynna fyrir ungu afreksfólki á Íslandi?Fjárframlög ríkisins þarf að tífalda Framlag ríkissjóðs til afrekssjóðs ÍSÍ er áætlað 70 milljónir á árinu 2015. Til samanburðar leggur sveitarfélagið Garðabær 60 milljónir til íþróttafélagsins Stjörnunnar til afreksíþrótta á árs grundvelli. Til að koma starfsemi landssamtaka íþróttahreyfingarinnar og afreksíþróttanna á svipaðan grunn og sveitarfélögin hafa skapað íþróttafélögunum og barnaíþróttunum þyrfti að byrja á að tífalda framlag ríkisins til afrekssjóðs ÍSÍ. Þá yrði fyrst hægt að gera kröfu til þess að landssamtökin gætu gert eitthvað sem munar um í afreksíþróttastarfi á Íslandi.
Íþróttir Tengdar fréttir Frjálsíþróttafólk í Reykjavík fær takmarkaðan tíma í Höllinni Frjálsíþróttafólk í Reykjavík fær takmarkaðan aðgang að Laugardalshöllinni. Heimsklassaaðstaða ónotuð svo klukkutímum skiptir á hverjum degi. Borgin þarf að borga fyrir fleiri æfingastundir liðanna. 3. nóvember 2014 06:00 Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Younghoe sparkað burt Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Hefur orðið heimsmeistari jafn oft og Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sjá meira
Frjálsíþróttafólk í Reykjavík fær takmarkaðan tíma í Höllinni Frjálsíþróttafólk í Reykjavík fær takmarkaðan aðgang að Laugardalshöllinni. Heimsklassaaðstaða ónotuð svo klukkutímum skiptir á hverjum degi. Borgin þarf að borga fyrir fleiri æfingastundir liðanna. 3. nóvember 2014 06:00